Frumsýning: Edda Björgvins fer á kostum í nýju myndbandi JJ Birgir Örn Steinarsson skrifar 22. júlí 2016 13:00 Tónlistarmaðurinn Jón Jónsson henti óvænt út nýju lagi í dag og leiknu myndbandi sem skartar engri annarri en Eddu Björgvins í aðalhlutverki. Lagið heitir Your Day og er í hressara lagi. Myndbandinu er leikstýrt af Frey Árnasyni en það má sjá hér fyrir ofan. Þetta er fyrsta leikna tónlistarmyndband Jóns í lengri tíma. „Það er langt síðan ég gaf út lag og gaman að láta verða af því,“ segir Jón Jónsson. „Ég samdi það að megninu til þegar ég var í fríi í Flórída á síðasta ári. Það kannski útskýrir afhverju það er svona hresst. Svo fékk ég einn peppaðasta mann landsins, Berg Ebba, til þess að semja textann. Hann var alltaf ákveðinn í því að þetta yrði að vera brjálað pepp-lag. Hann sagði fyrst að lagið ætti að fjalla um mann sem gerir allt á einum degi – og hjálpar gamalli konu yfir götu. Ég emjaði af hlátri á meðan hann talaði um þetta. En útkoman var sú að lagið fjallar um það að dagurinn í dag er dagurinn sem þú dregur frá gluggtjöldin, stígur upp úr sófanum og gerir allt sem þig hefur langað til þess að gera.“Edda Björgvins í hlutverki sínu sem Gríma.Vísir/Freyr ÁrnasonFlótti Grímu frá elliheimilinuMyndbandið er í takt við boðskap lagsins en þar leikur Edda Björgvins konu á elliheimili sem ákveður að láta til skara skríða og leita á vit ævintýranna. „Hún er nú kannski ekkert endilega að nýta heiðarlegustu aðgerðirnar til þess að koma draumum sínum í verk en engu að síður á hún stórkostlegan dag. Það er eitthvað sem allir geta gert.“ Jón sést lítið sem ekkert í myndbandinu en andliti hans bregður einu sinni fyrir þegar sú gamla setur kassettu í tækið og stígur dans. Hann var þó viðstaddur tökur með Eddu og Frey leikstjóra og hafði gaman að. „Hún leysti þetta fáránlega vel og var í karakter allan tímann. Hún nefndi persónuna Gríma og mér þykir alveg jafn vænt um Grímu og Eddu. Ég vil sjá 90 mínútna bíómynd af frekari ævintýrum Grímu.“ Jón kemur fram ásamt 6 manna hljómsveit sinni á Café Rósenberg í kvöld. Til þess að auglýsa þá tónleika skellti Jón stuttu kynningarmyndbandi á Facebook til þess að kynna það. Það má sjá hér fyrir neðan. Tónlist Tengdar fréttir Hugljúfur óður Jóns Jónssonar til Hannesar: „Kennir okkur að trúa á draumana okkar“ Jón gerði nýja útgáfu lagsins Gefðu allt sem þú átt og skreytti með myndum af ferli Hannesar. 27. júní 2016 15:15 Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
Tónlistarmaðurinn Jón Jónsson henti óvænt út nýju lagi í dag og leiknu myndbandi sem skartar engri annarri en Eddu Björgvins í aðalhlutverki. Lagið heitir Your Day og er í hressara lagi. Myndbandinu er leikstýrt af Frey Árnasyni en það má sjá hér fyrir ofan. Þetta er fyrsta leikna tónlistarmyndband Jóns í lengri tíma. „Það er langt síðan ég gaf út lag og gaman að láta verða af því,“ segir Jón Jónsson. „Ég samdi það að megninu til þegar ég var í fríi í Flórída á síðasta ári. Það kannski útskýrir afhverju það er svona hresst. Svo fékk ég einn peppaðasta mann landsins, Berg Ebba, til þess að semja textann. Hann var alltaf ákveðinn í því að þetta yrði að vera brjálað pepp-lag. Hann sagði fyrst að lagið ætti að fjalla um mann sem gerir allt á einum degi – og hjálpar gamalli konu yfir götu. Ég emjaði af hlátri á meðan hann talaði um þetta. En útkoman var sú að lagið fjallar um það að dagurinn í dag er dagurinn sem þú dregur frá gluggtjöldin, stígur upp úr sófanum og gerir allt sem þig hefur langað til þess að gera.“Edda Björgvins í hlutverki sínu sem Gríma.Vísir/Freyr ÁrnasonFlótti Grímu frá elliheimilinuMyndbandið er í takt við boðskap lagsins en þar leikur Edda Björgvins konu á elliheimili sem ákveður að láta til skara skríða og leita á vit ævintýranna. „Hún er nú kannski ekkert endilega að nýta heiðarlegustu aðgerðirnar til þess að koma draumum sínum í verk en engu að síður á hún stórkostlegan dag. Það er eitthvað sem allir geta gert.“ Jón sést lítið sem ekkert í myndbandinu en andliti hans bregður einu sinni fyrir þegar sú gamla setur kassettu í tækið og stígur dans. Hann var þó viðstaddur tökur með Eddu og Frey leikstjóra og hafði gaman að. „Hún leysti þetta fáránlega vel og var í karakter allan tímann. Hún nefndi persónuna Gríma og mér þykir alveg jafn vænt um Grímu og Eddu. Ég vil sjá 90 mínútna bíómynd af frekari ævintýrum Grímu.“ Jón kemur fram ásamt 6 manna hljómsveit sinni á Café Rósenberg í kvöld. Til þess að auglýsa þá tónleika skellti Jón stuttu kynningarmyndbandi á Facebook til þess að kynna það. Það má sjá hér fyrir neðan.
Tónlist Tengdar fréttir Hugljúfur óður Jóns Jónssonar til Hannesar: „Kennir okkur að trúa á draumana okkar“ Jón gerði nýja útgáfu lagsins Gefðu allt sem þú átt og skreytti með myndum af ferli Hannesar. 27. júní 2016 15:15 Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
Hugljúfur óður Jóns Jónssonar til Hannesar: „Kennir okkur að trúa á draumana okkar“ Jón gerði nýja útgáfu lagsins Gefðu allt sem þú átt og skreytti með myndum af ferli Hannesar. 27. júní 2016 15:15