Ástralir neita að fara með íþróttamenn sína inn í Ólympíuþorpið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. júlí 2016 22:50 Frá Ólympíuþorpinu. Vísir/Getty Ólympíuleikarnir í Ríó hefjast eftir aðeins tólf daga og það eru ekki góðar fréttir sem berast af aðstöðu íþróttamannanna í Ólympíuþorpinu í Ríó. Ástralir neita nefnilega að fara með íþróttamenn sína inn í Ólympíuþorpið en fyrstu íþróttamenn Ástrala lenda í Ríó á morgun. BBC segir frá. Kitty Chiller er í forystu Ólympíuliðs Ástrala og hún segir að Ástralir fari ekki með íþróttafólkið sitt inn í þessar aðstæður. Stífluð klósett, lekar lagnir og berskjaldaðir rafmagnsvírar er það sem blasti við starfsmönnum ástralska liðsins þegar þeir mættu til að skoða aðstæður. Chiller segir að Ástralir hafi látið vita af óánægju sinni bæði meðal staðarhaldara í Ríó sem og Alþjóðaólympíunefndinni. Starfsmenn Alþjóðaólympíunefndarinnar hafa sett mikla pressu á heimamenn að laga þetta hið fyrsta. Það er hinsvegar mikið verk að koma öllu í gott lag. Ástralir hafa fundið nýjan samanstað fyrir íþróttafólkið sitt sem er að koma til Ríó á næstu þremur dögum. Þeir munu gista í nærliggjandi hótelum. Staðarhaldarar í Ríó hafa kallað út auka starfsfólk til að laga það sem er að og meðal þeirra eru þúsund manns sem voru kallaðir út til að þrífa íbúðirnar. Það er hinsvegar ekki búið að leysa vandamálið með lagnirnar. „Vandamálin eru stífluð klósett, lekar lagnir, berskjaldaðir rafmagnsvírar og dimmir stigagangar þar sem vantar öll ljós. Þá eru gólfin mjög skítug. Vegna þessara miklu vandamála í Ólympíuþorpinu með gas, rafmagn og pípulagnir hef ég tekið þá ákvörðun að enginn ástralskur íþróttamaður mun fara inn í okkar hluta," sagði Kitty Chiller við BBC. Íþróttir Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Neymar fór grátandi af velli Fótbolti Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Enski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti Fleiri fréttir Slæmur skellur á móti nágrönnunum Í beinni: ÍBV - Víkingur | Fyrsti heimaleikur Eyjamanna Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Olga ætlar ekki í slag við Willum Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Dagskráin í dag: Hvað gerir Man United? Aubameyang syrgir fallinn félaga „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ „Þetta var skrýtinn leikur“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið Sjá meira
Ólympíuleikarnir í Ríó hefjast eftir aðeins tólf daga og það eru ekki góðar fréttir sem berast af aðstöðu íþróttamannanna í Ólympíuþorpinu í Ríó. Ástralir neita nefnilega að fara með íþróttamenn sína inn í Ólympíuþorpið en fyrstu íþróttamenn Ástrala lenda í Ríó á morgun. BBC segir frá. Kitty Chiller er í forystu Ólympíuliðs Ástrala og hún segir að Ástralir fari ekki með íþróttafólkið sitt inn í þessar aðstæður. Stífluð klósett, lekar lagnir og berskjaldaðir rafmagnsvírar er það sem blasti við starfsmönnum ástralska liðsins þegar þeir mættu til að skoða aðstæður. Chiller segir að Ástralir hafi látið vita af óánægju sinni bæði meðal staðarhaldara í Ríó sem og Alþjóðaólympíunefndinni. Starfsmenn Alþjóðaólympíunefndarinnar hafa sett mikla pressu á heimamenn að laga þetta hið fyrsta. Það er hinsvegar mikið verk að koma öllu í gott lag. Ástralir hafa fundið nýjan samanstað fyrir íþróttafólkið sitt sem er að koma til Ríó á næstu þremur dögum. Þeir munu gista í nærliggjandi hótelum. Staðarhaldarar í Ríó hafa kallað út auka starfsfólk til að laga það sem er að og meðal þeirra eru þúsund manns sem voru kallaðir út til að þrífa íbúðirnar. Það er hinsvegar ekki búið að leysa vandamálið með lagnirnar. „Vandamálin eru stífluð klósett, lekar lagnir, berskjaldaðir rafmagnsvírar og dimmir stigagangar þar sem vantar öll ljós. Þá eru gólfin mjög skítug. Vegna þessara miklu vandamála í Ólympíuþorpinu með gas, rafmagn og pípulagnir hef ég tekið þá ákvörðun að enginn ástralskur íþróttamaður mun fara inn í okkar hluta," sagði Kitty Chiller við BBC.
Íþróttir Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Neymar fór grátandi af velli Fótbolti Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Enski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti Fleiri fréttir Slæmur skellur á móti nágrönnunum Í beinni: ÍBV - Víkingur | Fyrsti heimaleikur Eyjamanna Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Olga ætlar ekki í slag við Willum Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Dagskráin í dag: Hvað gerir Man United? Aubameyang syrgir fallinn félaga „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ „Þetta var skrýtinn leikur“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið Sjá meira