Mickelson í stuði á opna breska | Sex Bandaríkjamenn efstir Tómas Þór Þórðarson skrifar 14. júlí 2016 14:52 Phil Mickelson byrjar vel. vísir/getty Phil Mickelson byrjar vel á opna breska meistaramótinu í golfi en þessi 48 ára gamli Bandaríkjamaður fór fyrri níu holurnar á fyrsta keppnisdegi á fjórum höggum undir pari. Lefty, eins og hann er svo gjarnan kallaður, fékk fjóra fugla á annarri, fjórðu, sjöttu og áttundu holu. Hann vann þetta mót í fyrsta og eina skiptið fyrir þremur árum síðan. Eins og staðan er núna eru sex Bandaríkjamenn efstir. Patrick Reed er efstur allra á fimm höggum undir pari en hann kláraði fyrr í dag. Fimm kylfingar eru svo á fjórum höggum undir pari. Þrír þeirra eru búnir; Justin Thomas, Steve Stricker og Billy Horschel, en Justin Leonard er búinn með tólf holur og Mickelson níu. Justin Rose er efstur Bretanna í sjöunda til þrettánda sæti á þremur höggum undir pari en Rory McIlroy kláraði daginn á tveimur höggum undir pari Royal Troon-vallarins.Hinn 22 ára gamli Suður-Afríkumaður Haydn Porteous sem byrjaði svo vel missti flugið og er nú á tveimur höggum undir pari vallarins þegar hann á eina holu eftir.Hér má sjá stöðuna í mótinu en bein útsending frá fyrsta hring stendur yfir á Golfstöðinni. Sýnt verður beint frá öllum keppnisdögunum. Golf Tengdar fréttir Lítt þekktur Suður-Afríkumaður með tvo erni á fyrstu níu og er í forystu á opna breska 22 ára kylfingur sem hefur aldrei spilað á PGA-mótaröðinni byrjar vel í Skotlandi. 14. júlí 2016 12:41 Mest lesið Í beinni: Real Sociedad - Man. Utd | Heldur fall United áfram gegn Orra? Fótbolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Fleiri fréttir Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Phil Mickelson byrjar vel á opna breska meistaramótinu í golfi en þessi 48 ára gamli Bandaríkjamaður fór fyrri níu holurnar á fyrsta keppnisdegi á fjórum höggum undir pari. Lefty, eins og hann er svo gjarnan kallaður, fékk fjóra fugla á annarri, fjórðu, sjöttu og áttundu holu. Hann vann þetta mót í fyrsta og eina skiptið fyrir þremur árum síðan. Eins og staðan er núna eru sex Bandaríkjamenn efstir. Patrick Reed er efstur allra á fimm höggum undir pari en hann kláraði fyrr í dag. Fimm kylfingar eru svo á fjórum höggum undir pari. Þrír þeirra eru búnir; Justin Thomas, Steve Stricker og Billy Horschel, en Justin Leonard er búinn með tólf holur og Mickelson níu. Justin Rose er efstur Bretanna í sjöunda til þrettánda sæti á þremur höggum undir pari en Rory McIlroy kláraði daginn á tveimur höggum undir pari Royal Troon-vallarins.Hinn 22 ára gamli Suður-Afríkumaður Haydn Porteous sem byrjaði svo vel missti flugið og er nú á tveimur höggum undir pari vallarins þegar hann á eina holu eftir.Hér má sjá stöðuna í mótinu en bein útsending frá fyrsta hring stendur yfir á Golfstöðinni. Sýnt verður beint frá öllum keppnisdögunum.
Golf Tengdar fréttir Lítt þekktur Suður-Afríkumaður með tvo erni á fyrstu níu og er í forystu á opna breska 22 ára kylfingur sem hefur aldrei spilað á PGA-mótaröðinni byrjar vel í Skotlandi. 14. júlí 2016 12:41 Mest lesið Í beinni: Real Sociedad - Man. Utd | Heldur fall United áfram gegn Orra? Fótbolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Fleiri fréttir Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Lítt þekktur Suður-Afríkumaður með tvo erni á fyrstu níu og er í forystu á opna breska 22 ára kylfingur sem hefur aldrei spilað á PGA-mótaröðinni byrjar vel í Skotlandi. 14. júlí 2016 12:41