Ógnvekjandi vöxtur verndartollastefnunnar Lars Christensen skrifar 20. júlí 2016 08:45 Í síðustu viku gaf alþjóðlega rannsóknarstofnunin Global Trade Alert (GTA) út árlega skýrslu sína um ástandið í alþjóðaviðskiptum. Global Trade Alert einbeitir sér sérstaklega að því að fylgjast með því til hvaða verndaraðgerða ríki heimsins grípa (eða hverfa frá). Niðurstöður skýrslu GTA eru langt frá því að vera uppörvandi. Reyndar er þetta neikvæðasta skýrslan um ástandið í alþjóðaviðskiptum síðan skýrslan var fyrst gefin út í júlí 2009. Hagfræðingarnir komast í fyrsta lagi að þeirri niðurstöðu að alþjóðaviðskipti hafi staðnað frá því í byrjun árs 2015 og höfundarnir benda á að þetta sé, nema þegar um alheimskreppu er að ræða, beinlínis einsdæmi síðan Berlínarmúrinn féll. Því er haldið fram í skýrslunni að þótt verulega hafi hægt á hagvexti á heimsvísu endurspegli þessi kyrrstaða í heimsviðskiptum einnig greinilega auknar verndaraðgerðir sem gripið hefur verið til víða um heim. Það lítur út fyrir að það hafi orðið veruleg aukning á verndaraðgerðum á síðustu tveimur árum. Samkvæmt greinargerð GTA um verndaraðgerðir um heim allan síðan 2010 hefur á bilinu 50 til 100 verndartollum verið komið á fyrstu fjóra mánuði hvers árs. Árið 2016 var heildarfjöldinn kominn upp fyrir 150.Verndartollar Bandaríkjanna Sérstaklega ógnvænleg niðurstaða í skýrslunni er að síðan 2008 er landið sem hefur sett á flesta verndartolla í heiminum einnig stærsta hagkerfi heimsins: Bandaríkin. Þau ríki sem koma næst á eftir Bandaríkjunum hvað varðar nýja verndartolla á síðustu átta árum eru Indland og Rússland. Svo þótt Bandaríkin styðji enn opinberlega frjálsa verslun er ljóst að ríkið hefur orðið verndarsinnaðra síðan samdrátturinn mikli varð 2008 og þetta eru sannarlega ekki góðar fréttir fyrir heimsbúskapinn. Það snýst ekki bara um hagfræði – verndartollastefna er ógn við friðinn. Franski klassíski hagfræðingurinn Frédéric Bastiat mun hafa sagt, eins og frægt er: „Ef vörur fara ekki yfir landamæri munu herir gera það.“ Þegar hægir á heimsbúskapnum byrja ríki þess vegna að líta á alþjóðaviðskipti sem jafnvirðisleik þar sem gróði eins lands er tap annars lands. Þetta hvetur til verndartollastefnu sem aftur leiðir til milliríkjaspennu (og pólitísks ofstækis). Þetta er það sem við sáum á 4. áratug síðustu aldar og því miður sjáum við þetta núna. Síðan 2008 höfum við þannig ekki aðeins orðið vitni að aukinni verndartollastefnu heldur höfum við einnig séð mikla aukningu á pólitísku ofstæki, hryðjuverkum og stríði. Verndartollastefnan er augljóslega ekki orsök alls ills í heiminum, en í heimi þar sem við hættum að versla hvert við annað er vissulega hætta á að vantraust og hatur aukist. Þegar verndartollar eru annars vegar virðumst við því miður hafa lært mjög lítið af 4. áratugnum og það er alvöruógn við heimsfriðinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lars Christensen Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun
Í síðustu viku gaf alþjóðlega rannsóknarstofnunin Global Trade Alert (GTA) út árlega skýrslu sína um ástandið í alþjóðaviðskiptum. Global Trade Alert einbeitir sér sérstaklega að því að fylgjast með því til hvaða verndaraðgerða ríki heimsins grípa (eða hverfa frá). Niðurstöður skýrslu GTA eru langt frá því að vera uppörvandi. Reyndar er þetta neikvæðasta skýrslan um ástandið í alþjóðaviðskiptum síðan skýrslan var fyrst gefin út í júlí 2009. Hagfræðingarnir komast í fyrsta lagi að þeirri niðurstöðu að alþjóðaviðskipti hafi staðnað frá því í byrjun árs 2015 og höfundarnir benda á að þetta sé, nema þegar um alheimskreppu er að ræða, beinlínis einsdæmi síðan Berlínarmúrinn féll. Því er haldið fram í skýrslunni að þótt verulega hafi hægt á hagvexti á heimsvísu endurspegli þessi kyrrstaða í heimsviðskiptum einnig greinilega auknar verndaraðgerðir sem gripið hefur verið til víða um heim. Það lítur út fyrir að það hafi orðið veruleg aukning á verndaraðgerðum á síðustu tveimur árum. Samkvæmt greinargerð GTA um verndaraðgerðir um heim allan síðan 2010 hefur á bilinu 50 til 100 verndartollum verið komið á fyrstu fjóra mánuði hvers árs. Árið 2016 var heildarfjöldinn kominn upp fyrir 150.Verndartollar Bandaríkjanna Sérstaklega ógnvænleg niðurstaða í skýrslunni er að síðan 2008 er landið sem hefur sett á flesta verndartolla í heiminum einnig stærsta hagkerfi heimsins: Bandaríkin. Þau ríki sem koma næst á eftir Bandaríkjunum hvað varðar nýja verndartolla á síðustu átta árum eru Indland og Rússland. Svo þótt Bandaríkin styðji enn opinberlega frjálsa verslun er ljóst að ríkið hefur orðið verndarsinnaðra síðan samdrátturinn mikli varð 2008 og þetta eru sannarlega ekki góðar fréttir fyrir heimsbúskapinn. Það snýst ekki bara um hagfræði – verndartollastefna er ógn við friðinn. Franski klassíski hagfræðingurinn Frédéric Bastiat mun hafa sagt, eins og frægt er: „Ef vörur fara ekki yfir landamæri munu herir gera það.“ Þegar hægir á heimsbúskapnum byrja ríki þess vegna að líta á alþjóðaviðskipti sem jafnvirðisleik þar sem gróði eins lands er tap annars lands. Þetta hvetur til verndartollastefnu sem aftur leiðir til milliríkjaspennu (og pólitísks ofstækis). Þetta er það sem við sáum á 4. áratug síðustu aldar og því miður sjáum við þetta núna. Síðan 2008 höfum við þannig ekki aðeins orðið vitni að aukinni verndartollastefnu heldur höfum við einnig séð mikla aukningu á pólitísku ofstæki, hryðjuverkum og stríði. Verndartollastefnan er augljóslega ekki orsök alls ills í heiminum, en í heimi þar sem við hættum að versla hvert við annað er vissulega hætta á að vantraust og hatur aukist. Þegar verndartollar eru annars vegar virðumst við því miður hafa lært mjög lítið af 4. áratugnum og það er alvöruógn við heimsfriðinn.