PewDiePie bregst reiður við ásökunum Samúel Karl Ólason skrifar 14. júlí 2016 14:45 Felix Kjellberg eða PewDiePie. Felix Kjellberg, sem er ef til vill betur þekktur sem PewDiePie, er reiður yfir ásökunum um að hann hafi leynt greiðslum frá Warner Bros fyrir að fjalla um tölvuleikinn Shadow of Mordor. Hann segir það vera rangt og að ásakanirnar séu óréttlátar. WB greiddi nýverið sekt fyrir að hafa greitt fjölmörgum vinsælum aðilum á Youtube fyrir að fjalla um leikinn árið 2014 án þess að þeir hafi greint frá því. Í greinargerð fjármálaeftirlits Bandaríkanna er PewDiePie sérstaklega nefndur og er tekið fram að hann hafi fengið þúsundir dala. PewDiePie er vinsælasta rásin á Youtube en rúmlega 46 milljónir manna fylgjast með henni. Kjellberg segir að þrátt fyrir að honum hafi ekki verið skylt að greina frá því að hann hafi fengið greitt fyrir umfjöllunina hafi hann samt gert það. Því sé mjög ósanngjarnt að draga hans nafn fram fyrir það að vera stærstur af þeim sem tóku þátt í markaðssetningunni. Hann segir fjölmiðla og fólk nota nafn rásarinnar sem svokallaðan smelludólg.Enn fremur segir Kjellberg að hann hafi ekki gert neitt ólöglegt. Það hafi verið WB. Hann segist telja að hann hafi ekki gert neitt rangt og þá sérstaklega þar sem hann tók fram í texta undir myndbandinu (sem sjá má hér að neðan) að það væri styrkt af Warner Bros. Þar að auki segir Kjellberg að hann sé ekki gagnrýnandi. Til þess að sjá að myndbandið hafi verið styrkt af WB þarf að smella á „Read more“ undir myndbandinu. Fjármálaeftirlit Bandaríkjanna vill hins vegar að yfirlýsingar um styrki séu sjáanlegar eða heyranlegar í myndböndunum sem sjálfum. Sem dæmi, lesendur Vísis sem horfa á myndböndin tvö í þessari frétt, geta ekki séð yfirlýsingar um styrkveitingar á Youtube. Í samtali við leikjamiðilinn Gamasutra segir Mary Engle, frá fjármálaeftirlitinu að hver sem horfi á slík myndbönd eigi ekki að geta misst af yfirlýsingu um styrkveitingu. Reglurnar sem WB brutu voru settar svo að áhrifamiklir einstaklingar geti ekki flutt skoðanir fyrirtækja sem sínar eigin. Leikjavísir Tengdar fréttir Youtube-stjarna með rúman milljarð á ári Svíann Felix Kjellberg, betur þekktur sem PewDiePie, skortir ekki fé. 29. júlí 2014 12:15 Shadow of Mordor: Líf og fjör í landi skugganna Að spila leikinn Middle Earth: Shadow of Mordor er fyrst og fremst mikil skemmtun. 11. október 2014 12:30 Bandarískir táningar líta mest upp til Youtube-stjarna Í könnun sem að tímaritið Variety stóð fyrir fyrr í sumar kemur í ljós að þeir fimm einstaklingar sem hafa hvað mest áhrif á táninga á aldrinum þrettán til átján ára eru allir Youtube-stjörnur. 11. ágúst 2014 22:00 PewDiePie aflaði milljarði í tekjur í fyrra Felix Kjellberg rekur vinsælustu rásina á Youtube þar sem hann birtir myndbönd af sér að spila tölvuleiki. 7. júlí 2015 10:18 PewDiePie kenndi Stephen Colbert að blóta á sænsku - Myndband YouTube stjarnan hjálpaði Colbert að halda lögfræðingum Late Show á tánum. 3. október 2015 19:10 Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Fleiri fréttir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví GameTíví í búðarleik GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy Sjá meira
Felix Kjellberg, sem er ef til vill betur þekktur sem PewDiePie, er reiður yfir ásökunum um að hann hafi leynt greiðslum frá Warner Bros fyrir að fjalla um tölvuleikinn Shadow of Mordor. Hann segir það vera rangt og að ásakanirnar séu óréttlátar. WB greiddi nýverið sekt fyrir að hafa greitt fjölmörgum vinsælum aðilum á Youtube fyrir að fjalla um leikinn árið 2014 án þess að þeir hafi greint frá því. Í greinargerð fjármálaeftirlits Bandaríkanna er PewDiePie sérstaklega nefndur og er tekið fram að hann hafi fengið þúsundir dala. PewDiePie er vinsælasta rásin á Youtube en rúmlega 46 milljónir manna fylgjast með henni. Kjellberg segir að þrátt fyrir að honum hafi ekki verið skylt að greina frá því að hann hafi fengið greitt fyrir umfjöllunina hafi hann samt gert það. Því sé mjög ósanngjarnt að draga hans nafn fram fyrir það að vera stærstur af þeim sem tóku þátt í markaðssetningunni. Hann segir fjölmiðla og fólk nota nafn rásarinnar sem svokallaðan smelludólg.Enn fremur segir Kjellberg að hann hafi ekki gert neitt ólöglegt. Það hafi verið WB. Hann segist telja að hann hafi ekki gert neitt rangt og þá sérstaklega þar sem hann tók fram í texta undir myndbandinu (sem sjá má hér að neðan) að það væri styrkt af Warner Bros. Þar að auki segir Kjellberg að hann sé ekki gagnrýnandi. Til þess að sjá að myndbandið hafi verið styrkt af WB þarf að smella á „Read more“ undir myndbandinu. Fjármálaeftirlit Bandaríkjanna vill hins vegar að yfirlýsingar um styrki séu sjáanlegar eða heyranlegar í myndböndunum sem sjálfum. Sem dæmi, lesendur Vísis sem horfa á myndböndin tvö í þessari frétt, geta ekki séð yfirlýsingar um styrkveitingar á Youtube. Í samtali við leikjamiðilinn Gamasutra segir Mary Engle, frá fjármálaeftirlitinu að hver sem horfi á slík myndbönd eigi ekki að geta misst af yfirlýsingu um styrkveitingu. Reglurnar sem WB brutu voru settar svo að áhrifamiklir einstaklingar geti ekki flutt skoðanir fyrirtækja sem sínar eigin.
Leikjavísir Tengdar fréttir Youtube-stjarna með rúman milljarð á ári Svíann Felix Kjellberg, betur þekktur sem PewDiePie, skortir ekki fé. 29. júlí 2014 12:15 Shadow of Mordor: Líf og fjör í landi skugganna Að spila leikinn Middle Earth: Shadow of Mordor er fyrst og fremst mikil skemmtun. 11. október 2014 12:30 Bandarískir táningar líta mest upp til Youtube-stjarna Í könnun sem að tímaritið Variety stóð fyrir fyrr í sumar kemur í ljós að þeir fimm einstaklingar sem hafa hvað mest áhrif á táninga á aldrinum þrettán til átján ára eru allir Youtube-stjörnur. 11. ágúst 2014 22:00 PewDiePie aflaði milljarði í tekjur í fyrra Felix Kjellberg rekur vinsælustu rásina á Youtube þar sem hann birtir myndbönd af sér að spila tölvuleiki. 7. júlí 2015 10:18 PewDiePie kenndi Stephen Colbert að blóta á sænsku - Myndband YouTube stjarnan hjálpaði Colbert að halda lögfræðingum Late Show á tánum. 3. október 2015 19:10 Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Fleiri fréttir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví GameTíví í búðarleik GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy Sjá meira
Youtube-stjarna með rúman milljarð á ári Svíann Felix Kjellberg, betur þekktur sem PewDiePie, skortir ekki fé. 29. júlí 2014 12:15
Shadow of Mordor: Líf og fjör í landi skugganna Að spila leikinn Middle Earth: Shadow of Mordor er fyrst og fremst mikil skemmtun. 11. október 2014 12:30
Bandarískir táningar líta mest upp til Youtube-stjarna Í könnun sem að tímaritið Variety stóð fyrir fyrr í sumar kemur í ljós að þeir fimm einstaklingar sem hafa hvað mest áhrif á táninga á aldrinum þrettán til átján ára eru allir Youtube-stjörnur. 11. ágúst 2014 22:00
PewDiePie aflaði milljarði í tekjur í fyrra Felix Kjellberg rekur vinsælustu rásina á Youtube þar sem hann birtir myndbönd af sér að spila tölvuleiki. 7. júlí 2015 10:18
PewDiePie kenndi Stephen Colbert að blóta á sænsku - Myndband YouTube stjarnan hjálpaði Colbert að halda lögfræðingum Late Show á tánum. 3. október 2015 19:10