Mikill vöxtur hjá Renault Group á fyrri árshelmingi Finnur Thorlacius skrifar 14. júlí 2016 10:10 Renault Talisman er einn nýrra og fallegra bíla Renault. Þessi bíll verður kynntur hér á landi í haust. Á fyrri árshelmingi þessa árs jókst sala nýrra bíla á alþjóðamarkaði um 2,5% miðað við fyrra ár. Renault Group jók söluna 13,4% sem skilaði samstæðunni aukinni markaðshlutdeild um 0,3 prósentustig og nemur hlutdeild hennar nú 3,5% á heimsvísu. Alls seldust tæplega 1,6 milljónir bíla frá Renault Group fyrstu sex mánuði ársins. Mest varð söluaukning Renault Group í Evrópu en einnig varð mikill vöxtur á öðrum markaðssvæðum, svo sem á helstu mörkuðum Afríku, Mið-Austurlanda og Indlands. Sala á Renault óx um 16% á heimsvísu, hjá Renault Samsung Motors óx sala um 25,9% í Asíu og sala á Dacia hélt áfram að aukast eins og undanfarin ár og hafa aldrei selst jafnmargir bílar frá rúmenska framleiðandanum og raunin varð þessa fyrstu sex mánuði ársins í ár þar sem 9% aukning varð að sögn Thierry Koskas, framkvæmdastjóra hjá Renault Group. Í Evrópu voru nýskráningar bíla frá Renault Group fleiri en sem nam vexti markaðarins. Þannig voru nýskráningar á bílum frá samstæðunni 14% fleiri fyrstu sex mánuðina en á sama tíma 2015 á meðan Evrópumarkaðurinn í heild stækkaði um 9,6%. Alls voru 968.603 bílar frá Renault Group nýskráðir á tímabilinu og er markaðshlutdeild samstæðunnar nú 10,6% í Evrópu. Sé aðeins litið til Renault jókst salan um 15,6% sem einkum er þökkuð velgengni nýrra bíla á borð við Kadjar, Espace, Talisman og Megane. Þá er Clio 4 orðinn næst söluhæsti bíllinn í Evrópu ásamt því sem sportjeppinn Captur leiðir söluna í sínum flokki í álfunni. Á rafbílamarkaði er Renault nú kominn með 27% hlutdeild í Evrópu sem einkum er rakin til mikilla vinsælda ZOE sem jók söluna um 40% fyrstu sex mánuði ársins. Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent
Á fyrri árshelmingi þessa árs jókst sala nýrra bíla á alþjóðamarkaði um 2,5% miðað við fyrra ár. Renault Group jók söluna 13,4% sem skilaði samstæðunni aukinni markaðshlutdeild um 0,3 prósentustig og nemur hlutdeild hennar nú 3,5% á heimsvísu. Alls seldust tæplega 1,6 milljónir bíla frá Renault Group fyrstu sex mánuði ársins. Mest varð söluaukning Renault Group í Evrópu en einnig varð mikill vöxtur á öðrum markaðssvæðum, svo sem á helstu mörkuðum Afríku, Mið-Austurlanda og Indlands. Sala á Renault óx um 16% á heimsvísu, hjá Renault Samsung Motors óx sala um 25,9% í Asíu og sala á Dacia hélt áfram að aukast eins og undanfarin ár og hafa aldrei selst jafnmargir bílar frá rúmenska framleiðandanum og raunin varð þessa fyrstu sex mánuði ársins í ár þar sem 9% aukning varð að sögn Thierry Koskas, framkvæmdastjóra hjá Renault Group. Í Evrópu voru nýskráningar bíla frá Renault Group fleiri en sem nam vexti markaðarins. Þannig voru nýskráningar á bílum frá samstæðunni 14% fleiri fyrstu sex mánuðina en á sama tíma 2015 á meðan Evrópumarkaðurinn í heild stækkaði um 9,6%. Alls voru 968.603 bílar frá Renault Group nýskráðir á tímabilinu og er markaðshlutdeild samstæðunnar nú 10,6% í Evrópu. Sé aðeins litið til Renault jókst salan um 15,6% sem einkum er þökkuð velgengni nýrra bíla á borð við Kadjar, Espace, Talisman og Megane. Þá er Clio 4 orðinn næst söluhæsti bíllinn í Evrópu ásamt því sem sportjeppinn Captur leiðir söluna í sínum flokki í álfunni. Á rafbílamarkaði er Renault nú kominn með 27% hlutdeild í Evrópu sem einkum er rakin til mikilla vinsælda ZOE sem jók söluna um 40% fyrstu sex mánuði ársins.
Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent