Fylgjast má með flugferðinni á gagnvirku korti hér fyrir neðan.
Gert er ráð fyrir að strákarnir lendi í Keflavík rétt eftir klukkan 18 í kvöld. Þaðan munu þeir halda í miðborg Reykjavíkur þar sem búið er að skipuleggja mikil fagnaðarlæti til heiðurs strákunum.
Landsliðið muni aka í opinni rútu frá Skólavörðuholti um klukkan 19:00 í virðingarfylgd lögreglu, niður Skólavörðustíg og Bankastræti að Arnarhóli. Þar fer fram hátíðardagskrá og verður landsliðshópurinn hylltur fyrir frábæra frammistöðu sína.
Uppfært 18.10 Flugvél drengjanna er lent á Keflavíkurflugvelli og hefst nú ferðalagið frá Keflavík til Reykjavíkur.