Forsetaáskorun Vísis: Dama sem mígur ekki heldur fer á snyrtinguna Nanna Elísa Jakobsdóttir og Samúel Karl Ólason skrifa 21. júní 2016 13:00 Hildur leyfir lesendum Vísis að kynnast sinni persónulegu hlið með því að svara Forsetaáskorun Vísis. Vísir Hildur Þórðardóttir gerir þrusugóðan grænmetisrétt með mango chutney, hún hefur tvisvar verið stöðvuð af lögreglunni og reykir ekki. Hún segist ekki mikið fyrir að míga í saltan sjó enda sé hún dama sem fari á snyrtinguna. Þetta og fleira kemur fram hér að neðan í svörum Hildar við Forsetaáskorun Vísis. Vísir leggur mikið upp úr því að umfjöllunin um forsetakosningarnar sé ítarleg og úr öllum áttum, líka skemmtileg. Því lögðum við fyrir alla forsetaframbjóðendur skemmtilegan spurningalista með spurningum af öllu tagi, sumar erfiðari en aðrar en allar í persónulegri kantinum. Vísir mun birta svörin nú í vikunni fyrir kosningarnar sem fram fara 25. júní. Hildur Þórðardóttir ríður á vaðið.Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Ísland er alls staðar fallegt, hver staður hefur sinn sjarma. Uppáhaldsstaðurinn minn væri kannski Þingvellir, því það er fyrir mér sameiningartákn okkar landsmanna. Svo er það líka svo einstaklega fallegt í haustlitunum.Hildur gæðir sér stundum á bökuðum lax með eldpiparsultu frá Fjallkonunni Selfossi.Vísir/FjallkonanHundar eða kettir? Hundar. Ég á hund sem heitir Píla og er alveg frábær. Hún er bráðskörp, sjálfstæð, í góðu formi, tíguleg, kelin, mikill forystuhundurHver er stærsta stundin í lífi þínu? Þegar ég eignaðist strákana mína. Geri ekki upp á milli, þótt það hafi gerst með rúmlega fjögurra ára millibili.Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Grænmetisréttur með sætum kartöflum, kúrbít, sellerírót, papriku og bara því grænmeti sem ég á í ísskápnum, kryddað með Mango Chutney og indversku kryddblöndunnni minni. Mjög hollt og grennandi. Eða bakaður lax með eldpiparsultu frá Fjallkonunni á Selfossi, salti og steinselju. Hvernig bíl ekur þú? Toyota Yaris, 12 ára gömlum.Besta minningin? Þar sem ég lá á fæðingardeildinni og horfði á eldri strákinn minn í glerrúminu sínu og dáðist að þessari stórkostlegu mannveru sem ég hafði búið til, með hjálp, náttúrulega. Hann lá þarna nýfæddur með opin blá augun og horfði á mig svo greindarlega eins og hann vissi allt um hvernig líf okkar myndi verða saman. Mig langaði svo að heyra hvað hann hafði að segja og að kynnast þessari þroskuðu sál.Þingvellir eru uppáhald staður Hildar á Íslandi en hún á erfitt með að velja fallegasta staðinnVísir/VilhelmHefur þú verið tekinn af lögreglunni? Já, tvisvar. Einu sinni fyrir að beygja af akrein sem ég mátti ekki beygja af og einu sinni fyrir að tala í símann undir stýri. :/ Hverju sérðu mest eftir? Að hafa ekki vitað meira þegar ég varð móðir. Ég vildi að ég hefði vitað allt sem ég veit í dag. Ég hefði haft mataræðið allt öðruvísi og kannski flutt út á land. En maður lærir víst bara af reynslunni. Reykir þú? NeiUppáhalds drykkur(áfengur)? Martini BiancoUppáhalds bíómynd? The Age of Innocence. Hef séð hana þrisvar og lesið bókina og það var ennþá magnaðra að sjá hana eftir að vera búin að lesa bókina, því þá vissi ég hvað allir voru að hugsa. Það mátti aldrei segja sannleikann. Mér finnst þetta svo heillandi og notaði þetta í skáldsögunni minni fyrir jólin. Karakterar hugsa eitt og segja svo allt annað.Ragnheiður Gröndal er uppáhalds tónlistarmaður Hildar.VísirUppáhalds tónlistarmaður? Ragnheiður GröndalHvaða