Milljón bíla minni sala vegna Brexit Finnur Thorlacius skrifar 6. júlí 2016 12:45 Evercore ISI spáir 14% minni bílasölu í Bretlandi á næsta ári. Mikið er spáð í eftirköst brotthvarfs Bretlands úr Evrópusambandinu varðandi bílaiðnaðinn og svartsýnustu raddir spá allt að einni milljón bíla minni sölu nýrra bíla í heiminum á þessu ári og þeim tveimur næstu. LMC Automotive spáir því að bílasala muni minnka um 120.000 bíla bara í Bretlandi í ár og á næstu tveimur árum hafi brotthvarf Breta úr ESB áhrif til 400.000 minni sölu bíla hvort árið. Þá er búist við því að bílaframleiðendur muni halda aftur af fjárfestingum og ráðningum nýs starfsfólks í kjölfar brotthvarfsins. Evercore ISI gerir ráð fyrir að hagnaður bílaframleiðenda minnki um allt að 1.100 milljarða króna vegna þessa á næstu tveimur árum. Evercore ISI á von á 14% minni bílasölu í Bretlandi á næsta ári en spáð hafði verið áður og ástæða þess sú að fólk leggur ekki í miklar fjárfestingar á óvissutímum í efnahagsmálum. Búist er við því að bílafyrirtækin PSA Peugeot-Citroën, Volkswagen og Ford verði fyrir mestum búsifjum af ákvörðun Breta. Allir bílaframleiðendur hafa áhyggjur af brotthvarfi Bretlands úr Evrópusambandinu og flestir forstjórar þeirra hafa viðrað áhyggjur sínar í fjölmiðlum. Brexit Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent
Mikið er spáð í eftirköst brotthvarfs Bretlands úr Evrópusambandinu varðandi bílaiðnaðinn og svartsýnustu raddir spá allt að einni milljón bíla minni sölu nýrra bíla í heiminum á þessu ári og þeim tveimur næstu. LMC Automotive spáir því að bílasala muni minnka um 120.000 bíla bara í Bretlandi í ár og á næstu tveimur árum hafi brotthvarf Breta úr ESB áhrif til 400.000 minni sölu bíla hvort árið. Þá er búist við því að bílaframleiðendur muni halda aftur af fjárfestingum og ráðningum nýs starfsfólks í kjölfar brotthvarfsins. Evercore ISI gerir ráð fyrir að hagnaður bílaframleiðenda minnki um allt að 1.100 milljarða króna vegna þessa á næstu tveimur árum. Evercore ISI á von á 14% minni bílasölu í Bretlandi á næsta ári en spáð hafði verið áður og ástæða þess sú að fólk leggur ekki í miklar fjárfestingar á óvissutímum í efnahagsmálum. Búist er við því að bílafyrirtækin PSA Peugeot-Citroën, Volkswagen og Ford verði fyrir mestum búsifjum af ákvörðun Breta. Allir bílaframleiðendur hafa áhyggjur af brotthvarfi Bretlands úr Evrópusambandinu og flestir forstjórar þeirra hafa viðrað áhyggjur sínar í fjölmiðlum.
Brexit Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent