Enginn aðalstjórnandi Top Gear Finnur Thorlacius skrifar 7. júlí 2016 09:59 Öll munu þau halda áfram, nema Chris Evans. Með brotthvarfi Chris Evans sem var aðalþáttastjórnandi síðustu þáttaraðar Top Gear bílaþáttanna var við því búist að eftirmaður hans yrði skipaður, en svo verður þó ekki. Það verður einfaldlega enginn yfirþáttastjórnandi. Þættinum verður áfram stjórnað af meðstjórnendum Chris Evans úr síðustu þáttaröð, þeim Matt LeBlanc, Chris Harris, Sabine Schmitz, Rory Reid og Eddie Jordan. Ekkert þeirra verður sett skörinni hærra en annað, en öll halda þau áfram í þættinum. Líklega verður þetta framtíðarfyrirkomulag við stjórnun þáttarins og vill BBC vafalaust með því koma í veg fyrir árekstra eins og þá sem komu upp í síðustu þáttaröð, þar sem Chris Evans valtaði yfir allt og alla með yfirþáttastjórnendatitli sínum sem vopn. Chris Evans mun áfram starfa fyrir BBC og heldur áfram útvarpsþætti sínum, eins og áður en að aðkomu hans af Top Gear varð. Af Chris Evcans er þó meira að frétta, en hann hefur verið ákærður fyrir kynferðislega áreitni og er London Metropolitan Police með mál ahns í rannsókn og hefur brátt brotthvarf hans úr Top Gear þáttunum ef til vill eitthvað með það að gera. Mest lesið „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Erlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Erlent Festist undir þili milli klósettbása en slapp með sært stolt Innlent Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent
Með brotthvarfi Chris Evans sem var aðalþáttastjórnandi síðustu þáttaraðar Top Gear bílaþáttanna var við því búist að eftirmaður hans yrði skipaður, en svo verður þó ekki. Það verður einfaldlega enginn yfirþáttastjórnandi. Þættinum verður áfram stjórnað af meðstjórnendum Chris Evans úr síðustu þáttaröð, þeim Matt LeBlanc, Chris Harris, Sabine Schmitz, Rory Reid og Eddie Jordan. Ekkert þeirra verður sett skörinni hærra en annað, en öll halda þau áfram í þættinum. Líklega verður þetta framtíðarfyrirkomulag við stjórnun þáttarins og vill BBC vafalaust með því koma í veg fyrir árekstra eins og þá sem komu upp í síðustu þáttaröð, þar sem Chris Evans valtaði yfir allt og alla með yfirþáttastjórnendatitli sínum sem vopn. Chris Evans mun áfram starfa fyrir BBC og heldur áfram útvarpsþætti sínum, eins og áður en að aðkomu hans af Top Gear varð. Af Chris Evcans er þó meira að frétta, en hann hefur verið ákærður fyrir kynferðislega áreitni og er London Metropolitan Police með mál ahns í rannsókn og hefur brátt brotthvarf hans úr Top Gear þáttunum ef til vill eitthvað með það að gera.
Mest lesið „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Erlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Erlent Festist undir þili milli klósettbása en slapp með sært stolt Innlent Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent