Lofa fjárfestum í einkaspítala sex prósenta ávöxtun Ingvar Haraldsson skrifar 22. júlí 2016 07:00 Mosfellsbær undirritaði samkomulag við MCPB um lóð undir 30 þúsund fermetra byggingu í gær. Fjárfestum sem leggja fé í einkarekinn spítala og hótel sem rísa á í Mosfellsbæ er lofað arðgreiðslu sem nemur að minnsta kosti sex prósentum af fjárfestingu þeirra árlega. Þetta segir Hendrikus Middeldorp, framkvæmdastjóri MCPB ehf., sem stendur að framkvæmdunum. Mosfellsbær undirritaði samkomulag við MCPB um lóð undir 30 þúsund fermetra byggingu í gær. Verkefnið er fjármagnað af hollenska félaginu Burbanks Capital, sem Middeldorp starfar hjá og er dótturfélag annars hollensks félags, Burbanks Holding. Miðstöðin verður nefnd eftir þekktum spænskum hjartalækni, Pedro Brugada, sem jafnframt á að stýra miðstöðinni. Vonast er til að framkvæmdir hefjist næsta vor og þeim ljúki á árunum 2019 til 2020. Áætlaður kostnaður við framkvæmdina er 47 til 54 milljarðar króna. Brugada hyggst hefja starfsemi hér á landi í Klíníkinni í Ármúla í haust. Middeldorp segir að verkefnið sé fullfjármagnað með láni frá móðurfélaginu Burbanks Capital. Félagið sé hins vegar reiðubúið að endurfjármagna verkefnið. Þó félagið þurfi ekki á fjármagni að halda séu þeir tilbúnir að hleypa fjárfestum að borðinu. „Við höfum svo heyrt frá mörgum einstaklingum frá Evrópu sem segjast vilja taka þátt í verkefninu.“Gunnar Ármannsson lögmaðurBurbanks Capital sé samvinnufélag og þeir telji það samfélagslega skyldu sína að hleypa almenningi að borðinu enda séu vextir í Evrópu víða neikvæðir. „Við teljum okkur bera skyldu gagnvart samfélaginu í Hollandi og Belgíu.“ Á Facebook-síðu félagsins var einnig auglýst eftir fjárfestum sem gátu til síðustu mánaðamóta lagt verkefninu til fé gegn allt að átta prósenta ávöxtun til fimm ára. Gunnar Ármannsson, stjórnarmaður í MCPB, segir að til standi að reisa um 150 herbergja einkaspítala og hótel með um 250 herbergjum og að um þúsund störf skapist við verkefnið. „Hugmyndin er að flytja þarna inn erlenda sjúklinga, fyrst og fremst frá Evrópu.“ Gunnar segir að tryggingafélög sjúklinganna muni greiða fyrir aðgerðirnar. Langir biðlistar eru hjá þeim miðstöðvum sem Brugada rekur í Evrópu og því mun hótelið verða fullbókað um leið og það tekur til starfa, að sögn Middeldorps. Gunnar segir að ekki sé gert ráð fyrir íslenskum sjúklingum á spítalanum. „Við erum ekki að sækjast eftir neinum íslenskum sjúklingum en hins vegar ef einhverjir leita til okkar og vilja gera það á eigin kostnað þá munum við ekki neita því. En við munum á engan hátt taka við Íslendingum á kostnað íslenska heilbrigðiskerfisins,“ segir hann. Gunnar kom einnig að félaginu Prima Care sem hugðist reisa sjúkrahótel á sama stað í Mosfellsbænum sem ekki tókst að fjármagna. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Mosfellsbær úthlutar lóð fyrir einkaspítala Áætlað er að kostnaður við verkefnið nemi 54 milljörðum króna. 21. júlí 2016 09:59 Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Fjárfestum sem leggja fé í einkarekinn spítala og hótel sem rísa á í Mosfellsbæ er lofað arðgreiðslu sem nemur að minnsta kosti sex prósentum af fjárfestingu þeirra árlega. Þetta segir Hendrikus Middeldorp, framkvæmdastjóri MCPB ehf., sem stendur að framkvæmdunum. Mosfellsbær undirritaði samkomulag við MCPB um lóð undir 30 þúsund fermetra byggingu í gær. Verkefnið er fjármagnað af hollenska félaginu Burbanks Capital, sem Middeldorp starfar hjá og er dótturfélag annars hollensks félags, Burbanks Holding. Miðstöðin verður nefnd eftir þekktum spænskum hjartalækni, Pedro Brugada, sem jafnframt á að stýra miðstöðinni. Vonast er til að framkvæmdir hefjist næsta vor og þeim ljúki á árunum 2019 til 2020. Áætlaður kostnaður við framkvæmdina er 47 til 54 milljarðar króna. Brugada hyggst hefja starfsemi hér á landi í Klíníkinni í Ármúla í haust. Middeldorp segir að verkefnið sé fullfjármagnað með láni frá móðurfélaginu Burbanks Capital. Félagið sé hins vegar reiðubúið að endurfjármagna verkefnið. Þó félagið þurfi ekki á fjármagni að halda séu þeir tilbúnir að hleypa fjárfestum að borðinu. „Við höfum svo heyrt frá mörgum einstaklingum frá Evrópu sem segjast vilja taka þátt í verkefninu.“Gunnar Ármannsson lögmaðurBurbanks Capital sé samvinnufélag og þeir telji það samfélagslega skyldu sína að hleypa almenningi að borðinu enda séu vextir í Evrópu víða neikvæðir. „Við teljum okkur bera skyldu gagnvart samfélaginu í Hollandi og Belgíu.“ Á Facebook-síðu félagsins var einnig auglýst eftir fjárfestum sem gátu til síðustu mánaðamóta lagt verkefninu til fé gegn allt að átta prósenta ávöxtun til fimm ára. Gunnar Ármannsson, stjórnarmaður í MCPB, segir að til standi að reisa um 150 herbergja einkaspítala og hótel með um 250 herbergjum og að um þúsund störf skapist við verkefnið. „Hugmyndin er að flytja þarna inn erlenda sjúklinga, fyrst og fremst frá Evrópu.“ Gunnar segir að tryggingafélög sjúklinganna muni greiða fyrir aðgerðirnar. Langir biðlistar eru hjá þeim miðstöðvum sem Brugada rekur í Evrópu og því mun hótelið verða fullbókað um leið og það tekur til starfa, að sögn Middeldorps. Gunnar segir að ekki sé gert ráð fyrir íslenskum sjúklingum á spítalanum. „Við erum ekki að sækjast eftir neinum íslenskum sjúklingum en hins vegar ef einhverjir leita til okkar og vilja gera það á eigin kostnað þá munum við ekki neita því. En við munum á engan hátt taka við Íslendingum á kostnað íslenska heilbrigðiskerfisins,“ segir hann. Gunnar kom einnig að félaginu Prima Care sem hugðist reisa sjúkrahótel á sama stað í Mosfellsbænum sem ekki tókst að fjármagna. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Tengdar fréttir Mosfellsbær úthlutar lóð fyrir einkaspítala Áætlað er að kostnaður við verkefnið nemi 54 milljörðum króna. 21. júlí 2016 09:59 Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Mosfellsbær úthlutar lóð fyrir einkaspítala Áætlað er að kostnaður við verkefnið nemi 54 milljörðum króna. 21. júlí 2016 09:59