lag kemur þér í gírinn? Vertu þú sjálfur, með SS Sól. Farðu alla leið, alla leið ;)Draumaferðalagið? Til Sri Lanka. Mig langar að sjá hofin uppi á sléttunni, fallegu náttuna og dýralífið. Líka hvar Tamilarnir búa og hvar átökin áttu sér stað á norðurhlutanum. Mér fannst hrikalegt að Tamíl tígrar skyldu hafa verið stimplaðir hryðjuverkamenn og þar með reynt að útrýma Tamílum í stað þess að leita sátta.Hér má sjá Hildi í einni af vinnustaðaheimsóknum kosningabaráttunnar.Vísir/HildurHefur þú migið í saltan sjó? Mig minnir að mér hafi tekist það einu sinni, en fannst það gífurlega erfitt. Ég míg reyndar ekki frekar en ég ét, því ég er dama sem fer á snyrtinguna.Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur gert? Ein af mínum skondnustu minningum er þegar við fimm vinir tróðum okkur í Citroen bragga einn heitan sólardag þegar ég bjó í London og keyrðum niður til Kew gardens rétt fyrir utan borgina. Á leiðinni hlustuðum við á Massachusetts með Bee Gees og San Fransisco með gluggana alveg niðri í hitanum. Alveg mögnuð stund og ég hló allan tímann, mér fannst þetta svo súrrealískt og skemmtilegt. Eins og ég væri stödd í bíómynd frá hippaáratugnum. Held að við höfum meira að segja verið með blóm í hárinu á leiðinni heim. Svo verð ég að fá að segja líka frá öðru svipuðu, þegar ég keyrði í fyrsta sinn í opnum bíl í Ameríku í gamla daga þegar ég var skiptinemi. Við keyrðum í klukkutíma eða svo niður að ströndinni og við stelpurnar sátum aftur í með hárið alveg úti um allt. Þetta var líka eins og að vera í bíómynd. Þegar við stoppuðum einhvers staðar á leiðinni kom risastór bjalla, líklega 3 cm í þvermál, fljúgandi og settist á lærið á mér. Ég æpti eins og hún ætlaði að éta mig og fannst þetta alveg hræðilegt. En svo flaug hún bara í burtu þegar hún fann að ég var ekki blóm.Hefur þú viðurkennt mistök? Já, auðvitað. Mistök eru mannleg og það væri hroki að geta aldrei viðurkennt mistök. Maður lærir af mistökunum, en ekki neitt ef maður viðurkennir ekki mistökin.Hildur er stolt af því að hafa boðið sig fram til forseta.Vísir/StefánHverju ertu stoltastur af?Að hafa gefið út bækurnar mínar og boðið mig fram til forseta. Hvort tveggja krefst hugrekkis, hugsjóna og elju, óbilandi kærleiks til fólks, sterkan vilja til að láta gott af sér leiða og trú á að framtíðin verði betri. Rómantískasta augnablik í lífinu? Þegar ég sá rjúpnapar með fimm ófleyga unga kjaga eftir stígnum á undan mér síðla sumar í fyrra. Þetta var svo fallegt. Ég fylgdi þeim eftir án þess að styggja þau og tók fullt af myndum. Ég held að þau séu flest öll lifandi ennþá. Alla vega sá ég þeim bregða fyrir í vetur og í eitt skipti skildu þau eftir fjöður handa mér þegar þau flugu upp. Ég hugsa alltaf hlýlega til þeirra.Trúir þú á líf eftir dauðann? Já. Lífið verður svo miklu léttara þegar maður er ekki alltaf hræddur við að deyja. Það er svo mikið frelsi að sjá þetta líf bara sem hluta af stærra samhengi. Ef það væri gerð Hollywood kvikmynd um ævi þína, hver ætti að leika þig? Þegar ég var á Indlandi var alltaf verið að segja mér hvað ég væri lík einni Bollywood leikkonunni þeirra. Ætli hún myndi þá ekki bara leika mig. Mest lesið Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Lífið Irv Gotti er látinn Lífið Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tíska og hönnun Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Lífið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Fleiri fréttir Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Irv Gotti er látinn Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Sjá meira
Hildur Þórðardóttir gerir þrusugóðan grænmetisrétt með mango chutney, hún hefur tvisvar verið stöðvuð af lögreglunni og reykir ekki. Hún segist ekki mikið fyrir að míga í saltan sjó enda sé hún dama sem fari á snyrtinguna. Þetta og fleira kemur fram hér að neðan í svörum Hildar við Forsetaáskorun Vísis. Vísir leggur mikið upp úr því að umfjöllunin um forsetakosningarnar sé ítarleg og úr öllum áttum, líka skemmtileg. Því lögðum við fyrir alla forsetaframbjóðendur skemmtilegan spurningalista með spurningum af öllu tagi, sumar erfiðari en aðrar en allar í persónulegri kantinum. Vísir mun birta svörin nú í vikunni fyrir kosningarnar sem fram fara 25. júní. Hildur Þórðardóttir ríður á vaðið.Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Ísland er alls staðar fallegt, hver staður hefur sinn sjarma. Uppáhaldsstaðurinn minn væri kannski Þingvellir, því það er fyrir mér sameiningartákn okkar landsmanna. Svo er það líka svo einstaklega fallegt í haustlitunum.Hildur gæðir sér stundum á bökuðum lax með eldpiparsultu frá Fjallkonunni Selfossi.Vísir/FjallkonanHundar eða kettir? Hundar. Ég á hund sem heitir Píla og er alveg frábær. Hún er bráðskörp, sjálfstæð, í góðu formi, tíguleg, kelin, mikill forystuhundurHver er stærsta stundin í lífi þínu? Þegar ég eignaðist strákana mína. Geri ekki upp á milli, þótt það hafi gerst með rúmlega fjögurra ára millibili.Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Grænmetisréttur með sætum kartöflum, kúrbít, sellerírót, papriku og bara því grænmeti sem ég á í ísskápnum, kryddað með Mango Chutney og indversku kryddblöndunnni minni. Mjög hollt og grennandi. Eða bakaður lax með eldpiparsultu frá Fjallkonunni á Selfossi, salti og steinselju. Hvernig bíl ekur þú? Toyota Yaris, 12 ára gömlum.Besta minningin? Þar sem ég lá á fæðingardeildinni og horfði á eldri strákinn minn í glerrúminu sínu og dáðist að þessari stórkostlegu mannveru sem ég hafði búið til, með hjálp, náttúrulega. Hann lá þarna nýfæddur með opin blá augun og horfði á mig svo greindarlega eins og hann vissi allt um hvernig líf okkar myndi verða saman. Mig langaði svo að heyra hvað hann hafði að segja og að kynnast þessari þroskuðu sál.Þingvellir eru uppáhald staður Hildar á Íslandi en hún á erfitt með að velja fallegasta staðinnVísir/VilhelmHefur þú verið tekinn af lögreglunni? Já, tvisvar. Einu sinni fyrir að beygja af akrein sem ég mátti ekki beygja af og einu sinni fyrir að tala í símann undir stýri. :/ Hverju sérðu mest eftir? Að hafa ekki vitað meira þegar ég varð móðir. Ég vildi að ég hefði vitað allt sem ég veit í dag. Ég hefði haft mataræðið allt öðruvísi og kannski flutt út á land. En maður lærir víst bara af reynslunni. Reykir þú? NeiUppáhalds drykkur(áfengur)? Martini BiancoUppáhalds bíómynd? The Age of Innocence. Hef séð hana þrisvar og lesið bókina og það var ennþá magnaðra að sjá hana eftir að vera búin að lesa bókina, því þá vissi ég hvað allir voru að hugsa. Það mátti aldrei segja sannleikann. Mér finnst þetta svo heillandi og notaði þetta í skáldsögunni minni fyrir jólin. Karakterar hugsa eitt og segja svo allt annað.Ragnheiður Gröndal er uppáhalds tónlistarmaður Hildar.VísirUppáhalds tónlistarmaður? Ragnheiður GröndalHvaða lag kemur þér í gírinn? Vertu þú sjálfur, með SS Sól. Farðu alla leið, alla leið ;)Draumaferðalagið? Til Sri Lanka. Mig