„Ég er matarfíkill með offitusýki“ Birgir Örn Steinarsson skrifar 21. júlí 2016 14:53 Valdimar er 25 kílóum léttari, sterkari og fullur nýjum metnaði. Vísir/Hanna Valdimar Guðmundsson er bara nokkuð ánægður með sig þessa daganna. Enda miklu fargi af honum létt. Í orðsins fyllstu merkingu. Hann er búinn að losa sig við 50 kíló af fitu og hefur þegar tekist að fara þá 10km sem hann ætlar að fara í Reykjavíkurmaraþoninu eftir mánuð. Ekki nóg með það, heldur skrapp hann upp á Úlfarsfell um daginn og getur nú aftur spilað körfubolta með vinum sínum. Hann er hvergi nær hættur. Eins og frægt er orðið dreymdi Valdimar eigin andlát sem varð til þess að hann ákvað að taka það alvarlega að gera eitthvað í sínum málum. Í kjölfarið skrifaði hann heiðarlega færslu á Facebook þar sem hann tjáði sig fyrst opinberlega um þyngdarvanda sinn og fylgifiska þess að glíma við slíkt. „Ég skrifaði þessa færslu klukkan tvö um nótt og fékk strax mikil viðbrögð. Pabbi sá þetta og hringdi strax í mig. Við förum að tala saman um þetta og það kom yfir mig einhver alda af tilfinningum. Ég grét í símann með pabba hinum megin. Það var ekki það að ég væri bugaður yfir ástandinu heldur frekar gleðin að hafa komið þessu öllu út. Ég held að það hafi verið mjög hollt fyrir mig að gera þetta.“ Þetta var í október á síðasta ári. Síðan þá hefur margt og mikið gerst. Umboðsmaður Valdimars sá tækifæri í stöðunni sem gæti gagnast öllum og ákvað að tala Valdimar í það að hlaupa í Reykjavíkurmaraþoninu sem verður haldið á sama dag og Menningarnótt eða 20. ágúst næstkomandi. Eftir að Valdimar áttaði sig á því fyrir alvöru að umbinn var ekki að grínast ákvað hann að slá til. Hann ákvað að hlaupa fyrir Krabbameinsfélag Íslands og hægt er að heita á hann hér.Valdimar í körfunni. Hann þykir víst ansi sleipur í 21.Vísir/Einkasafn50 kíló af fitu farin, 25 ný kíló af vöðvumValdimar segir það hafa hjálpað sér í baráttu sinni við þyngdina að hafa gefið opinbera yfirlýsingu um að hann ætlaði að létta sig. Hann mætir í ræktina þrjá daga viku og reynir eftir bestu getu að fara út í göngutúra eða spila körfubolta þá daga vikunnar sem hann fer ekki í ræktina. Á þessum stutta tíma hefur opnast fyrir honum nýr heimur og þröskuldar sem áður voru óyfirstíganlegir eru allt í einu að baki. Valdimar er rúmlega 25 kílóum léttari en þegar hann byrjaði. Samkvæmt mælingum einkaþjálfara hans eru 50 kíló af fitumassa farinn og upp hafa byggst 25 kíló af vöðvum. Hann getur nú framkvæmt hluti sem hann var löngu hættur að geta. Hann segist hafa verið orðinn andstuttur á tónleikum og oft hafa upplifað aðsvif á sviði. Hnén eru hætt að verkja og hann er byrjaður að geta tekið þátt í íþróttum með vinum sínum. Hér áður fyrr hefði hann verið búinn að vera eftir tvær mínútur. „Ég hreyfði mig ekki neitt og gerði ekkert. Ég finn hvað allt er auðveldara. Ég er farinn að geta gert hluti sem ég átti orðið mjög erfitt með. Þetta hjálpar líka til, því meiri vöðvamassa sem maður hefur því meira brennur maður og svo framvegis.“Þessi mynd af tekin af Valdimar í fyrra.VísirKvöldsnarlið erkifjandi„Ég er matarfíkill með offitusýki, það er bara þannig. Þetta var og er fíkn. Ég hef verið að díla við matarfíkn allt mitt lif í rauninni. Ég fann það þegar ég byrjaði á því að taka á þessum málum hvað þetta var mikil deyfing fyrir mann. Ég fann það sérstaklega á kvöldin þegar maður var að fá sér nammi eða mat þá var maður ekkert sérstaklega kátur eða leiður en bara fastur á einhverju millistigi. Eftir að ég byrjaði á þessu átaki hafa kvöldin verið erfiðust. Ég var orðinn nokkuð þunglyndur og fór að hugsa um dauðann og svoleiðis rugl. Matur var hækja sem ég leitaði í. Þetta er bara eins og hver önnur fíkn nema að ég get ekki bara ákveðið að matur sé ekki lengur hluti af mínu lífi. Það greinir þetta frá fíkniefna- eða áfengisfíkn.“ Valdimar var í vítahring. Hann borðaði til þess að fylla tómið innra með sér sem festi hann í stöðugu samviskubiti og vanlíða vegna þyngdar sinnar. Átið sökkti honum svo dýpra niður í sófann sem aftur leiddi til þess að hann deyfði sársaukann með mat. „Kvöldsnarlið er minn helsti óvinur. Það kom mér á þann stað sem ég er núna. Það er svo vont að taka inn svo mikla orku rétt áður en maður fer að sofa. Núna hef ég verið að fá mér skyr eða grískt jógúrt á kvöldin. Það slær á þessa sykurþörf.“„Pepsi Max er eitur“Valdimar segir eitt af því erfiðasta hafi verið að slíta sig frá gosdrykkjunum en þeim árangri náði hann fyrst fyrir fjórum árum síðan. „Ég held að Pepsi Max sé mesta eitrið. Þeir sem drekka það, drekka ekkert annað og oft ógeðslega mikið í því. Ég drakk að minnsta kosti tvo lítra af því á dag. Vikuna sem ég hætti að drekka það missti ég fimm kíló og það var löngu áður en ég byrjaði að hreyfa mig. Það eru alls konar kenningar um að gervisykran aspartame sé eitur sem hafi áhrif á alls konar þætti í líkamanum. Það er mjög ávanabindandi efni, ég get vottað fyrir það.“Valdimar hlustar auðvitað á tónlist þegar hann hleypur. Myndin var tekin í maí.Vísir„Ég veit að ég get þetta“Nú er rétt um mánuður þar til Valdimar fari 10 kílómetra í Reykjavíkurmaraþoninu en hann er hvergi smeykur. „Ég veit að ég get þetta af því ég prufaði þetta um daginn. Labbaði frá heimili mínu á Seltjarnarnesi og niður í Nauthólfsvíkina og til baka. Ég var alveg ónýtur daginn eftir en ég á bara eftir að vera í betra formi eftir mánuð. Eins svartsýnn og ég var þegar ég byrjaði á þessu, þá er ég alveg viss í dag. Ég geri nú ekkert ráð fyrir því að vera hlaupandi allan tímann en þá labba ég bara hluta líka.“ Valdimar segir kvíðann hafa haldið aftur af sér til þessa. Þrátt fyrir að vera ekki laus við hann segist hann þó átta sig á því að kvíði sé bara tilfinning sem ekki þurfi alltaf að taka mark á „Hálfnað verk er þegar hafið er. Versta er að kvíðinn við að þurfa hreyfa sig lamar mann til þess að láta verða af því. Kvíðinn er svo ömurlegur hlutur. Til dæmis er kvíðinn fyrir dauðanum eflaust verri en dauðinn sjálfur.“ Valdimar og hljómsveit hans eru þessa daganna að vinna ný lög með Pétri Ben. Það má því búast við nýju efni frá rokksveitinni Valdimar jafnvel fyrir lok næsta mánaðar. Mest lesið Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Reykti pabba sinn Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Fleiri fréttir Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Sjá meira
