Nýr útgáfuaðili í íslenskri tónlist Jóhann K. Jóhannsson skrifar 28. júlí 2016 18:45 Ólafur Arnalds og Sölvi Blöndal fara fyrir hópnum sem hefur keypt tónlistarhlutann út úr Senu. Vísir/Valli Nýtt útgáfufyrirtæki ætlar að einbeita sér að því að gera íslenska tónlist sýnilegri á streymisveitum bæði hér heima og erlendis. Sala á íslenskri tónlist hefur í fyrsta skipti aukist eftir töluverða dýfu á undan förnum árum. Hópur tónlistarfólks og áhugamanna um íslenska tónlist hefur tekið sig saman og stofnað nýtt útgáfufyrirtæki en í fararbroddi verkefnisins eru tónlistarmennirnir Ólafur Arnalds og Sölvi Blöndal úr hljómsveitinni Quarashi. Nýja fyrirtækið mun taka yfir allan tónlistarekstur Senu, þar með talið allan útgáfu- og upptökurétt auk dreifingarsamninga. Hið nýja útgáfufyrirtæki hefur enn ekki fengið nafn en markmið þess eru alveg skýr. „Þetta er eiginlega tvíhliða. Annars vegar eru þetta menningarverðmæti, þessi „catalogur“ sem að núna rennur inn í þetta nýja fyrirtæki og við ætlum að hlúa að honum og síðan er það hitt að gefa út nýja tónlist og hlúa að þessari grósku sem er hér núna í dag. Það er framtíðin og það er það sem okkur finnst skemmtilegast,“ segir Sölvi Blöndal. „Það er kannski mest spennandi við þetta að það er að fá að vinna með nýju tónlistarfólki bæði að gefa því tækifæri.“ Segir Ólafur Arnalds. „Það þarf að nálgast hvern og einn tónlistarmann á hans eigin forsendum eða hennar eigin forsendum, þannig er það. Það merkilegasta við það sem hefur gerst núna eru tveir tónlistarmenn sem standa að baku þessu nýja útgáfufyrirtæki og við vitum alveg hvernig það er að vera tónlistarmaður,“ segir Sölvi.Hvað kom til að Sena ákvað að draga sig út úr tónlistarútgáfu?„Það eru búina að vera mörg erfið ár í tónlistarútgáfu og við erum búin að ganga í gegnum mikla aðlögun í fyrirtækinu. Árið 2015 er tímamóta ár í sögu tónlistar aftur þetta er í fyrsta skipti sem það er aukning í tekjum af tónlist og það er í gegnum veiturnar. Spotify eru mjög sterkir á Íslandi og Tónlist.is.“ segir Jón Diðrik Jónsson, eigandi Senu. Stafræn útgáfa hefur aukist til muna á undanförnum árum og auðvelt hefur verið að hlaða efni niður ólöglega. Hvernig kemur hið nýja fyrirtæki til með að koma í veg fyrir það? „Ég held að okkar helsta aðferðarfræði þar er að vinna með fólkinu, ungu fólki í dag sem elst upp við það að neyta tónlistar á netinu. Í staðinn fyrir að vera alltaf að berjast á móti þeirri þróun þá ætlum við að færa okkur á þeirra „level“ og vinna með þeim í að gera löglegar tónlistarveitur. segir Ólafur Arnalds. Mest lesið Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Viðskipti innlent Stefna á Coda stöð við Húsavík Viðskipti innlent „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Viðskipti innlent Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Viðskipti innlent Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Fleiri fréttir Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Sjá meira
Nýtt útgáfufyrirtæki ætlar að einbeita sér að því að gera íslenska tónlist sýnilegri á streymisveitum bæði hér heima og erlendis. Sala á íslenskri tónlist hefur í fyrsta skipti aukist eftir töluverða dýfu á undan förnum árum. Hópur tónlistarfólks og áhugamanna um íslenska tónlist hefur tekið sig saman og stofnað nýtt útgáfufyrirtæki en í fararbroddi verkefnisins eru tónlistarmennirnir Ólafur Arnalds og Sölvi Blöndal úr hljómsveitinni Quarashi. Nýja fyrirtækið mun taka yfir allan tónlistarekstur Senu, þar með talið allan útgáfu- og upptökurétt auk dreifingarsamninga. Hið nýja útgáfufyrirtæki hefur enn ekki fengið nafn en markmið þess eru alveg skýr. „Þetta er eiginlega tvíhliða. Annars vegar eru þetta menningarverðmæti, þessi „catalogur“ sem að núna rennur inn í þetta nýja fyrirtæki og við ætlum að hlúa að honum og síðan er það hitt að gefa út nýja tónlist og hlúa að þessari grósku sem er hér núna í dag. Það er framtíðin og það er það sem okkur finnst skemmtilegast,“ segir Sölvi Blöndal. „Það er kannski mest spennandi við þetta að það er að fá að vinna með nýju tónlistarfólki bæði að gefa því tækifæri.“ Segir Ólafur Arnalds. „Það þarf að nálgast hvern og einn tónlistarmann á hans eigin forsendum eða hennar eigin forsendum, þannig er það. Það merkilegasta við það sem hefur gerst núna eru tveir tónlistarmenn sem standa að baku þessu nýja útgáfufyrirtæki og við vitum alveg hvernig það er að vera tónlistarmaður,“ segir Sölvi.Hvað kom til að Sena ákvað að draga sig út úr tónlistarútgáfu?„Það eru búina að vera mörg erfið ár í tónlistarútgáfu og við erum búin að ganga í gegnum mikla aðlögun í fyrirtækinu. Árið 2015 er tímamóta ár í sögu tónlistar aftur þetta er í fyrsta skipti sem það er aukning í tekjum af tónlist og það er í gegnum veiturnar. Spotify eru mjög sterkir á Íslandi og Tónlist.is.“ segir Jón Diðrik Jónsson, eigandi Senu. Stafræn útgáfa hefur aukist til muna á undanförnum árum og auðvelt hefur verið að hlaða efni niður ólöglega. Hvernig kemur hið nýja fyrirtæki til með að koma í veg fyrir það? „Ég held að okkar helsta aðferðarfræði þar er að vinna með fólkinu, ungu fólki í dag sem elst upp við það að neyta tónlistar á netinu. Í staðinn fyrir að vera alltaf að berjast á móti þeirri þróun þá ætlum við að færa okkur á þeirra „level“ og vinna með þeim í að gera löglegar tónlistarveitur. segir Ólafur Arnalds.
Mest lesið Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Viðskipti innlent Stefna á Coda stöð við Húsavík Viðskipti innlent „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Viðskipti innlent Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Viðskipti innlent Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Fleiri fréttir Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Sjá meira