Lífið

Kristbjörg og Óliver Breki halda til Parísar

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Aron Einar Gunnarsson og Kristbjörg Jónasdóttir fallast í faðma eftir sigurinn á Englendingum í Nice. Vonandi verður fagnað jafnmikið annað kvöld en þá verður Óliver Breki með í för.
Aron Einar Gunnarsson og Kristbjörg Jónasdóttir fallast í faðma eftir sigurinn á Englendingum í Nice. Vonandi verður fagnað jafnmikið annað kvöld en þá verður Óliver Breki með í för. Vísir/Vilhelm
Aron Einar Gunnarsson landsliðsfyrirliði fær góðan glaðning í París um helgina. Kristbjörg Jónasdóttir, unnusta Arons Einars, flaug til Frakklands í morgun og með í för voru ættingjar, þeirra á meðal Óliver Breki Malmquist Aronsson 15 mánaða gamall.

Aron Einar lýsti því í viðtali við íslenska fjölmiðla í gær hve erfitt það hefði verið að vera í burtu frá syni sínum undanfarinn mánuð. Rifjaði hann upp landsliðsferðina til Kasakstan í mars í fyrra þegar Kristbjörg var langt gengin.

Sjá einnig:Aron situr fyrir svörum í Annecy

Þau ákváðu að Aron Einar myndi engu að síður gefa kost á sér í leikinn, sem vannst, en snáðinn kom í heiminn á meðan landsliðið var ytra.


Landsliðsfyrirliðinn upplýsti að það hefði fengið á hann þegar hann sá myndband frá Íslandi af syni sínum þar sem hann klappar eins og pabbi hans gerði í sigrinum gegn Englandi. 

„Ég fæ bara kökk í hálsinn því ég er ekki búinn að sjá hann í mánuð,“ sagði Aron Einar. Sú bið tekur brátt enda.

Kristbjörg, sem er afrekskona í fitness, sagði í viðtali við Vísi á dögunum að hún ætti helst von á því að sonurinn ungi yrði dansari miðað við hæfileika hans á því sviði.


Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á  Facebook Twitter  og Snapchat (sport365).


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×