Blómstrandi byggðir Þorvaldur Gylfason skrifar 14. júlí 2016 07:00 Noregi vegnar vel, mjög vel. Norðmönnum hefur tekizt að byggja upp auðugt, framsýnt og friðsælt samfélag sem heimsbyggðin öll lítur upp til. Það verður að teljast vel af sér vikið í landi sem var áður bláfátæk og forsmáð skiptimynt í hernaðarbrölti stórvelda. Noregur tilheyrði Danmörku 1380-1814. Danska var ritmál Norðmanna. Þegar Frakkar töpuðu stríðinu við Englendinga 1814 þar sem Danir studdu Frakka og Svíar Englendinga, neyddust Danir til að afhenda Svíum yfirráð yfir Noregi. Norðmenn brugðust við með því að setja sér eigin stjórnarskrá 1814 (Eiðsvallarstjórnarskrána), en hún dugði ekki til. Nú reis alda þjóðrækni í Noregi líkt og annars staðar í Evrópu. Edvard Grieg samdi norska tónlist: menn heyrðu fólkið, fjöllin og firðina syngja í lögum Griegs. Skáldin tóku í sama streng. Björnstjerne Björnson, höfundur norska þjóðsöngsins, fékk bókmenntaverðlaun Nóbels 1903 þegar verðlaunin voru veitt í þriðja sinn. Svo fór að endingu að Norðmenn sögðu sig úr ríkjasambandinu við Svía og ákváðu að taka sér heldur sjálfstæði 1905, árið eftir að Danir veittu Íslendingum heimastjórn. Svíar brugðust ókvæða við, stríð lá í loftinu, en Svíar stilltu sig. Framganga Dana gagnvart Íslendingum árið áður kann að hafa hjálpað til að leiða Svíum fyrir sjónir að eigin málum þurftu einnig Norðmenn að fá að ráða sjálfir. Noregur var enn eitt fátækasta land álfunnar. Árin 1850-1920 fluttust fleiri en 800.000 Norðmenn til Bandaríkjanna og eru afkomendur þeirra þar nú u.þ.b. jafnmargir eða fleiri en íbúar Noregs (5 milljónir).Skjótar framfarir, fín hagstjórn Noregur tók skjótum framförum alla 20. öldina með siglingum, viðskiptum, tímabærri (og umhverfisvænni!) virkjun vatnsfalla og öðrum framförum. Herseta Þjóðverja í stríðinu 1940-1945 olli Norðmönnum að sönnu miklum skaða, m.a. með því að leggja allan nyrzta hluta landsins, Finnmörku, í rúst. Norðmenn veittu nasistum hetjulegt viðnám í stríðinu og misstu 9.500 mannslíf, en þeir voru fljótir að ná sér aftur á strik eftir stríð og skipa sér í hóp helztu forustuþjóða álfunnar og heimsins. Fyrsti aðalritari Sameinuðu þjóðanna var Norðmaður, Trygve Lie (1946-1952). Landsstjórnin eftir stríð var að flestu leyti til fyrirmyndar, yfirleitt undir forustu Verkamannaflokksins, flokks jafnaðarmanna. Hagstjórnin var í hæsta gæðaflokki m.a. fyrir tilstilli háskólahagfræðinga sem stjórnvöld tóku mark á. Fyrstu Nóbelsverðlaunin í hagfræði voru veitt Norðmanni og Hollendingi 1969. Norðmenn hafa aldrei misst tök á verðbólgunni heima fyrir og ekki heldur atvinnuleysi. Vöxtur framleiðslunnar hefur verið frekar jafn og ör og skilað sér í sígandi framsókn lífskjaranna. Þjóðartekjur á mann í Noregi eru nú meiri en annars staðar í Evrópu ef Lúxemborg ein er undan skilin. Sama máli gegnir um þjóðartekjur á hverja vinnustund sem er betri kvarði því þá er fyrirhöfnin á bak við tekjuöflunina tekin með í reikninginn. Þjóðartekjur á hverja vinnustund eru nú (2016) 91 Bandaríkjadalur í Noregi borið saman við 44 dali á Íslandi. Norðmenn hafa einsog aðrir tekið aukna velsæld út bæði í auknum tekjum og minni vinnu. Vinnandi fólk í Noregi vann að jafnaði 2.100 stundir 1950 og 1.400 stundir í ár borið saman við tæplega 1.900 stundir á Íslandi í ár og 2.700 stundir 1950. Þessi mikli munur – 1.900 stundir hér, 1.400 þar – vitnar um að meðallaunþegi í Noregi kemst af með 10 stundum styttri vinnuviku að jafnaði en tíðkast á Íslandi. Olíuauður Norðmanna hjálpar þeim en skiptir ekki sköpum enn sem komið er enda er hann að mestu leyti geymdur erlendis í lífeyrissjóði til síðari nota.Aðrir kvarðar Þegar lífskjarakvarðinn er víkkaður eins og Sameinuðu þjóðirnar hafa gert frá 1990 með því að reikna nýja velferðarvísitölu sem vegur saman tekjur, menntun og heilbrigði (e. Human Development Index) trónir Noregur í efsta sæti listans yfir nær allar þjóðir heimsins og hefur gert allar götur frá 2001 (Noregur deildi 1. sætinu með Íslandi 2005 og 2006, en Ísland skipar nú 16. sætið). Þegar velferðarvísitalan er lagfærð til að taka misskiptingu með í reikninginn heldur Noregur 1. sætinu meðan t.d. Bandaríkin hrapa við þá lagfæringu úr 8. sæti listans niður í 28. sætið (Ísland færist upp um 4 sæti). Þetta þarf engum að koma á óvart sem fer um Noreg og lætur sér ekki duga að dást að Osló, Björgvin og Þrándheimi, þrem stærstu borgunum. Fjórði hver Oslóarbúi er nýbúi og sjötti hver íbúi landsins er nýbúi enda er Noregur hluti Evrópska efnahagssvæðisins sem tryggir frjálsa för milli landa og Bretar búa sig nú undir að yfirgefa.Smæð er engin fyrirstaða Noregur er lifandi sönnun þess að mannfæð – smæð! – er engin fyrirstaða í efnahagslífi þjóða. Sjö milljarðar jarðarbúa eiga heimkynni sín í um 200 sjálfstæðum ríkjum. Það þýðir að meðallandið telur 35 milljónir íbúa. Norðmönnum hlýtur að finnast það hlægilegt að Englendingar segi við Skota að þeir séu of fáir og smáir til að standa á eigin fótum sem sjálfstæð þjóð. Skotar eru fleiri en Norðmenn.Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorvaldur Gylfason Mest lesið Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Hlutfall íbúa í hverri íbúð að breytast Ágúst Bjarni Garðarsson Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson Skoðun Hlustum á starfsfólk ríkisins Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Heilbrigðismál í stjórnarsáttmála – hvað vantar? Sandra B. Franks Skoðun Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Það borgar sig að bíða Hildur Eiríksdóttir Skoðun Frá rafvæðingu til vitvæðingar – framfaraöldin sem ruddi brautina til farsællar framtíðar Árni Sigurðsson Skoðun Húsnæðisbrask: Meiri gróði en í fíkniefnaviðskiptum? Yngvi Ómar Sighvatsson Skoðun Lögheimili á landsbyggðinni Bragi Þór Thoroddsen Skoðun
Noregi vegnar vel, mjög vel. Norðmönnum hefur tekizt að byggja upp auðugt, framsýnt og friðsælt samfélag sem heimsbyggðin öll lítur upp til. Það verður að teljast vel af sér vikið í landi sem var áður bláfátæk og forsmáð skiptimynt í hernaðarbrölti stórvelda. Noregur tilheyrði Danmörku 1380-1814. Danska var ritmál Norðmanna. Þegar Frakkar töpuðu stríðinu við Englendinga 1814 þar sem Danir studdu Frakka og Svíar Englendinga, neyddust Danir til að afhenda Svíum yfirráð yfir Noregi. Norðmenn brugðust við með því að setja sér eigin stjórnarskrá 1814 (Eiðsvallarstjórnarskrána), en hún dugði ekki til. Nú reis alda þjóðrækni í Noregi líkt og annars staðar í Evrópu. Edvard Grieg samdi norska tónlist: menn heyrðu fólkið, fjöllin og firðina syngja í lögum Griegs. Skáldin tóku í sama streng. Björnstjerne Björnson, höfundur norska þjóðsöngsins, fékk bókmenntaverðlaun Nóbels 1903 þegar verðlaunin voru veitt í þriðja sinn. Svo fór að endingu að Norðmenn sögðu sig úr ríkjasambandinu við Svía og ákváðu að taka sér heldur sjálfstæði 1905, árið eftir að Danir veittu Íslendingum heimastjórn. Svíar brugðust ókvæða við, stríð lá í loftinu, en Svíar stilltu sig. Framganga Dana gagnvart Íslendingum árið áður kann að hafa hjálpað til að leiða Svíum fyrir sjónir að eigin málum þurftu einnig Norðmenn að fá að ráða sjálfir. Noregur var enn eitt fátækasta land álfunnar. Árin 1850-1920 fluttust fleiri en 800.000 Norðmenn til Bandaríkjanna og eru afkomendur þeirra þar nú u.þ.b. jafnmargir eða fleiri en íbúar Noregs (5 milljónir).Skjótar framfarir, fín hagstjórn Noregur tók skjótum framförum alla 20. öldina með siglingum, viðskiptum, tímabærri (og umhverfisvænni!) virkjun vatnsfalla og öðrum framförum. Herseta Þjóðverja í stríðinu 1940-1945 olli Norðmönnum að sönnu miklum skaða, m.a. með því að leggja allan nyrzta hluta landsins, Finnmörku, í rúst. Norðmenn veittu nasistum hetjulegt viðnám í stríðinu og misstu 9.500 mannslíf, en þeir voru fljótir að ná sér aftur á strik eftir stríð og skipa sér í hóp helztu forustuþjóða álfunnar og heimsins. Fyrsti aðalritari Sameinuðu þjóðanna var Norðmaður, Trygve Lie (1946-1952). Landsstjórnin eftir stríð var að flestu leyti til fyrirmyndar, yfirleitt undir forustu Verkamannaflokksins, flokks jafnaðarmanna. Hagstjórnin var í hæsta gæðaflokki m.a. fyrir tilstilli háskólahagfræðinga sem stjórnvöld tóku mark á. Fyrstu Nóbelsverðlaunin í hagfræði voru veitt Norðmanni og Hollendingi 1969. Norðmenn hafa aldrei misst tök á verðbólgunni heima fyrir og ekki heldur atvinnuleysi. Vöxtur framleiðslunnar hefur verið frekar jafn og ör og skilað sér í sígandi framsókn lífskjaranna. Þjóðartekjur á mann í Noregi eru nú meiri en annars staðar í Evrópu ef Lúxemborg ein er undan skilin. Sama máli gegnir um þjóðartekjur á hverja vinnustund sem er betri kvarði því þá er fyrirhöfnin á bak við tekjuöflunina tekin með í reikninginn. Þjóðartekjur á hverja vinnustund eru nú (2016) 91 Bandaríkjadalur í Noregi borið saman við 44 dali á Íslandi. Norðmenn hafa einsog aðrir tekið aukna velsæld út bæði í auknum tekjum og minni vinnu. Vinnandi fólk í Noregi vann að jafnaði 2.100 stundir 1950 og 1.400 stundir í ár borið saman við tæplega 1.900 stundir á Íslandi í ár og 2.700 stundir 1950. Þessi mikli munur – 1.900 stundir hér, 1.400 þar – vitnar um að meðallaunþegi í Noregi kemst af með 10 stundum styttri vinnuviku að jafnaði en tíðkast á Íslandi. Olíuauður Norðmanna hjálpar þeim en skiptir ekki sköpum enn sem komið er enda er hann að mestu leyti geymdur erlendis í lífeyrissjóði til síðari nota.Aðrir kvarðar Þegar lífskjarakvarðinn er víkkaður eins og Sameinuðu þjóðirnar hafa gert frá 1990 með því að reikna nýja velferðarvísitölu sem vegur saman tekjur, menntun og heilbrigði (e. Human Development Index) trónir Noregur í efsta sæti listans yfir nær allar þjóðir heimsins og hefur gert allar götur frá 2001 (Noregur deildi 1. sætinu með Íslandi 2005 og 2006, en Ísland skipar nú 16. sætið). Þegar velferðarvísitalan er lagfærð til að taka misskiptingu með í reikninginn heldur Noregur 1. sætinu meðan t.d. Bandaríkin hrapa við þá lagfæringu úr 8. sæti listans niður í 28. sætið (Ísland færist upp um 4 sæti). Þetta þarf engum að koma á óvart sem fer um Noreg og lætur sér ekki duga að dást að Osló, Björgvin og Þrándheimi, þrem stærstu borgunum. Fjórði hver Oslóarbúi er nýbúi og sjötti hver íbúi landsins er nýbúi enda er Noregur hluti Evrópska efnahagssvæðisins sem tryggir frjálsa för milli landa og Bretar búa sig nú undir að yfirgefa.Smæð er engin fyrirstaða Noregur er lifandi sönnun þess að mannfæð – smæð! – er engin fyrirstaða í efnahagslífi þjóða. Sjö milljarðar jarðarbúa eiga heimkynni sín í um 200 sjálfstæðum ríkjum. Það þýðir að meðallandið telur 35 milljónir íbúa. Norðmönnum hlýtur að finnast það hlægilegt að Englendingar segi við Skota að þeir séu of fáir og smáir til að standa á eigin fótum sem sjálfstæð þjóð. Skotar eru fleiri en Norðmenn.Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu.
Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun
Frá rafvæðingu til vitvæðingar – framfaraöldin sem ruddi brautina til farsællar framtíðar Árni Sigurðsson Skoðun
Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun
Frá rafvæðingu til vitvæðingar – framfaraöldin sem ruddi brautina til farsællar framtíðar Árni Sigurðsson Skoðun