langar að sjá hofin uppi á sléttunni, fallegu náttuna og dýralífið. Líka hvar Tamilarnir búa og hvar átökin áttu sér stað á norðurhlutanum. Mér fannst hrikalegt að Tamíl tígrar skyldu hafa verið stimplaðir hryðjuverkamenn og þar með reynt að útrýma Tamílum í stað þess að leita sátta.Hér má sjá Hildi í einni af vinnustaðaheimsóknum kosningabaráttunnar.Vísir/HildurHefur þú migið í saltan sjó? Mig minnir að mér hafi tekist það einu sinni, en fannst það gífurlega erfitt. Ég míg reyndar ekki frekar en ég ét, því ég er dama sem fer á snyrtinguna.Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur gert? Ein af mínum skondnustu minningum er þegar við fimm vinir tróðum okkur í Citroen bragga einn heitan sólardag þegar ég bjó í London og keyrðum niður til Kew gardens rétt fyrir utan borgina. Á leiðinni hlustuðum við á Massachusetts með Bee Gees og San Fransisco með gluggana alveg niðri í hitanum. Alveg mögnuð stund og ég hló allan tímann, mér fannst þetta svo súrrealískt og skemmtilegt. Eins og ég væri stödd í bíómynd frá hippaáratugnum. Held að við höfum meira að segja verið með blóm í hárinu á leiðinni heim. Svo verð ég að fá að segja líka frá öðru svipuðu, þegar ég keyrði í fyrsta sinn í opnum bíl í Ameríku í gamla daga þegar ég var skiptinemi. Við keyrðum í klukkutíma eða svo niður að ströndinni og við stelpurnar sátum aftur í með hárið alveg úti um allt. Þetta var líka eins og að vera í bíómynd. Þegar við stoppuðum einhvers staðar á leiðinni kom risastór bjalla, líklega 3 cm í þvermál, fljúgandi og settist á lærið á mér. Ég æpti eins og hún ætlaði að éta mig og fannst þetta alveg hræðilegt. En svo flaug hún bara í burtu þegar hún fann að ég var ekki blóm.Hefur þú viðurkennt mistök? Já, auðvitað. Mistök eru mannleg og það væri hroki að geta aldrei viðurkennt mistök. Maður lærir af mistökunum, en ekki neitt ef maður viðurkennir ekki mistökin.Hildur er stolt af því að hafa boðið sig fram til forseta.Vísir/StefánHverju ertu stoltastur af?Að hafa gefið út bækurnar mínar og boðið mig fram til forseta. Hvort tveggja krefst hugrekkis, hugsjóna og elju, óbilandi kærleiks til fólks, sterkan vilja til að láta gott af sér leiða og trú á að framtíðin verði betri. Rómantískasta augnablik í lífinu? Þegar ég sá rjúpnapar með fimm ófleyga unga kjaga eftir stígnum á undan mér síðla sumar í fyrra. Þetta var svo fallegt. Ég fylgdi þeim eftir án þess að styggja þau og tók fullt af myndum. Ég held að þau séu flest öll lifandi ennþá. Alla vega sá ég þeim bregða fyrir í vetur og í eitt skipti skildu þau eftir fjöður handa mér þegar þau flugu upp. Ég hugsa alltaf hlýlega til þeirra.Trúir þú á líf eftir dauðann? Já. Lífið verður svo miklu léttara þegar maður er ekki alltaf hræddur við að deyja. Það er svo mikið frelsi að sjá þetta líf bara sem hluta af stærra samhengi. Ef það væri gerð Hollywood kvikmynd um ævi þína, hver ætti að leika þig? Þegar ég var á Indlandi var alltaf verið að segja mér hvað ég væri lík einni Bollywood leikkonunni þeirra. Ætli hún myndi þá ekki bara leika mig.
Mest lesið Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Lífið Irv Gotti er látinn Lífið Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tíska og hönnun Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Lífið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Fleiri fréttir Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Irv Gotti er látinn Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Sjá meira