Sport

Fimm Rússum til viðbótar bannað að keppa á ÓL

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Rússum fækkar stöðugt á ÓL.
Rússum fækkar stöðugt á ÓL. vísir/getty

Fimm rússneskum íþróttamönnum sem keppa í spretti á kanó hefur verið meinuð þáttaka á Ólympíuleikunum í Ríó sem hefjast eftir tíu daga.

BBC greinir frá því að alþjóðasambandið sem er yfir kanóíþróttinni segir þessa fimm vera tengda skýrslu Alþjóðalyfjaeftirlitsins, WADA, um kerfisbundna lyfjamisferlið þar í landi.

Alþjóðaólympíunefndin ákvað á sunnudaginn að banna ekki öllum rússneskum íþróttamönnum að keppa á ÓL í Ríó heldur gaf hverju sérsambandi leyfi til að ákveða hvert fyrir sig hvað yrði gert við Rússa innan þeirra raða.

Alls hefur nú 18 rússneskum íþróttamönnum verið meinuð þáttaka á ÓL en í gær var sjö sundmönnum frá Rússlandi bannað að mæta til Ríó og keppa. Ein þeirra er Yulia Efimova sem hefði keppt við Hrafnhildi Lúthersdóttur í bringusundi í Ríó.

Fyrir utan þessa 18 íþróttamenn er Alþjóðafrjálsíþróttasambandið búið að banna alla Rússa frá Ólympíuleikunum vegna skýrslu WADA um stórfellt og kerfisbundið lyfjamisferli sem íþróttamálayfirvöld þar í landi studdu.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×