Hagnaðaraukning Renault 41% en 12% niður hjá Volkswagen Finnur Thorlacius skrifar 9. ágúst 2016 11:45 Volkswagen Golf og Renault Megane. Vel gengur hjá franska bílaframleiðandanum Renault og skilaði fyrri helmingur ársins 41% meiri hagnaði en á sama tímabili í fyrra. Ekki verður það sama sagt um Volkswagen en 12% minni hagnaður var hjá þýska bílaframleiðandanum á öðrum ársfjórðungi sökum kostnaðar við dísilvélasvindlið. Renault hagnaðist alls um 210 milljarða króna og söluandvirði bíla þess um 13,5% á fyrstu 6 mánuðum ársins. Hagnaður af sölu hækkaði einnig umtalsvert, eða frá 4,9% í 6,1%. Carlos Ghosn forstjóri Renault segir að þessum góða hagnaði megi þakka nýjum bílgerðum Renault. Á þessu ári kynnir Renault 10 nýja bíla hvort sem þeir eru nýjar kynslóðir eldri bíla eða glænýir bílar. Það hjálpar verulega sölu á nýjum Renault bílum að 9,1% vöxtur hefur verið í sölu á nýjum bílum í Evrópu í ár og hefur Renault gert enn betur en það í álfunni. Ekki er sami vöxtur í sölu bíla Renault utan Evrópu og væntir Renault aðeins 1,7% söluaukningar þar á árinu. Renault selur 60% bíla sinna innan Evrópu. Hjá Volkswagen varð 110 milljarða hagnaður á öðrum ársfjórðungi ársins, en var 125 milljarðar í fyrra. Hagnaður af sölu féll úr 3,4% í 2,9%. Volkswagen bílamerkið telur um helming af veltu Volkswagen bílafjölskyldunnar. Hjá Audi minnkaði hagnaður á fyrri helmingi ársins um 9,3% og tap varð af rekstri Bentley. Porsche jók hagnað sinn um 7,7%, Skoda um 31% og Seat um 132%. Volkswagen gerir ráð fyrir 5% söluminnkun í ár vegna dísilvélasvindlsins og erfiðleika í mörgum markaðssvæðum, svo sem í S-Ameríku og Rússlandi. Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent
Vel gengur hjá franska bílaframleiðandanum Renault og skilaði fyrri helmingur ársins 41% meiri hagnaði en á sama tímabili í fyrra. Ekki verður það sama sagt um Volkswagen en 12% minni hagnaður var hjá þýska bílaframleiðandanum á öðrum ársfjórðungi sökum kostnaðar við dísilvélasvindlið. Renault hagnaðist alls um 210 milljarða króna og söluandvirði bíla þess um 13,5% á fyrstu 6 mánuðum ársins. Hagnaður af sölu hækkaði einnig umtalsvert, eða frá 4,9% í 6,1%. Carlos Ghosn forstjóri Renault segir að þessum góða hagnaði megi þakka nýjum bílgerðum Renault. Á þessu ári kynnir Renault 10 nýja bíla hvort sem þeir eru nýjar kynslóðir eldri bíla eða glænýir bílar. Það hjálpar verulega sölu á nýjum Renault bílum að 9,1% vöxtur hefur verið í sölu á nýjum bílum í Evrópu í ár og hefur Renault gert enn betur en það í álfunni. Ekki er sami vöxtur í sölu bíla Renault utan Evrópu og væntir Renault aðeins 1,7% söluaukningar þar á árinu. Renault selur 60% bíla sinna innan Evrópu. Hjá Volkswagen varð 110 milljarða hagnaður á öðrum ársfjórðungi ársins, en var 125 milljarðar í fyrra. Hagnaður af sölu féll úr 3,4% í 2,9%. Volkswagen bílamerkið telur um helming af veltu Volkswagen bílafjölskyldunnar. Hjá Audi minnkaði hagnaður á fyrri helmingi ársins um 9,3% og tap varð af rekstri Bentley. Porsche jók hagnað sinn um 7,7%, Skoda um 31% og Seat um 132%. Volkswagen gerir ráð fyrir 5% söluminnkun í ár vegna dísilvélasvindlsins og erfiðleika í mörgum markaðssvæðum, svo sem í S-Ameríku og Rússlandi.
Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent