iPhone sala dregst saman aftur Sæunn Gísladóttir skrifar 27. júlí 2016 11:33 Sala á iPhone snjallsímum dróst saman um fimmtán prósent á síðasta ársfjórðungi. Vísir/Getty Sala á iPhone snjallsímum dróst saman annan ársfjórðunginn í röð. Á þriðja ársfjórðungi Apple seldust 40,4 milljón eintök af snjallsímanum, sem er fimmtán prósent samdráttur samanborið við árið áður. Á fjórðungnum á undan dróst iPhone sala saman milli ára í fyrsta sinn og olli það hlutabréfahruni hjá fyrirtækinu. Fjöldi seldra síma var hins vegar yfir væntingum markaðsaðila, sem spáðu því að 40,02 milljón eintök myndu seljast. Forsvarsmenn Apple greindu frá því að þeir spá því að sala muni dragast aftur saman á núverandi fjórðungi.Sjá einnig: Hvað er að gerast hjá Apple? iPhone er vinsælasta vara Apple og nemur varan tveimur þriðju af heildarsölu Apple og stærra hlutfalli af hagnaði fyrirtækisins. Minni sala olli 27 prósent minni hagnaði á síðasta ársfjórðungi, samanborið við árið áður. Sala dróst saman um 33 prósent í Kína, Hong Kong og Taiwan. Forsvarsmenn Apple bentu á að minni efnahagsumsvif í Kína bæru meðal annars ábyrgð á þróuninni. Sterkara gengi dollara hafði einnig áhrif. Tækni Mest lesið Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Viðskipti innlent Akademias tekur yfir rekstur Avia Viðskipti innlent Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Viðskipti innlent „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Sala á iPhone snjallsímum dróst saman annan ársfjórðunginn í röð. Á þriðja ársfjórðungi Apple seldust 40,4 milljón eintök af snjallsímanum, sem er fimmtán prósent samdráttur samanborið við árið áður. Á fjórðungnum á undan dróst iPhone sala saman milli ára í fyrsta sinn og olli það hlutabréfahruni hjá fyrirtækinu. Fjöldi seldra síma var hins vegar yfir væntingum markaðsaðila, sem spáðu því að 40,02 milljón eintök myndu seljast. Forsvarsmenn Apple greindu frá því að þeir spá því að sala muni dragast aftur saman á núverandi fjórðungi.Sjá einnig: Hvað er að gerast hjá Apple? iPhone er vinsælasta vara Apple og nemur varan tveimur þriðju af heildarsölu Apple og stærra hlutfalli af hagnaði fyrirtækisins. Minni sala olli 27 prósent minni hagnaði á síðasta ársfjórðungi, samanborið við árið áður. Sala dróst saman um 33 prósent í Kína, Hong Kong og Taiwan. Forsvarsmenn Apple bentu á að minni efnahagsumsvif í Kína bæru meðal annars ábyrgð á þróuninni. Sterkara gengi dollara hafði einnig áhrif.
Tækni Mest lesið Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Viðskipti innlent Akademias tekur yfir rekstur Avia Viðskipti innlent Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Viðskipti innlent „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira