Kardashian-systur tryggja sér Gyðjuúr Gunnhildur Jónsdóttir skrifar 4. júlí 2016 09:00 Sigrún Lilja segir að Gyðja Collection anni varla eftirspurn eftir nýju úrunum. Sigrún Lilja Guðjónsdóttir, hönnuður Gyðju Collection, er vægast sagt í skýjunum um þessar mundir en hún sendi nýverið armbandsúr úr nýjustu línunni sinni til systranna Kylie Jenner og Khloe Kardashian. Þetta er í annað skiptið sem Gyðja gefur út úr en fyrri línan kom út fyrir tveimur árum og sló þá rækilega í gegn. „Varan var vart komin þegar úrið í rósagulli var uppselt. Núna eigum við aðeins örfá eintök af hinum týpunum en við önnum varla eftirspurn. Við erum núna bara að bíða eftir annarri framleiðslu og erum strax komin með langan forpöntunarlista,“ segir Sigrún en hún hefur vakið mikla athygli í gegnum tíðina fyrir merkið sitt.Þetta er úrið sem að Kylie og Khloe munu líklegast sjást með á næstu vikum.Þegar hún var að fara af stað með úrin setti hún sig í samband við teymið sem starfar fyrir Kylie Jenner í von um að selja henni úr. „Ég var áður mikið í Los Angeles að byggja upp tengslanet enda skiptir markaðssetningin öllu máli. Kylie varð fyrst til þess að tryggja sér eintak en hún fékk sér tvö. Eitt með rósagulli og hitt gyllt. Í kjölfarið tryggði teymi Khloe Kardashian henni einnig tvö úr. Eitt svart og gyllt og annað gyllt eins og systir hennar.“ Í seinustu viku bættist svo stórleikkonan Sofia Vergara við kúnnahóp Gyðju Collection. „Sofia er kólumbísk og dökk á hörund. Því passaði henni vel að taka úr í perluhvítu og brons.“ Það verður spennandi að sjá hvort fleiri stjörnur fá sér Gyðjuúrin þegar nýja sendingin kemur, en Sigrún Lilja á von á henni á næstu vikum.Kylie Jenner keypti sér úr frá Gyðjunni en það verður að teljast til stórtíðinda.Spurð út í hver draumakúnninn hennar væri þá þurfti Sigrún ekki lengi að hugsa sig um: „Ég elska Angelinu Jolie og hef alltaf elskað hana. Það væri algjör draumur að sjá hana bera vöruna mína og það rætist vonandi einn daginn.“ Um þessar mundir er Sigrún Lilja að vinna í því að koma Gyðju inn á markað í Bretlandi en hún hefur verið að mynda sér tengslanet þar í landi. „Við erum búin að vera að vinna stöðugt að þessu í marga mánuði og nú fer þetta að bresta á. Við stefnum á að fara inn í nokkrar búðir þar og svo er aldrei að vita hvort við opnum okkar eigin í framtíðinni.“ Hægt er að nálgast Gyðju Collection í verslun þeirra í Firðinum, Hafnarfirði og á netverslun Gyðja Collection.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 4.júlí. Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Fleiri fréttir Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Sjá meira
Sigrún Lilja Guðjónsdóttir, hönnuður Gyðju Collection, er vægast sagt í skýjunum um þessar mundir en hún sendi nýverið armbandsúr úr nýjustu línunni sinni til systranna Kylie Jenner og Khloe Kardashian. Þetta er í annað skiptið sem Gyðja gefur út úr en fyrri línan kom út fyrir tveimur árum og sló þá rækilega í gegn. „Varan var vart komin þegar úrið í rósagulli var uppselt. Núna eigum við aðeins örfá eintök af hinum týpunum en við önnum varla eftirspurn. Við erum núna bara að bíða eftir annarri framleiðslu og erum strax komin með langan forpöntunarlista,“ segir Sigrún en hún hefur vakið mikla athygli í gegnum tíðina fyrir merkið sitt.Þetta er úrið sem að Kylie og Khloe munu líklegast sjást með á næstu vikum.Þegar hún var að fara af stað með úrin setti hún sig í samband við teymið sem starfar fyrir Kylie Jenner í von um að selja henni úr. „Ég var áður mikið í Los Angeles að byggja upp tengslanet enda skiptir markaðssetningin öllu máli. Kylie varð fyrst til þess að tryggja sér eintak en hún fékk sér tvö. Eitt með rósagulli og hitt gyllt. Í kjölfarið tryggði teymi Khloe Kardashian henni einnig tvö úr. Eitt svart og gyllt og annað gyllt eins og systir hennar.“ Í seinustu viku bættist svo stórleikkonan Sofia Vergara við kúnnahóp Gyðju Collection. „Sofia er kólumbísk og dökk á hörund. Því passaði henni vel að taka úr í perluhvítu og brons.“ Það verður spennandi að sjá hvort fleiri stjörnur fá sér Gyðjuúrin þegar nýja sendingin kemur, en Sigrún Lilja á von á henni á næstu vikum.Kylie Jenner keypti sér úr frá Gyðjunni en það verður að teljast til stórtíðinda.Spurð út í hver draumakúnninn hennar væri þá þurfti Sigrún ekki lengi að hugsa sig um: „Ég elska Angelinu Jolie og hef alltaf elskað hana. Það væri algjör draumur að sjá hana bera vöruna mína og það rætist vonandi einn daginn.“ Um þessar mundir er Sigrún Lilja að vinna í því að koma Gyðju inn á markað í Bretlandi en hún hefur verið að mynda sér tengslanet þar í landi. „Við erum búin að vera að vinna stöðugt að þessu í marga mánuði og nú fer þetta að bresta á. Við stefnum á að fara inn í nokkrar búðir þar og svo er aldrei að vita hvort við opnum okkar eigin í framtíðinni.“ Hægt er að nálgast Gyðju Collection í verslun þeirra í Firðinum, Hafnarfirði og á netverslun Gyðja Collection.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 4.júlí.
Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Fleiri fréttir Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Sjá meira