Þing eða þjóð? Þorvaldur Gylfason skrifar 28. júlí 2016 06:00 Sumir þeirra sem mæra bandarísku stjórnarskrána frá 1787 þótt hún sé meingölluð gætu átt eftir að vakna upp við vondan draum nú í nóvember. Þá getur það t.d. gerzt að Donald Trump, frambjóðandi repúblikana, nái kjöri sem forseti með 270 kjörmenn að baki sér gegn 268 kjörmönnum fyrir Hillary Clinton, frambjóðanda demókrata, jafnvel þótt Clinton fái kannski fjórum milljónum fleiri atkvæði en Trump á landsvísu.Fjögur ryðbeltisfylki, fjögur fordæmi Þetta gæti gerzt ef spádómur Michaels Moore, kvikmyndagerðarmannsins góða, gengur eftir. Moore spáir Trump sigri í sömu 24 fylkjum og Mitt Romney vann í forsetakosningunum 2012 og að Trump bæti við sig fjórum ryðbeltisfylkjum: Pennsylvaníu, Ohio, Michigan og Wisconsin. Það er allt sem þarf. Rök Moores eru m.a. þau að ryðbeltisfylkin fjögur eigi margt sammerkt með þeim hlutum Englands sem réðu úrslitum í atkvæðagreiðslunni um úrsögn Bretlands úr ESB í júní, m.a. lágar tekjur, litla menntun og hátt hlutfall eldra fólks. Hvaðan fæ ég fjögurra milljóna atkvæða forskot Clintons á Trump á landsvísu? Það var atkvæðamunurinn á demókratanum Barack Obama og repúblikananum Mitt Romney 2012 ef ryðbeltisfylkin fjögur eru talin frá. Fjórum sinnum hefur það gerzt að sá sem hlaut flest atkvæði í forsetakosningum í Bandaríkjunum hefur þurft að lúta í lægra haldi. John Quincy Adams tapaði fyrir Andrew Jackson 1824 með 45 þúsund atkvæða mun á landsvísu, en þingið skipaði Adams forseta þótt hann hefði bæði færri atkvæði og færri kjörmenn að baki sér en Jackson. Þetta var áður en núverandi flokkaskipan komst á í landinu, en Adams skipaði sér síðar í raðir repúblikana og Jackson í raðir demókrata. Repúblikaninn Rutherford B. Hayes tapaði fyrir demókratanum Samuel J. Tilden 1876 með 264 þúsund atkvæða mun og var samt skipaður forseti að loknu braski milli flokkanna þar eð hann hafði fleiri kjörmenn með sér. Repúblikaninn Benjamin Harrison tapaði fyrir demókratanum Grover Cleveland 1888 með 96 þúsund atkvæða mun og var samt skipaður forseti í krafti meiri hluta kjörmanna. Mörgum er enn í fersku minni að repúblikaninn George W. Bush tapaði fyrir demókratanum Al Gore árið 2000 með 544 þúsund atkvæða mun, en Hæstiréttur skipaði Bush samt forseta með fimm atkvæðum gegn fjórum eftir flokkslínum. Takið eftir munstrinu: í öll fjögur skiptin hefur repúblikönum tekizt að nota stjórnarskrána til að ná undir sig forsetaembættinu þrátt fyrir tap í kosningum. Bandaríska stjórnarskráin kveður á um að nái enginn frambjóðandi meiri hluta atkvæða í kjörráðinu (e. electoral college) skuli fulltrúadeild Bandaríkjaþings velja milli þeirra þriggja sem flesta kjörmenn hafa að baki sér en þó þannig að þingmenn hvers fylkis greiði aðeins eitt atkvæði. Komi til slíks hafa þingmenn Wyoming sömu áhrif og þingmenn Kaliforníu með nærri 70 sinnum fleiri íbúa að baki sér. Þetta ákvæði stríðir gróflega gegn hugmyndum nútímans um lýðræði og jafnt vægi atkvæða.Fulltrúalýðræði og beint lýðræði Lýðræði er af tvennu tagi. Annars vegar höfum við fulltrúalýðræði þar sem kjörnir fulltrúar setja lög fyrir hönd umbjóðenda sinna, kjósenda. Hins vegar höfum við beint lýðræði þar sem kjósendur setja sér sjálfir lög milliliðalaust, þ.e. án þess að notast við kjörna fulltrúa sem milliliði. Báðar tegundir lýðræðis hafa kosti og galla eins og ráða má af því að báðar tíðkast um heiminn í ýmsum hlutföllum. Fulltrúalýðræði er meginreglan en beint lýðræði tíðkast víða til viðbótar eins og til að undirstrika að kjósendur eru yfirboðarar kjörinna fulltrúa, ekki öfugt. Svisslendingar