Valdimar Guðmundsson er bara nokkuð ánægður með sig þessa daganna. Enda miklu fargi af honum létt. Í orðsins fyllstu merkingu. Hann er búinn að losa sig við 50 kíló af fitu og hefur þegar tekist að fara þá 10km sem hann ætlar að fara í Reykjavíkurmaraþoninu eftir mánuð. Ekki nóg með það, heldur skrapp hann upp á Úlfarsfell um daginn og getur nú aftur spilað körfubolta með vinum sínum. Hann er hvergi nær hættur. Eins og frægt er orðið dreymdi Valdimar eigin andlát sem varð til þess að hann ákvað að taka það alvarlega að gera eitthvað í sínum málum. Í kjölfarið skrifaði hann heiðarlega færslu á Facebook þar sem hann tjáði sig fyrst opinberlega um þyngdarvanda sinn og fylgifiska þess að glíma við slíkt. „Ég skrifaði þessa færslu klukkan tvö um nótt og fékk strax mikil viðbrögð. Pabbi sá þetta og hringdi strax í mig. Við förum að tala saman um þetta og það kom yfir mig einhver alda af tilfinningum. Ég grét í símann með pabba hinum megin. Það var ekki það að ég væri bugaður yfir ástandinu heldur frekar gleðin að hafa komið þessu öllu út. Ég held að það hafi verið mjög hollt fyrir mig að gera þetta.“ Þetta var í október á síðasta ári. Síðan þá hefur margt og mikið gerst. Umboðsmaður Valdimars sá tækifæri í stöðunni sem gæti gagnast öllum og ákvað að tala Valdimar í það að hlaupa í Reykjavíkurmaraþoninu sem verður haldið á sama dag og Menningarnótt eða 20. ágúst næstkomandi. Eftir að Valdimar áttaði sig á því fyrir alvöru að umbinn var ekki að grínast ákvað hann að slá til. Hann ákvað að hlaupa fyrir Krabbameinsfélag Íslands og hægt er að heita á hann hér.Valdimar í körfunni. Hann þykir víst ansi sleipur í 21.Vísir/Einkasafn50 kíló af fitu farin, 25 ný kíló af vöðvumValdimar segir það hafa hjálpað sér í baráttu sinni við þyngdina að hafa gefið opinbera yfirlýsingu um að hann ætlaði að létta sig. Hann mætir í ræktina þrjá daga viku og reynir eftir bestu getu að fara út í göngutúra eða spila körfubolta þá daga vikunnar sem hann fer ekki í ræktina. Á þessum stutta tíma hefur opnast fyrir honum nýr heimur og þröskuldar sem áður voru óyfirstíganlegir eru allt í einu að baki. Valdimar er rúmlega 25 kílóum léttari en þegar hann byrjaði. Samkvæmt mælingum einkaþjálfara hans eru 50 kíló af fitumassa farinn og upp hafa byggst 25 kíló af vöðvum. Hann getur nú framkvæmt hluti sem hann var löngu hættur að geta. Hann segist hafa verið orðinn andstuttur á tónleikum og oft hafa upplifað aðsvif á sviði. Hnén eru hætt að verkja og hann er byrjaður að geta tekið þátt í íþróttum með vinum sínum. Hér áður fyrr hefði hann verið búinn að vera eftir tvær mínútur. „Ég hreyfði mig ekki neitt og gerði ekkert. Ég finn hvað allt er auðveldara. Ég er farinn að geta gert hluti sem ég átti orðið mjög erfitt með. Þetta hjálpar líka til, því meiri vöðvamassa sem maður hefur því meira brennur maður og svo framvegis.“Þessi mynd af tekin af Valdimar í fyrra.VísirKvöldsnarlið erkifjandi„Ég er matarfíkill með offitusýki, það er bara þannig. Þetta var og er fíkn. Ég hef verið að díla við matarfíkn allt mitt lif í rauninni. Ég fann það þegar ég byrjaði á því að taka á þessum málum hvað þetta var mikil deyfing fyrir mann. Ég fann það sérstaklega á kvöldin þegar maður var að fá sér nammi eða mat þá var maður ekkert sérstaklega kátur eða leiður en bara fastur á einhverju millistigi. Eftir að ég byrjaði á þessu átaki hafa kvöldin verið erfiðust. Ég var orðinn nokkuð þunglyndur og fór að hugsa um dauðann og svoleiðis rugl. Matur var hækja sem ég leitaði í. Þetta er bara eins og hver önnur fíkn nema að ég get ekki bara ákveðið að matur sé ekki lengur hluti af mínu lífi. Það greinir þetta frá fíkniefna- eða áfengisfíkn.“ Valdimar var í vítahring. Hann borðaði til þess að fylla tómið innra með sér sem festi hann í stöðugu samviskubiti og vanlíða vegna þyngdar sinnar. Átið sökkti honum svo dýpra niður í sófann sem aftur leiddi til þess að hann deyfði sársaukann með mat. „Kvöldsnarlið er minn helsti óvinur. Það kom mér á þann stað sem ég er núna. Það er svo vont að taka inn svo mikla orku rétt áður en maður fer að sofa. Núna hef ég verið að fá mér skyr eða grískt jógúrt á kvöldin. Það slær á þessa sykurþörf.“„Pepsi Max er eitur“Valdimar segir eitt af því erfiðasta hafi verið að slíta sig frá gosdrykkjunum en þeim árangri náði hann fyrst fyrir fjórum árum síðan. „Ég held að Pepsi Max sé mesta eitrið. Þeir sem drekka það, drekka ekkert annað og oft ógeðslega mikið í því. Ég drakk að minnsta kosti tvo lítra af því á dag. Vikuna sem ég hætti að drekka það missti ég fimm kíló og það var löngu áður en ég byrjaði að hreyfa mig. Það eru alls konar kenningar um að gervisykran aspartame sé eitur sem hafi áhrif á alls konar þætti í líkamanum. Það er mjög ávanabindandi efni, ég get vottað fyrir það.“Valdimar hlustar auðvitað á tónlist þegar hann hleypur. Myndin var tekin í maí.Vísir„Ég veit að ég get þetta“Nú er rétt um mánuður þar til Valdimar fari 10 kílómetra í Reykjavíkurmaraþoninu en hann er hvergi smeykur. „Ég veit að ég get þetta af því ég prufaði þetta um daginn. Labbaði frá heimili mínu á Seltjarnarnesi og niður í Nauthólfsvíkina og til baka. Ég var alveg ónýtur daginn eftir en ég á bara eftir að vera í betra formi eftir mánuð. Eins svartsýnn og ég var þegar ég byrjaði á þessu, þá er ég alveg viss í dag. Ég geri nú ekkert ráð fyrir því að vera hlaupandi allan tímann en þá labba ég bara hluta líka.“ Valdimar segir kvíðann hafa haldið aftur af sér til þessa. Þrátt fyrir að vera ekki laus við hann segist hann þó átta sig á því að kvíði sé bara tilfinning sem ekki þurfi alltaf að taka mark á „Hálfnað verk er þegar hafið er. Versta er að kvíðinn við að þurfa hreyfa sig lamar mann til þess að láta verða af því. Kvíðinn er svo ömurlegur hlutur. Til dæmis er kvíðinn fyrir dauðanum eflaust verri en dauðinn sjálfur.“ Valdimar og hljómsveit hans eru þessa daganna að vinna ný lög með Pétri Ben. Það má því búast við nýju efni frá rokksveitinni Valdimar jafnvel fyrir lok næsta mánaðar.
Mest lesið Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Reykti pabba sinn Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Fleiri fréttir Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Sjá meira