311 hestafla Kia GT undir 30.000 dollurum Finnur Thorlacius skrifar 5. júlí 2016 10:15 Kia GT kemur á markað á næsta ári. Þegar Kia setur loks á markað fyrsta sportbíl sinn, GT, á næsta ári mun hann kosta minna en 30.000 dollara í Bandaríkjunum, eða aðeins 3,6 milljónir króna. Bíllinn mun koma á markað á næsta ári og verður þá líklega seldur sem árgerð 2018. Hann mun fást með tvær gerðir 6 strokka véla, annarsvegar 3,8 lítra og 311 vél og hinsvegar 3,3 lítra vél með tveimur forþjöppum sem er 365 hestöfl, en þá vél má einnig finna í Genesis G90 lúxusbíl Hyundai. Báðar þessar vélar verða tengdar 8 gíra sjálfskiptingu. Í allra dýrustu útgáfu bílsins með stærri vélinni mun hann aðeins kosta 36.800 dollara, eða 4,6 milljónir króna. Það vakir því fyrir Kia að hafa þennan spennandi sportbíl sinn á afar samkeppnisfæru verði. Þessi sportbíll Kia er sá fyrsti sinnar gerðar sem frá fyrirtækinu S-kóreska kemur, en þó hefur fengist GT útgáfa af Kia c´eed fólksbílnum, svo til eins í útliti, en þessi bíll er sérstök smíði. Svo getur farið að Kia GT fá nafnið Stinger í endann en það verður að koma í ljós síðar. Kia GT er afturhjóladrifinn eins og sannir sportbílar og á stærð við BMW 3-línuna en með coupe-lagi og brattan afturenda, ekki ósvipaðan og á Audi A7. Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent
Þegar Kia setur loks á markað fyrsta sportbíl sinn, GT, á næsta ári mun hann kosta minna en 30.000 dollara í Bandaríkjunum, eða aðeins 3,6 milljónir króna. Bíllinn mun koma á markað á næsta ári og verður þá líklega seldur sem árgerð 2018. Hann mun fást með tvær gerðir 6 strokka véla, annarsvegar 3,8 lítra og 311 vél og hinsvegar 3,3 lítra vél með tveimur forþjöppum sem er 365 hestöfl, en þá vél má einnig finna í Genesis G90 lúxusbíl Hyundai. Báðar þessar vélar verða tengdar 8 gíra sjálfskiptingu. Í allra dýrustu útgáfu bílsins með stærri vélinni mun hann aðeins kosta 36.800 dollara, eða 4,6 milljónir króna. Það vakir því fyrir Kia að hafa þennan spennandi sportbíl sinn á afar samkeppnisfæru verði. Þessi sportbíll Kia er sá fyrsti sinnar gerðar sem frá fyrirtækinu S-kóreska kemur, en þó hefur fengist GT útgáfa af Kia c´eed fólksbílnum, svo til eins í útliti, en þessi bíll er sérstök smíði. Svo getur farið að Kia GT fá nafnið Stinger í endann en það verður að koma í ljós síðar. Kia GT er afturhjóladrifinn eins og sannir sportbílar og á stærð við BMW 3-línuna en með coupe-lagi og brattan afturenda, ekki ósvipaðan og á Audi A7.
Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent