Arnar Grétarsson, þjálfari Breiðabliks, gaf ekki kost á sér í viðtöl eftir 2-3 tap gegn ÍBV í dag en hann sendi aðstoðarþjálfara sinn í viðtöl þess í stað.
Blikar komust 2-0 yfir á upphafsmínútum seinni hálfleiks en glutruðu forskotinu frá sér á aðeins tíu mínútna kafla í seinni hálfleik.
Fjölmiðlafulltrúi Breiðabliks bað blaðamenn um að hinkra eftir leik því Arnar myndi ávarpa liðið fyrst en Arnar baðst undan viðtali eftir leik og sendi aðstoðarþjálfarann í viðtöl þess í stað.
Arnar mætti ekki í viðtöl eftir leik
Tengdar fréttir
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Breiðablik - ÍBV 2-3 | Endurkomusigur Eyjamanna skilaði þeim í undanúrslit
Eyjamenn unnu magnaðan 3-2 endurkomusigur á Blikum á Kópavogsvelli í 8-liða úrslitum Borgunarbikarsins í kvöld en eftir að hafa lent 0-2 undir sneru Eyjamenn leiknum sér í hag með þremur mörkum á tíu mínútum.
Kóngurinn í Kópacabana verður í flottustu treyjunni á Stade de France í kvöld
Hilmar Jökull Stefánsson er klár í slaginn gegn Frökkum í líka þessari geggjuðu treyju.