Aðeins 9% dísilbílar í Evrópu árið 2030 Finnur Thorlacius skrifar 30. júní 2016 14:16 Dísilbílar verða á hröðu undanhaldi, ef spár ganga eftir. Óhætt er að segja að hrifning almennings á dísilbílum hafi farið mjög þverrandi að undanförnu, ekki síst vegna dísilvélasvindls Volkswagen og þeirrar umræðu sem skapast hefur eftir það um sótmengun frá dísilbílum. Spá frá AlixPartners um samsetningu nýrra seldra bíla í Evrópu gerir einmitt ráð fyrir að aðeins 9% seldra bíla verði knúnir dísilvélum árið 2030. Það er mikil breyting frá deginum í dag, en um það bil 50% allra seldra bíla í álfunni eru nú dísilbílar. Í spánni er gert ráð fyrir að bílar með eingöngu bensínvél verði 25% seldra bíla, bílar með bensínvél og rafmótorum verði 18%, bensínbílar með Hybrid-kerfi 28% og hreinræktaðir rafmagnsbílar 20%. AlixPartners spáir því að strax árið 2022 muni verksmiðjum sem framleiða dísilbíla fækka frá 62 í dag og í 55 og verksmiðjum sem framleiða bíla með rafmótorum (rafmagnsbílar og tengiltvinnbílar) muni fjölga úr 26 nú í 40 árið 2022. Krafa yfirvalda um sífellt minna mengandi bíla þrýsta bílaframleiðendum til að framleiða hærra hlutfall tengiltvinnbíla og rafmagnsbíla og þar sé stærsti áhrifaþátturinn, en vitnaeskja um mikla og hættulega mengun dísilbíla hefur líka mikil áhrif til breytinga. Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent
Óhætt er að segja að hrifning almennings á dísilbílum hafi farið mjög þverrandi að undanförnu, ekki síst vegna dísilvélasvindls Volkswagen og þeirrar umræðu sem skapast hefur eftir það um sótmengun frá dísilbílum. Spá frá AlixPartners um samsetningu nýrra seldra bíla í Evrópu gerir einmitt ráð fyrir að aðeins 9% seldra bíla verði knúnir dísilvélum árið 2030. Það er mikil breyting frá deginum í dag, en um það bil 50% allra seldra bíla í álfunni eru nú dísilbílar. Í spánni er gert ráð fyrir að bílar með eingöngu bensínvél verði 25% seldra bíla, bílar með bensínvél og rafmótorum verði 18%, bensínbílar með Hybrid-kerfi 28% og hreinræktaðir rafmagnsbílar 20%. AlixPartners spáir því að strax árið 2022 muni verksmiðjum sem framleiða dísilbíla fækka frá 62 í dag og í 55 og verksmiðjum sem framleiða bíla með rafmótorum (rafmagnsbílar og tengiltvinnbílar) muni fjölga úr 26 nú í 40 árið 2022. Krafa yfirvalda um sífellt minna mengandi bíla þrýsta bílaframleiðendum til að framleiða hærra hlutfall tengiltvinnbíla og rafmagnsbíla og þar sé stærsti áhrifaþátturinn, en vitnaeskja um mikla og hættulega mengun dísilbíla hefur líka mikil áhrif til breytinga.
Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent