Náði 400 km hraða á mótorhjóli Finnur Thorlacius skrifar 4. júlí 2016 13:00 Þau eru ekki mörg mótorhjólin sem ná 400 km hraða, en Kawasaki Ninja H2R er ekkert venjulegt mótorhjól. Þannig hjóli ók Tyrkinn Kenan Sofuoglu fyrir stuttu og kom því á 400 hraða og það á um það bil 26 sekúndum. Þetta gerði hann ekki á akstursbraut, heldur á Izmit Bay brúnni í Tyrklandi, en hún er með einstaklega slétt yfirborð. Brúnni var lokað á meðan þessum magnaða akstri Sofuoglu stóð, en hann var skipulagður af Kawasaki fyrirtækinu. Kawasaki Ninja H2R er 300 hestöfl og ekki löglegt á almennum vegum, heldur ætlað að glíma við keppnisbrautir. Það er hinsvegar Kawasaki Ninja H2 hjólið, með ekkert R í endann og er það 200 hestöfl. Kawasaki hafði veitt þeim upplýsingum til Kenan Sofuoglu að Kawasaki Ninja H2R hjólið væri með uppgefinn hámarkshraða uppá 380 km/klst en það væri engu að síður draumur margra hjá fyrirtækinu að kanna hvort ekki væri hægt að koma því í 400 km hraða við bestu aðstæður. Það sannaði Kenan Sofuoglu og á nú fyrir vikið hraðaheimsmet á mótorhjóli. Mest lesið Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent
Þau eru ekki mörg mótorhjólin sem ná 400 km hraða, en Kawasaki Ninja H2R er ekkert venjulegt mótorhjól. Þannig hjóli ók Tyrkinn Kenan Sofuoglu fyrir stuttu og kom því á 400 hraða og það á um það bil 26 sekúndum. Þetta gerði hann ekki á akstursbraut, heldur á Izmit Bay brúnni í Tyrklandi, en hún er með einstaklega slétt yfirborð. Brúnni var lokað á meðan þessum magnaða akstri Sofuoglu stóð, en hann var skipulagður af Kawasaki fyrirtækinu. Kawasaki Ninja H2R er 300 hestöfl og ekki löglegt á almennum vegum, heldur ætlað að glíma við keppnisbrautir. Það er hinsvegar Kawasaki Ninja H2 hjólið, með ekkert R í endann og er það 200 hestöfl. Kawasaki hafði veitt þeim upplýsingum til Kenan Sofuoglu að Kawasaki Ninja H2R hjólið væri með uppgefinn hámarkshraða uppá 380 km/klst en það væri engu að síður draumur margra hjá fyrirtækinu að kanna hvort ekki væri hægt að koma því í 400 km hraða við bestu aðstæður. Það sannaði Kenan Sofuoglu og á nú fyrir vikið hraðaheimsmet á mótorhjóli.
Mest lesið Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent