Lífið

Tóku Heyr himna smið óaðfinnanlega inni í Þríhnúkagíg

Stefán Árni Pálsson skrifar
Einstök útgáfa.
Einstök útgáfa.
Heyr himna smiður er sálmur eftir Kolbein Tumason og lagið sjálft eftir Þorkel Sigurbjörnsson og þekkja eflaust flestir Íslendingar lagið.

Kvintettinn Olga Vocal Ensemble mætti á dögunum inn í Þríhnúkagíg og flutti lagið á einstakan hátt.

Í myndbandi sem fylgir fréttinni má sjá þennan einstaka flutning en þar má einnig heyra dropana í Þríhnúkagíg detta niður í kringum drengina.

Það eru þeir sem Bjarni Guðmundsson, Jonathan Ploeg, Gulian van Nierop, Pétur Oddbergur Heimisson og Philip Barkhudarov sem mynda Olga Vocal Ensemble.

Heyr himna smiður sung by Olga Vocal Ensemble Inside a volcano from Birkisson on Vimeo.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×