eru þekktir fyrir beint lýðræði. Þar í landi eru fjölmörg mál útkljáð í þjóðaratkvæðagreiðslu frekar en á þingi. Svíar setja sum mikilvæg mál í þjóðaratkvæði. Upptöku evrunnar var t.d. hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslu í Svíþjóð 2003. Það hvarflaði ekki að nokkrum Svía að vanvirða niðurstöðuna. Þjóðaratkvæðagreiðslan um daginn um úrsögn Breta úr ESB vekur ýmsar spurningar. Bretar eiga sér enga skrifaða stjórnarskrá og eiga því ekki stjórnarskrárvarinn rétt til að útkljá mál í þjóðaratkvæðagreiðslu. Atkvæðagreiðslan var haldin til að reyna að setja niður harðvítugar innanflokkserjur í Íhaldsflokknum. Hún var ráðgefandi, ekki bindandi. Myndarlegur meiri hluti brezka þingsins er andvígur úrsögn úr ESB. Sumir líta því svo á að naumur meiri hluti með úrsögn, 52% gegn 48%, í ráðgefandi þjóðaratkvæði veiti þinginu heimild til að hafa úrslitin að engu og halda sínu striki, m.a. í ljósi þess að Skotland og Norður-Írland greiddu atkvæði gegn úrsögn og kunna að eiga lagalegan rétt á að beita neitunarvaldi. Aðrir líta svo á að úrslitin hljóti að standa úr því að efnt var til þjóðaratkvæðis um málið. Ég er í þeim hópi. Aðalsmerki þjóðaratkvæðagreiðslu er ekki að hún tryggi ævinlega rétta eða farsæla niðurstöðu. Nei, aðalsmerki þjóðaratkvæðagreiðslu sem löggjafarþingið býður til er að úrslit hennar verða ekki vefengd. Ég lærði þessa skilgreiningu lýðræðis af George Brown, utanríkisráðherra Breta 1966-1968: „There shall be no one to stop us from being stupid if stupid we want to be.“ Með öðrum orðum: Lýðræði er algilt og óvefengjanlegt líkt og önnur mannréttindi og leyfir engin frávik, engar undantekningar. Þetta skilja Bretar og virða og öll ríki Evrópusambandsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Donald Trump Þorvaldur Gylfason Mest lesið Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun
Sumir þeirra sem mæra bandarísku stjórnarskrána frá 1787 þótt hún sé meingölluð gætu átt eftir að vakna upp við vondan draum nú í nóvember. Þá getur það t.d. gerzt að Donald Trump, frambjóðandi repúblikana, nái kjöri sem forseti með 270 kjörmenn að baki sér gegn 268 kjörmönnum fyrir Hillary Clinton, frambjóðanda demókrata, jafnvel þótt Clinton fái kannski fjórum milljónum fleiri atkvæði en Trump á landsvísu.Fjögur ryðbeltisfylki, fjögur fordæmi Þetta gæti gerzt ef spádómur Michaels Moore, kvikmyndagerðarmannsins góða, gengur eftir. Moore spáir Trump sigri í sömu 24 fylkjum og Mitt Romney vann í forsetakosningunum 2012 og að Trump bæti við sig fjórum ryðbeltisfylkjum: Pennsylvaníu, Ohio, Michigan og Wisconsin. Það er allt sem þarf. Rök Moores eru m.a. þau að ryðbeltisfylkin fjögur eigi margt sammerkt með þeim hlutum Englands sem réðu úrslitum í atkvæðagreiðslunni um úrsögn Bretlands úr ESB í júní, m.a. lágar tekjur, litla menntun og hátt hlutfall eldra fólks. Hvaðan fæ ég fjögurra milljóna atkvæða forskot Clintons á Trump á landsvísu? Það var atkvæðamunurinn á demókratanum Barack Obama og repúblikananum Mitt Romney 2012 ef ryðbeltisfylkin fjögur eru talin frá. Fjórum sinnum hefur það gerzt að sá sem hlaut flest atkvæði í forsetakosningum í Bandaríkjunum hefur þurft að lúta í lægra haldi. John Quincy Adams tapaði fyrir Andrew Jackson 1824 með 45 þúsund atkvæða mun á landsvísu, en þingið skipaði Adams forseta þótt hann hefði bæði færri atkvæði og færri kjörmenn að baki sér en Jackson. Þetta var áður en núverandi flokkaskipan komst á í landinu, en Adams skipaði sér síðar í raðir repúblikana og Jackson í raðir demókrata. Repúblikaninn Rutherford B. Hayes tapaði fyrir demókratanum