Nýja lagið heitir Bak við bak og er angurvær og nokkuð þjóðleg ballaða þar sem undraverður söngur hennar ómar yfir dáleiðandi hljóðgerfla flóði. Kannski ekkert svo langt frá þeirri tónlist sem Ásgeir Trausti hefur verið að dunda sér við að skapa.
Með Elínu í laginu er faðir hennar Eyþór Gunnarsson á hljómborð og Guðmundur Óskarsson sem hljóðritar og aðstoðar Elínu við að forrita takta. Guðmundur hefur hingað til verið þekktastur fyrir að plokka bassann með hljómsveitinni Hjaltalín.
Elín Ey er að leggja lokahönd á breiðskífu sem hún segir á Facebook síðu sinni að sé rétt handan við hornið.
Lagið má heyra hér fyrir neðan;