Þú fyllist miklum krafti sem verður smitandi og það er eins og allir sem eru nálægt þér verði kátari og líði betur því þú breiðir kraftinn og ánægjuna út allt í kringum þig.
Það eru ýmsir búnir að telja þér trú um að þú sért ekki að gera rétt og þú sjálfur ert jafnvel búinn að telja þér trú um að þú sért ekki á réttri leið með eitthvað, en vittu til, núna ferðu að fá uppskeru.
Þú þarft að minna þig á hver draumurinn þinn er og hvað þú vilt fá. Nákvæmlega núna, á meðan þú lest þessa stjörnuspá, væri rétti tíminn til þess að skrifa það niður á miða og minna þig á það.
Í ágúst munt þú taka til í kringum þig og hressa upp á útlitið. Þú verður miklu ánægðari því líðan þín er tengd því hvernig þú lítur út. Þú lendir samt alltaf á fjórum fótum eins og kötturinn og hefur níu líf.
Þetta er eitthvað sem þú þarft að skilja, allt hefur reddast hingað til. Alveg sama hversu svart það hefur verið. Núna kanntu meira að meta það sem þú hefur og ert þar af leiðandi hamingjusamari.
Þú átt eftir að vernda svo mikið af fólki í kringum þig og munt elska heitar en þú bjóst nokkurn tímann við. Það eina sem þú þarft að vara þig á, er að fara ekki allt of hratt því þá gætir þú farið fram úr þér.
Lífið er yndislegt,
þín Sigga Kling
Frægir Vatnsberar: Pacas hans Begga, Geir Sveinsson handknattleiksþjálfari, Halla himintungl, Clark Gable leikari, Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir borgarfulltrúi, Yoko Ono, Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, Katrín Jakobsdóttir þingkona, Hilmir Snær Guðnason leikari, Rikka sjónvarpskona, María Ólafsdóttir Júróvisjónstjarna, Þóra Arnórsdóttir, ritstjóri Kastljóss, Gunna Dís útvarpskona, Höddi Magg, Andrea Róberts mannauður.