Samuel J. Tilden 1876 með 264 þúsund atkvæða mun og var samt skipaður forseti að loknu braski milli flokkanna þar eð hann hafði fleiri kjörmenn með sér. Repúblikaninn Benjamin Harrison tapaði fyrir demókratanum Grover Cleveland 1888 með 96 þúsund atkvæða mun og var samt skipaður forseti í krafti meiri hluta kjörmanna. Mörgum er enn í fersku minni að repúblikaninn George W. Bush tapaði fyrir demókratanum Al Gore árið 2000 með 544 þúsund atkvæða mun, en Hæstiréttur skipaði Bush samt forseta með fimm atkvæðum gegn fjórum eftir flokkslínum. Takið eftir munstrinu: í öll fjögur skiptin hefur repúblikönum tekizt að nota stjórnarskrána til að ná undir sig forsetaembættinu þrátt fyrir tap í kosningum. Bandaríska stjórnarskráin kveður á um að nái enginn frambjóðandi meiri hluta atkvæða í kjörráðinu (e. electoral college) skuli fulltrúadeild Bandaríkjaþings velja milli þeirra þriggja sem flesta kjörmenn hafa að baki sér en þó þannig að þingmenn hvers fylkis greiði aðeins eitt atkvæði. Komi til slíks hafa þingmenn Wyoming sömu áhrif og þingmenn Kaliforníu með nærri 70 sinnum fleiri íbúa að baki sér. Þetta ákvæði stríðir gróflega gegn hugmyndum nútímans um lýðræði og jafnt vægi atkvæða.Fulltrúalýðræði og beint lýðræði Lýðræði er af tvennu tagi. Annars vegar höfum við fulltrúalýðræði þar sem kjörnir fulltrúar setja lög fyrir hönd umbjóðenda sinna, kjósenda. Hins vegar höfum við beint lýðræði þar sem kjósendur setja sér sjálfir lög milliliðalaust, þ.e. án þess að notast við kjörna fulltrúa sem milliliði. Báðar tegundir lýðræðis hafa kosti og galla eins og ráða má af því að báðar tíðkast um heiminn í ýmsum hlutföllum. Fulltrúalýðræði er meginreglan en beint lýðræði tíðkast víða til viðbótar eins og til að undirstrika að kjósendur eru yfirboðarar kjörinna fulltrúa, ekki öfugt. Svisslendingar eru þekktir fyrir beint lýðræði. Þar í landi eru fjölmörg mál útkljáð í þjóðaratkvæðagreiðslu frekar en á þingi. Svíar setja sum mikilvæg mál í þjóðaratkvæði. Upptöku evrunnar var t.d. hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslu í Svíþjóð 2003. Það hvarflaði ekki að nokkrum Svía að vanvirða niðurstöðuna. Þjóðaratkvæðagreiðslan um daginn um úrsögn Breta úr ESB vekur ýmsar spurningar. Bretar eiga sér enga skrifaða stjórnarskrá og eiga því ekki stjórnarskrárvarinn rétt til að útkljá mál í þjóðaratkvæðagreiðslu. Atkvæðagreiðslan var haldin til að reyna að setja niður harðvítugar innanflokkserjur í Íhaldsflokknum. Hún var ráðgefandi, ekki bindandi. Myndarlegur meiri hluti brezka þingsins er andvígur úrsögn úr ESB. Sumir líta því svo á að naumur meiri hluti með úrsögn, 52% gegn 48%, í ráðgefandi þjóðaratkvæði veiti þinginu heimild til að hafa úrslitin að engu og halda sínu striki, m.a. í ljósi þess að Skotland og Norður-Írland greiddu atkvæði gegn úrsögn og kunna að eiga lagalegan rétt á að beita neitunarvaldi. Aðrir líta svo á að úrslitin hljóti að standa úr því að efnt var til þjóðaratkvæðis um málið. Ég er í þeim hópi. Aðalsmerki þjóðaratkvæðagreiðslu er ekki að hún tryggi ævinlega rétta eða farsæla niðurstöðu. Nei, aðalsmerki þjóðaratkvæðagreiðslu sem löggjafarþingið býður til er að úrslit hennar verða ekki vefengd. Ég lærði þessa skilgreiningu lýðræðis af George Brown, utanríkisráðherra Breta 1966-1968: „There shall be no one to stop us from being stupid if stupid we want to be.“ Með öðrum orðum: Lýðræði er algilt og óvefengjanlegt líkt og önnur mannréttindi og leyfir engin frávik, engar undantekningar. Þetta skilja Bretar og virða og öll ríki Evrópusambandsins.
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun