Hin krúttlegasta uppreisn Samúel Karl Ólason skrifar 28. júlí 2016 15:30 Krúttleg og oft á tíðum loðin dýr eru undir hæli illra stjórnvalda. Þau eru þrælar dáleiðslu, lögreglu, vélmenna og risastórra fiska. Tími er kominn til þess að brjóta valdið á bak aftur. Til að safnast saman á götum borga um heim allan og berjast gegn einræði. Á einstaklega krúttlegan hátt. Leikurinn Anarcute gengur út að leiða þessi krúttlegu dýr í uppreisninni. Í Anarcute þurfa spilarar að safna saman hópi dýra og beita skynsemi til þess að frelsa fjórar borgir úr haldi stjórnvalda. Þar á meðal er Reykjavík, en meira um það seinna. Spilarar fá aukinn kraft eftir því hve mörg dýr eru í mótmælendahópnum og meðal þess sem hægt er að gera er að fella byggingar á hliðina og kasta bílum í vonda karla.Borgirnar sem um ræðir eru Tokyo, París, Miami og Reykjavík. Þá hefur sérhver borg sína sérstöðu. Það er til dæmis kalt í Reykjavík. (Fyrir forvitna má sjá spilað í gegnum Reykjavíkurborðin hér á Youtube. Við hljótum að fyrirgefa þeim sem spilar að hann hefur ekki hugmynd um hvar Reykjavík er.) Í hverri borg eru nokkur borð og eru oftar en ekki margar leiðir til að klára hvert borð. Þá er gefin einkun fyrir hvert borð og spilarar fá peninga sem þeir nota til að betrumbæta krúttlegu uppreisnarseggina sína. Það er mjög mikilvægt að halda dýrunum lifandi og að hugsa fram í tímann, sem gerir mikið fyrir Anarcute. Leikurinn snýst ekki bara um að vaða áfram og klikka á alla mögulega takka.Leikurinn er hraður, skemmtilegur og krefjandi. Tónlistin er þó eitthvað það lúmskasta við leikinn og erfitt er að fá hana ekki á heilann. Borðin sem spilarar þurfa að leysa eru mjög breytileg og spilunin er nýmóðins. Orrustur við endakarla borganna eru sérstaklega krefjandi og skemmtilegar. Anarcute er lítill indie leikur frá Frakklandi sem kemur heldur betur á óvart. Leikjadómar Leikjavísir Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Fleiri fréttir Vona að Rockstar ríði á vaðið með hundrað dala GTA 6 GamTíví: Stefnir í samvinnuslys Ný Switch kynnt til leiks GameTíví: Berjast fyrir lífinu í Squid Game Leikirnir sem beðið er eftir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví Sjá meira
Krúttleg og oft á tíðum loðin dýr eru undir hæli illra stjórnvalda. Þau eru þrælar dáleiðslu, lögreglu, vélmenna og risastórra fiska. Tími er kominn til þess að brjóta valdið á bak aftur. Til að safnast saman á götum borga um heim allan og berjast gegn einræði. Á einstaklega krúttlegan hátt. Leikurinn Anarcute gengur út að leiða þessi krúttlegu dýr í uppreisninni. Í Anarcute þurfa spilarar að safna saman hópi dýra og beita skynsemi til þess að frelsa fjórar borgir úr haldi stjórnvalda. Þar á meðal er Reykjavík, en meira um það seinna. Spilarar fá aukinn kraft eftir því hve mörg dýr eru í mótmælendahópnum og meðal þess sem hægt er að gera er að fella byggingar á hliðina og kasta bílum í vonda karla.Borgirnar sem um ræðir eru Tokyo, París, Miami og Reykjavík. Þá hefur sérhver borg sína sérstöðu. Það er til dæmis kalt í Reykjavík. (Fyrir forvitna má sjá spilað í gegnum Reykjavíkurborðin hér á Youtube. Við hljótum að fyrirgefa þeim sem spilar að hann hefur ekki hugmynd um hvar Reykjavík er.) Í hverri borg eru nokkur borð og eru oftar en ekki margar leiðir til að klára hvert borð. Þá er gefin einkun fyrir hvert borð og spilarar fá peninga sem þeir nota til að betrumbæta krúttlegu uppreisnarseggina sína. Það er mjög mikilvægt að halda dýrunum lifandi og að hugsa fram í tímann, sem gerir mikið fyrir Anarcute. Leikurinn snýst ekki bara um að vaða áfram og klikka á alla mögulega takka.Leikurinn er hraður, skemmtilegur og krefjandi. Tónlistin er þó eitthvað það lúmskasta við leikinn og erfitt er að fá hana ekki á heilann. Borðin sem spilarar þurfa að leysa eru mjög breytileg og spilunin er nýmóðins. Orrustur við endakarla borganna eru sérstaklega krefjandi og skemmtilegar. Anarcute er lítill indie leikur frá Frakklandi sem kemur heldur betur á óvart.
Leikjadómar Leikjavísir Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Fleiri fréttir Vona að Rockstar ríði á vaðið með hundrað dala GTA 6 GamTíví: Stefnir í samvinnuslys Ný Switch kynnt til leiks GameTíví: Berjast fyrir lífinu í Squid Game Leikirnir sem beðið er eftir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví Sjá meira