Sérhannaður fatnaður íslenska hópsins á ÓL í Ríó vegur 1,2 tonn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. júlí 2016 13:00 Ásdís Hjálmsdóttir gengur fyrir íslenska hópnum á ÓL í London 2012. Vísir/Getty Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands er á fullu að undirbúa för íslenska hópsins til Ríó þar sem Ólympíuleikarnir fara fram í næsta mánuði. Á dögunum fékk ÍSÍ í hús búnað fyrir Ólympíuleikana í Ríó 2016, en þátttakendur í ár munu klæðast fötum og skóm frá kínverska íþróttavörufyrirtækinu Peak. ÍSÍ segir frá komu sendingarinnar frá Kína á heimasíðu sinni. Á Ólympíuleikunum gilda mjög strangar reglur varðandi fatnað og stærð merkinga. Þannig er allur fatnaður án auglýsinga og eingöngu með einu litlu merki framleiðanda á hverri flík. Sérpanta þarf því allan fatnað með löngum fyrirvara og gera ráð fyrir öllum þeim keppendum sem eiga möguleika á þátttöku sem og fylgdarmönnum þeirra. Þetta var engin smá sendingin frá Kínverjunum en um níu vörubretti var að ræða og alls um 1,2 tonn af vörum. Örvar Ólafsson, starfsmaður á Afreks- og Ólympíusviði ÍSÍ, fékk það verkefni að taka upp úr kössunum og verður líklega upptekinn við það næstu daga. Á næstu dögum verður endanlega ljóst hvernig íslenski hópurinn á Ólympíuleikunum í Ríó verður skipaður, en leikarnir verða settir á Maracana vellinum í Ríó þann 5. ágúst næstkomandi. Átta íslenskir keppendur hafa þegar tryggt sér sæti á leikunum.Örvar Ólafsson, starfsmaður á Afreks- og Ólympíusviði ÍSÍ, að taka upp úr pökkunum.Mynd/ÍSÍ Íþróttir Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Neymar fór grátandi af velli Fótbolti Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Enski boltinn Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti Fleiri fréttir Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Í beinni: Fiorentina - Celje | Albert og félagar geta komist í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Í beinni: ÍBV - Víkingur | Fyrsti heimaleikur Eyjamanna Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Olga ætlar ekki í slag við Willum Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Dagskráin í dag: Hvað gerir Man United? Aubameyang syrgir fallinn félaga „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ „Þetta var skrýtinn leikur“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Sjá meira
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands er á fullu að undirbúa för íslenska hópsins til Ríó þar sem Ólympíuleikarnir fara fram í næsta mánuði. Á dögunum fékk ÍSÍ í hús búnað fyrir Ólympíuleikana í Ríó 2016, en þátttakendur í ár munu klæðast fötum og skóm frá kínverska íþróttavörufyrirtækinu Peak. ÍSÍ segir frá komu sendingarinnar frá Kína á heimasíðu sinni. Á Ólympíuleikunum gilda mjög strangar reglur varðandi fatnað og stærð merkinga. Þannig er allur fatnaður án auglýsinga og eingöngu með einu litlu merki framleiðanda á hverri flík. Sérpanta þarf því allan fatnað með löngum fyrirvara og gera ráð fyrir öllum þeim keppendum sem eiga möguleika á þátttöku sem og fylgdarmönnum þeirra. Þetta var engin smá sendingin frá Kínverjunum en um níu vörubretti var að ræða og alls um 1,2 tonn af vörum. Örvar Ólafsson, starfsmaður á Afreks- og Ólympíusviði ÍSÍ, fékk það verkefni að taka upp úr kössunum og verður líklega upptekinn við það næstu daga. Á næstu dögum verður endanlega ljóst hvernig íslenski hópurinn á Ólympíuleikunum í Ríó verður skipaður, en leikarnir verða settir á Maracana vellinum í Ríó þann 5. ágúst næstkomandi. Átta íslenskir keppendur hafa þegar tryggt sér sæti á leikunum.Örvar Ólafsson, starfsmaður á Afreks- og Ólympíusviði ÍSÍ, að taka upp úr pökkunum.Mynd/ÍSÍ
Íþróttir Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Neymar fór grátandi af velli Fótbolti Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Enski boltinn Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti Fleiri fréttir Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Í beinni: Fiorentina - Celje | Albert og félagar geta komist í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Í beinni: ÍBV - Víkingur | Fyrsti heimaleikur Eyjamanna Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Olga ætlar ekki í slag við Willum Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Dagskráin í dag: Hvað gerir Man United? Aubameyang syrgir fallinn félaga „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ „Þetta var skrýtinn leikur“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Sjá meira