Lífið

Frábært veður og einstök stemning í Herjólfsdal

Atli Ísleifsson skrifar
Að vanda var kveikt í bálkestinum í Herjólfsdal á föstudagskvöldi Þjóðhátíðar.
Að vanda var kveikt í bálkestinum í Herjólfsdal á föstudagskvöldi Þjóðhátíðar. Mynd/Óskar Pétur Friðriksson
Fólk naut veðurblíðunnar þegar setning Þjóðhátíðar í Vestmannaeyjum fór fram um miðjan dag í gær.

Þjóðhátíðarlagið 2016, Ástin á sér stað, var frumflutt á stóra sviðinu og síðar um kvöldið sameinuðust tónlistarmenn og þjóðhátíðargestir í táknrænni athöfn til að fordæma hvers kyns ofbeldi og nauðgunum.

Athöfnin fór þannig fram að allir klöppuðu höndunum saman í takt líkt og stuðningsmenn íslenska landsliðsins í knattspyrnu gerðu á EM í Frakklandi.

Óskar Pétur Friðriksson ljósmyndari var á staðnum og fangaði stemninguna í Dalnum.

Mynd/Óskar Pétur Friðriksson

Tengdar fréttir

Fjórir gistu fangageymslur í Eyjum

Nokkrir álagstímar mynduðust hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum en samkvæmt upplýsingum frá lögreglu komu engin alvarleg mál upp.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.