Skiptir öllu að hafa trú á sjálfri sér Gunnhildur Jónsdóttir skrifar 21. júlí 2016 09:00 Glowie er spennt fyrir frumsýningu myndbandsins sem verður á KEX Hostel annað kvöld. Mynd/Hanna Á morgun mun söngkonan Glowie, eða Sara Pétursdóttir, gefa út tónlistarmynd við lagið „No Lie“ sem hefur ómað á flestum útvarpsstöðvum landsins í allt sumar. Eins og allt annað sem Glowie gerir hefur lagið slegið í gegn en hún heldur upp á það með því að gefa út sitt allra stærsta myndband til þessa. „Það er heilmikil vinna sem er búin að fara í þetta. Ég fékk hugmyndina þegar við vorum að semja lagið. Þetta er algjört draumamyndband fyrir mig, retróstíll og mjög sumarlegt. Ég vildi sýna minn stíl og hver ég er.“ Saga Sig leikstýrir tónlistarmyndbandinu en Glowie segir samstarfið hafa gengið vel þar sem þær voru nánast sammála í einu og öllu. „Það var æðislegt að vinna með Sögu. Við vorum sammála með nánast allt. Það sem við erum með svipaðan stíl þá vissi hún hvernig þetta ætti að vera og útkoman er ótrúlega flott. Myndbandið er ekki í takt við textann, enda fjallar hann um strák sem er alltaf að ljúga að mér. En í staðinn fyrir að væla um það í myndbandinu og vera væmin vildi ég frekar eiga geðveikan dag með vinkonum mínum og líta frekar út fyrir að vera of „cool“ til að hugsa um einhvern strák.“Glowie ásamt vinkonum sínum sem léku með henni í myndbandinu.Stílíseringin er ansi skemmtileg en um hana sá Stella Björt Bergmann Gunnarsdóttir. „Meirihlutinn af fötunum í myndbandinu koma bara beint úr fataskápnum hennar Stellu eða úr Spúútnik. Stíllinn er alveg gjörsamlega retró alla leiðina í gegn og ég fíla það ótrúlega vel. Þetta er „old school“ og töff.“ Það er óhætt að segja að Glowie hafi smalað saman sínu nánasta fólki við gerð myndbandsins en vinkonur Glowie leika með henni í myndbandinu og kærastinn hennar klippir það. „Það var fáranlega gaman að leika í myndbandinu með bestu vinkonum sínum. Svo skemmir ekki fyrir að vera að fínpússa og klára það með kærastanum.“ Afraksturinn má berja augum á Kexi Hosteli annaðkvöld klukkan 21.00 en þá verður myndbandið frumsýnt. Í framhaldinu mun Glowie og hennar teymi senda það til Bandaríkjanna á stóru plötufyrirtækin. „Ég er vongóð fyrir haustinu en ég veit að það mun aldrei neitt gerast nema ég trúi sjálf á það. Ég veit ekki hvort eitthvað gerist núna í ár eða eftir nokkur ár en ég veit að það mun einhvern tímann gerast. Ég hef trú á mér.“ Tengdar fréttir Sjáðu magnaðan flutning frá Glowie í Ísland Got Talent Sara Pétursdóttir eða Glowie eins og hún er betur þekkt sem tók nýtt lag í Ísland Got Talent í gærkvöldi í beinn útsendingu á Stöð 2. 14. mars 2016 17:30 Högni og Glowie stálu senunni með All Out of Luck og Selma Björns elskaði það Söngkonan fór að hágráta ein heima í sófa þegar hún heyrði flutninginn. 13. febrúar 2016 22:58 Glowie æf af reiði: „Komið er fram við mann eins og maður sé einhver kynlífshlutur“ „Þetta gerir mig brjálaða!! Ég er ekki lengur hrædd við það að koma því fram að ég var misnotuð.“ 15. mars 2016 13:32 Mest lesið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Fleiri fréttir Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Sjá meira
Á morgun mun söngkonan Glowie, eða Sara Pétursdóttir, gefa út tónlistarmynd við lagið „No Lie“ sem hefur ómað á flestum útvarpsstöðvum landsins í allt sumar. Eins og allt annað sem Glowie gerir hefur lagið slegið í gegn en hún heldur upp á það með því að gefa út sitt allra stærsta myndband til þessa. „Það er heilmikil vinna sem er búin að fara í þetta. Ég fékk hugmyndina þegar við vorum að semja lagið. Þetta er algjört draumamyndband fyrir mig, retróstíll og mjög sumarlegt. Ég vildi sýna minn stíl og hver ég er.“ Saga Sig leikstýrir tónlistarmyndbandinu en Glowie segir samstarfið hafa gengið vel þar sem þær voru nánast sammála í einu og öllu. „Það var æðislegt að vinna með Sögu. Við vorum sammála með nánast allt. Það sem við erum með svipaðan stíl þá vissi hún hvernig þetta ætti að vera og útkoman er ótrúlega flott. Myndbandið er ekki í takt við textann, enda fjallar hann um strák sem er alltaf að ljúga að mér. En í staðinn fyrir að væla um það í myndbandinu og vera væmin vildi ég frekar eiga geðveikan dag með vinkonum mínum og líta frekar út fyrir að vera of „cool“ til að hugsa um einhvern strák.“Glowie ásamt vinkonum sínum sem léku með henni í myndbandinu.Stílíseringin er ansi skemmtileg en um hana sá Stella Björt Bergmann Gunnarsdóttir. „Meirihlutinn af fötunum í myndbandinu koma bara beint úr fataskápnum hennar Stellu eða úr Spúútnik. Stíllinn er alveg gjörsamlega retró alla leiðina í gegn og ég fíla það ótrúlega vel. Þetta er „old school“ og töff.“ Það er óhætt að segja að Glowie hafi smalað saman sínu nánasta fólki við gerð myndbandsins en vinkonur Glowie leika með henni í myndbandinu og kærastinn hennar klippir það. „Það var fáranlega gaman að leika í myndbandinu með bestu vinkonum sínum. Svo skemmir ekki fyrir að vera að fínpússa og klára það með kærastanum.“ Afraksturinn má berja augum á Kexi Hosteli annaðkvöld klukkan 21.00 en þá verður myndbandið frumsýnt. Í framhaldinu mun Glowie og hennar teymi senda það til Bandaríkjanna á stóru plötufyrirtækin. „Ég er vongóð fyrir haustinu en ég veit að það mun aldrei neitt gerast nema ég trúi sjálf á það. Ég veit ekki hvort eitthvað gerist núna í ár eða eftir nokkur ár en ég veit að það mun einhvern tímann gerast. Ég hef trú á mér.“
Tengdar fréttir Sjáðu magnaðan flutning frá Glowie í Ísland Got Talent Sara Pétursdóttir eða Glowie eins og hún er betur þekkt sem tók nýtt lag í Ísland Got Talent í gærkvöldi í beinn útsendingu á Stöð 2. 14. mars 2016 17:30 Högni og Glowie stálu senunni með All Out of Luck og Selma Björns elskaði það Söngkonan fór að hágráta ein heima í sófa þegar hún heyrði flutninginn. 13. febrúar 2016 22:58 Glowie æf af reiði: „Komið er fram við mann eins og maður sé einhver kynlífshlutur“ „Þetta gerir mig brjálaða!! Ég er ekki lengur hrædd við það að koma því fram að ég var misnotuð.“ 15. mars 2016 13:32 Mest lesið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Fleiri fréttir Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Sjá meira
Sjáðu magnaðan flutning frá Glowie í Ísland Got Talent Sara Pétursdóttir eða Glowie eins og hún er betur þekkt sem tók nýtt lag í Ísland Got Talent í gærkvöldi í beinn útsendingu á Stöð 2. 14. mars 2016 17:30
Högni og Glowie stálu senunni með All Out of Luck og Selma Björns elskaði það Söngkonan fór að hágráta ein heima í sófa þegar hún heyrði flutninginn. 13. febrúar 2016 22:58
Glowie æf af reiði: „Komið er fram við mann eins og maður sé einhver kynlífshlutur“ „Þetta gerir mig brjálaða!! Ég er ekki lengur hrædd við það að koma því fram að ég var misnotuð.“ 15. mars 2016 13:32
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp