Allt fyrir bankana – alltaf! skjóðan skrifar 22. júní 2016 08:51 Kortavelta útlendinga hér á landi nam tæpum tuttugu milljörðum í maí og er þetta meira en 50 prósenta aukning frá því frá því í maí í fyrra. Virðisaukaskattur til ríkisins vegna erlendra ferðamanna nemur nú tugum milljarða á ári og fer ört vaxandi þar sem ferðamönnum fjölgar stöðugt og undanþágum frá vaski fækkar óðum. Samt virðist ríkið ekki geta haft forystu um að vernda ferðamannastaði og náttúruperlur fyrir ágangi og byggja upp boðlega aðstöðu fyrir ferðamenn – eða standa í öllu falli ekki í vegi slíkrar uppbyggingar. Í upphafi þessa árs var því spáð að erlendir ferðamenn gætu orðið um 1,7 milljónir á öllu árinu. Aukningin virðist vera enn meiri og mikill uppgangur er sjáanlegur í ferðamannaþjónustu. Í Reykjavík er húsnæði, sem áður hýsti skrifstofur og heimili, breytt í hótel og svipað gerist í þéttbýli og dreifbýli hringinn í kringum landið. Það eru hins vegar blikur á lofti. Ferðaþjónusta er að stórum hluta grasrótarstarfsemi unnin af einyrkjum. Flest hótel og gistiheimili er fremur lítil með einungis nokkrum herbergjum. Slíkur rekstur er ávallt basl. Ef ráða skal starfsfólk þarf gjarnan að ráðast í fjárfestingu til að einingarnar nái þeirri stærð sem nauðsynleg er til að standa undir kostnaði. Launakostnaður er umtalsverður og hefur hækkað mjög vegna kjarasamninga undanfarin misseri. Og þá komum við að fjárfestingunni. Vextir á framkvæmdalánum í íslenskum bönkum eru óheyrilega háir, 10 prósent og upp úr. Þetta kallar á hættulega mikinn framkvæmdahraða því enginn hefur efni á að borga slíka vexti, ekki einu sinni ferðaþjónustan með alla sína útlendu viðskiptavini. Undanfarna tólf mánuði hefur verðbólga verið 1,57 prósent hér á landi en samt eru bankarnir að lána á 10 prósent og upp úr. Þetta þýðir að raunvextir eru 8,5 prósent og þaðan af hærri. Í nágrannalöndum okkar eru slík lán á u.þ.b. 2 prósent vöxtum og er þó verðbólguumhverfi mjög áþekkt því sem er hér á landi. Þetta vaxtaokur er í boði hávaxtastefnu Seðlabanka Íslands og fákeppni á íslenskum bankamarkaði. Vegna gjaldeyrishafta stendur ferðaþjónustufyrirtækjum almennt ekki til boða að fjármagna sig með erlendri fjármögnun og því stendur íslensk ferðaþjónusta ekki jafnfætis í samkeppni við útlönd – ekki fremur en önnur atvinnustarfsemi hér á landi, nema helst stórútgerðin, sem nýtur umtalsverðra hlunninda af hálfu stjórnvalda. Í hnotskurn þýðir þetta að banka- og fjármálakerfið sogar með vaxtaokri til sín nær allar tekjur ferðaþjónustunnar, sem stendur ótraustum fótum jafnvel nú, þegar ferðaþjónusta vex sem aldrei fyrr. Ferðaþjónustan gæti án efa greitt hærri laun og fjárfest meira ef böndum yrði komið á bankana. Skjóðan Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Kortavelta útlendinga hér á landi nam tæpum tuttugu milljörðum í maí og er þetta meira en 50 prósenta aukning frá því frá því í maí í fyrra. Virðisaukaskattur til ríkisins vegna erlendra ferðamanna nemur nú tugum milljarða á ári og fer ört vaxandi þar sem ferðamönnum fjölgar stöðugt og undanþágum frá vaski fækkar óðum. Samt virðist ríkið ekki geta haft forystu um að vernda ferðamannastaði og náttúruperlur fyrir ágangi og byggja upp boðlega aðstöðu fyrir ferðamenn – eða standa í öllu falli ekki í vegi slíkrar uppbyggingar. Í upphafi þessa árs var því spáð að erlendir ferðamenn gætu orðið um 1,7 milljónir á öllu árinu. Aukningin virðist vera enn meiri og mikill uppgangur er sjáanlegur í ferðamannaþjónustu. Í Reykjavík er húsnæði, sem áður hýsti skrifstofur og heimili, breytt í hótel og svipað gerist í þéttbýli og dreifbýli hringinn í kringum landið. Það eru hins vegar blikur á lofti. Ferðaþjónusta er að stórum hluta grasrótarstarfsemi unnin af einyrkjum. Flest hótel og gistiheimili er fremur lítil með einungis nokkrum herbergjum. Slíkur rekstur er ávallt basl. Ef ráða skal starfsfólk þarf gjarnan að ráðast í fjárfestingu til að einingarnar nái þeirri stærð sem nauðsynleg er til að standa undir kostnaði. Launakostnaður er umtalsverður og hefur hækkað mjög vegna kjarasamninga undanfarin misseri. Og þá komum við að fjárfestingunni. Vextir á framkvæmdalánum í íslenskum bönkum eru óheyrilega háir, 10 prósent og upp úr. Þetta kallar á hættulega mikinn framkvæmdahraða því enginn hefur efni á að borga slíka vexti, ekki einu sinni ferðaþjónustan með alla sína útlendu viðskiptavini. Undanfarna tólf mánuði hefur verðbólga verið 1,57 prósent hér á landi en samt eru bankarnir að lána á 10 prósent og upp úr. Þetta þýðir að raunvextir eru 8,5 prósent og þaðan af hærri. Í nágrannalöndum okkar eru slík lán á u.þ.b. 2 prósent vöxtum og er þó verðbólguumhverfi mjög áþekkt því sem er hér á landi. Þetta vaxtaokur er í boði hávaxtastefnu Seðlabanka Íslands og fákeppni á íslenskum bankamarkaði. Vegna gjaldeyrishafta stendur ferðaþjónustufyrirtækjum almennt ekki til boða að fjármagna sig með erlendri fjármögnun og því stendur íslensk ferðaþjónusta ekki jafnfætis í samkeppni við útlönd – ekki fremur en önnur atvinnustarfsemi hér á landi, nema helst stórútgerðin, sem nýtur umtalsverðra hlunninda af hálfu stjórnvalda. Í hnotskurn þýðir þetta að banka- og fjármálakerfið sogar með vaxtaokri til sín nær allar tekjur ferðaþjónustunnar, sem stendur ótraustum fótum jafnvel nú, þegar ferðaþjónusta vex sem aldrei fyrr. Ferðaþjónustan gæti án efa greitt hærri laun og fjárfest meira ef böndum yrði komið á bankana.
Skjóðan Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira