David og Victoria Beckham lent í Reykjavík Jóhann Óli Eiðsson skrifar 7. júlí 2016 21:10 David Beckham sést hér vopnaður hatti. Eiginkona hans, Victoria, er rauðklædd fyrir framan hann. vísir/friðrik þór Kryddpían Victoria Beckham og eiginmaður hennar David Beckham, fyrrverandi landsliðsfyrirliði Englands og leikmaður Real Madrid og Manchester United, lentu á Reykjavíkurflugvelli á nú á níunda tímanum. Einkaflugvél þeirra hjóna lenti um klukkan 20.30. Með þeim í för voru yngri börn þeirra þrjú en elsti sonurinn, hinn sautján ára gamli Romeo Beckham, var ekki sjáanlegur. Athafnamaðurinn Björgólfur Thor Björgólfsson og fjölskylda hans tók á móti þeim. Einkaþota Björgólfs lenti á Reykjavíkurflugvelli á undan þotu Beckham-hjónanna. Heimildir herma að þau muni kíkja í veiði. Að auki má telja það líklegt að fjölskyldan kíki á Hamborgarabúllu Tómasar enda meðlimir hennar miklir aðdáendur staðarins. Þegar hjónin voru á leið út í bíl flykktist að þeim hópur stúlkna og kvenna. Sjónvarvottur segir að þar hafi verið á ferðinni að stærstum hluta erlendir ferðamenn þó einhverjir Íslendingar hafi verið í hópnum. Hjónin leiddu það að mestu hjá sér. David Beckham er 41 árs og er þekktastur fyrir baneitraðan hægri fót. Stærstan hluta knattspyrnuferils síns lék hann með Manchester United en síðar fór hann til Real Madrid og Los Angeles Galaxy. Undir lok ferils síns tók hann stutt stopp hjá AC Milan og Paris Saint German. Hann lék að auki 115 landsleiki fyrir Englands hönd og skoraði í þeim sautján mörk. Um skeið bar hann fyrirliðaband landsliðsins. Árið 2003 var hann aðlaður af Elísabetu Englandsdrottningu fyrir framlag sitt til knattspyrnunnar. Victoria Beckham var áður þekkt sem Victoria Adams. Á árum áður var hún þekkt sem Posh Spice í stúlknasveitinni Spice Girls. Sveitin sló eftirminnilega í gegn fyrir um tuttugu árum með laginu Wannabe. Eftir að míkrafóninn fór á hilluna hefur Victoria helgað lífi sínu tískunni. Þau David og Victoria giftu sig árið 1999. Saman eiga þau fjögur börn, Brooklyn, Romeo, Cruz og Harper. Hið elsta er fætt 1999 en sú yngsta árið 2011. vísir/friðrik þórBjörgólfur Thor tók á móti fjölskyldunni.vísir/friðrik þór Tengdar fréttir Beckham leigði Búlluna fyrir afmæli Tómas Tómasson staðfestir að knattspyrnugoðið hafi tekði yfir staðinn í London. 9. apríl 2015 13:05 Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Sjá meira
Kryddpían Victoria Beckham og eiginmaður hennar David Beckham, fyrrverandi landsliðsfyrirliði Englands og leikmaður Real Madrid og Manchester United, lentu á Reykjavíkurflugvelli á nú á níunda tímanum. Einkaflugvél þeirra hjóna lenti um klukkan 20.30. Með þeim í för voru yngri börn þeirra þrjú en elsti sonurinn, hinn sautján ára gamli Romeo Beckham, var ekki sjáanlegur. Athafnamaðurinn Björgólfur Thor Björgólfsson og fjölskylda hans tók á móti þeim. Einkaþota Björgólfs lenti á Reykjavíkurflugvelli á undan þotu Beckham-hjónanna. Heimildir herma að þau muni kíkja í veiði. Að auki má telja það líklegt að fjölskyldan kíki á Hamborgarabúllu Tómasar enda meðlimir hennar miklir aðdáendur staðarins. Þegar hjónin voru á leið út í bíl flykktist að þeim hópur stúlkna og kvenna. Sjónvarvottur segir að þar hafi verið á ferðinni að stærstum hluta erlendir ferðamenn þó einhverjir Íslendingar hafi verið í hópnum. Hjónin leiddu það að mestu hjá sér. David Beckham er 41 árs og er þekktastur fyrir baneitraðan hægri fót. Stærstan hluta knattspyrnuferils síns lék hann með Manchester United en síðar fór hann til Real Madrid og Los Angeles Galaxy. Undir lok ferils síns tók hann stutt stopp hjá AC Milan og Paris Saint German. Hann lék að auki 115 landsleiki fyrir Englands hönd og skoraði í þeim sautján mörk. Um skeið bar hann fyrirliðaband landsliðsins. Árið 2003 var hann aðlaður af Elísabetu Englandsdrottningu fyrir framlag sitt til knattspyrnunnar. Victoria Beckham var áður þekkt sem Victoria Adams. Á árum áður var hún þekkt sem Posh Spice í stúlknasveitinni Spice Girls. Sveitin sló eftirminnilega í gegn fyrir um tuttugu árum með laginu Wannabe. Eftir að míkrafóninn fór á hilluna hefur Victoria helgað lífi sínu tískunni. Þau David og Victoria giftu sig árið 1999. Saman eiga þau fjögur börn, Brooklyn, Romeo, Cruz og Harper. Hið elsta er fætt 1999 en sú yngsta árið 2011. vísir/friðrik þórBjörgólfur Thor tók á móti fjölskyldunni.vísir/friðrik þór
Tengdar fréttir Beckham leigði Búlluna fyrir afmæli Tómas Tómasson staðfestir að knattspyrnugoðið hafi tekði yfir staðinn í London. 9. apríl 2015 13:05 Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Sjá meira
Beckham leigði Búlluna fyrir afmæli Tómas Tómasson staðfestir að knattspyrnugoðið hafi tekði yfir staðinn í London. 9. apríl 2015 13:05