„Ég er höfundur lags og texta en StopWaitGo sér um hljóðblöndun og útsetningu. Þetta er fyrsta lag af nokkrum sem ég ætla að gefa út á íslensku á næstunni og ætla svo að gefa út plötu á íslensku innan árs,“ segir hann og bætir við að lagið fjalli um samband sem var aldrei að fara að ganga upp.
„Það er samið út frá setningunni að „leyfa sér að vera hrifinn“ en það var stelpa sem talaði eitt sinn um það við mig. Þá fór ég að velta fyrir mér hvort það væri nokkuð hægt að leyfa sér ekki að vera hrifinn af einhverjum. Ég hélt að það bara gerðist eða ekki. En svo kom restin af textanum smátt og smátt út frá því.“
Myndbandið gerði góðvinur hans Brynjar Kristmundsson og Andrea Ýr Gústavsdóttir leikur á móti Mumma í því. Það var tekið upp við Hafravatn.