Árni: Sexí að koma heim og berjast um titilinn Tómas Þór Þórðarson skrifar 24. júlí 2016 21:53 Árni Vilhjálmsson, framherji Breiðabliks, braut ísinn fyrir sína menn í kvöld og skoraði mikilvægt mark á 65. mínútu þegar Blikar unnu Ólsara, 2-0, á útivelli í Pepsi-deild karla í fótbolta. Blikar voru betri aðilinn í leiknum en gekk erfiðlega að skora framan af gegn mátulega sterkri vörn heimamanna. „Ég myndi segja að þetta hafi verið sanngjarnt. Við spiluðum fínan fótbolta. Við höfum spilað betur en við kláruðum okkar færi og náðum í stigin þrjú,“ sagði Árni við Vísi eftir leikinn í kvöld en hann lá mikið í grasinu eftir brot heimamanna. „Víkingsliðið er þannig að það spilar fast og ég fékk alveg að finna fyrir því sjálfur. Þannig er þeirra bolti. Þeir vilja ekkert endilega halda boltanum en vita að við erum góðir í því." „Þeir leyfðu okkur að halda boltanum en við þurftum að drusla þessu marki inn og það gerðum við á 65. mínútu eða hvað það nú var. Það var mjög þægilegt að skora fyrsta markið og tilfinningin var enn þá betri þegar Arnþór kláraði þetta með sínu marki,“ sagði Árni. Blikar eru í þriðja sæti deildarinnar eftir sigurinn í kvöld, aðeins þremur stigum á eftir FH. Kópavogsliðið er búið að vinna tvo leiki í röð eftir að Árni kom til þess en hann skilaði þremur stoðsendingum í fyrsta leik og marki í dag. „Við eigum mikinn séns á að vinna þessa dollu. Við erum ekkert langt frá toppnum. Ég er að koma heim í topp standi og önnur ástæða er hversu nálægt liðið er að vinna þetta. Það er sexí að koma heim og reyna að berjast um titilinn. Svo er auðvitað gaman að fá að spila aftur þannig ég er þakklátur Blikum fyrir að kalla á mig og bjóða mér upp á það,“ sagði Árni. Aðstæðurnar í Ólafsvík í dag eru töluvert öðruvísi en hann átti að venjast á stórum leikvöngum norsku úrvalsdeildarinnar. Hann fékk heldur betur að heyra það úr stúkunni frá stuðningsmönnum Ólsara og fagnaði því hressilega þegar hann skoraði. „Ég er að elska þetta. Þetta er ekkert persónulegt hjá þeim. Svona á þetta að vera. Þetta er það sem drífur mann áfram. Þeir hefðu reyndar átt að sleppa þessu því eina sem ég hugsaði um var að þegar ég skora fá þeir þetta í bakið,“ sagði Árni Vilhjálmsson brosandi að lokum. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Víkingur Ó. - Breiðablik 0-2 | Seiglusigur Blika Breiðablik hélt sér í toppbaráttunni með torsóttum seiglusigri gegn Ólsurum á útivelli. 24. júlí 2016 22:15 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Í beinni: Ipswich - Man. Utd. | Fyrsti leikurinn hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Sjá meira
Árni Vilhjálmsson, framherji Breiðabliks, braut ísinn fyrir sína menn í kvöld og skoraði mikilvægt mark á 65. mínútu þegar Blikar unnu Ólsara, 2-0, á útivelli í Pepsi-deild karla í fótbolta. Blikar voru betri aðilinn í leiknum en gekk erfiðlega að skora framan af gegn mátulega sterkri vörn heimamanna. „Ég myndi segja að þetta hafi verið sanngjarnt. Við spiluðum fínan fótbolta. Við höfum spilað betur en við kláruðum okkar færi og náðum í stigin þrjú,“ sagði Árni við Vísi eftir leikinn í kvöld en hann lá mikið í grasinu eftir brot heimamanna. „Víkingsliðið er þannig að það spilar fast og ég fékk alveg að finna fyrir því sjálfur. Þannig er þeirra bolti. Þeir vilja ekkert endilega halda boltanum en vita að við erum góðir í því." „Þeir leyfðu okkur að halda boltanum en við þurftum að drusla þessu marki inn og það gerðum við á 65. mínútu eða hvað það nú var. Það var mjög þægilegt að skora fyrsta markið og tilfinningin var enn þá betri þegar Arnþór kláraði þetta með sínu marki,“ sagði Árni. Blikar eru í þriðja sæti deildarinnar eftir sigurinn í kvöld, aðeins þremur stigum á eftir FH. Kópavogsliðið er búið að vinna tvo leiki í röð eftir að Árni kom til þess en hann skilaði þremur stoðsendingum í fyrsta leik og marki í dag. „Við eigum mikinn séns á að vinna þessa dollu. Við erum ekkert langt frá toppnum. Ég er að koma heim í topp standi og önnur ástæða er hversu nálægt liðið er að vinna þetta. Það er sexí að koma heim og reyna að berjast um titilinn. Svo er auðvitað gaman að fá að spila aftur þannig ég er þakklátur Blikum fyrir að kalla á mig og bjóða mér upp á það,“ sagði Árni. Aðstæðurnar í Ólafsvík í dag eru töluvert öðruvísi en hann átti að venjast á stórum leikvöngum norsku úrvalsdeildarinnar. Hann fékk heldur betur að heyra það úr stúkunni frá stuðningsmönnum Ólsara og fagnaði því hressilega þegar hann skoraði. „Ég er að elska þetta. Þetta er ekkert persónulegt hjá þeim. Svona á þetta að vera. Þetta er það sem drífur mann áfram. Þeir hefðu reyndar átt að sleppa þessu því eina sem ég hugsaði um var að þegar ég skora fá þeir þetta í bakið,“ sagði Árni Vilhjálmsson brosandi að lokum.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Víkingur Ó. - Breiðablik 0-2 | Seiglusigur Blika Breiðablik hélt sér í toppbaráttunni með torsóttum seiglusigri gegn Ólsurum á útivelli. 24. júlí 2016 22:15 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Í beinni: Ipswich - Man. Utd. | Fyrsti leikurinn hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Víkingur Ó. - Breiðablik 0-2 | Seiglusigur Blika Breiðablik hélt sér í toppbaráttunni með torsóttum seiglusigri gegn Ólsurum á útivelli. 24. júlí 2016 22:15