Teslur seljast á miklu yfirverði á gráa markaðnum í Kína Finnur Thorlacius skrifar 8. ágúst 2016 09:21 Tesla Model X. Það er ekki fáheyrt að eftirsóttir bílar seljist á yfirverði ef mikil bið er eftir slíkum bílum. Eitt gott dæmi um það er frá Kína þar sem Tesla Model X bílar seljast á andvirði 240.000 dollara í Kína þar sem listaverð slíkra bíla er um 170.000 dollarar. Þessir bílar eru innfluttir frá Bandaríkjunum og seljendur þeirra borguðu talsvert mikið minna fyrir þá þar en hagnast mjög á því að flytja þá til Kína og selja þá þar á miklu yfirverði. Tesla Model X P90D kostar aðeins 115.000 dollara í Bandaríkjunum, en seljast eins og áður sagði á 170.000 dollara í Kína. Því getur verið freistandi að flytja þá til Kína og selja þá þar á 240.000 dollara. Innflutningur á gráa markaðnum í Kína er ekki bannaður en lýtur þó miklum takmörkunum og falla til að mynda ábyrgðir niður á slíkum bílum. Það þýðir ekki að söluumboð Tesla í Kína þurfi ekki að gera við þá ef eitthvað bilar, heldur er það alfarið á kostnað eigenda þeirra. Auk þess eru þessir bílar með bandaríska mæla og sýna meðal annars hraða í mílum. Auk þess virkar Google Maps kerfi Tesla bíla ekki í Kína og því verða eigendur bíla keyptir á gráa markaðnum frá Bandaríkjunum af leiðsögukerfi bílanna. Það hefur hinsvegar ekki komið í veg fyrir að Kínverjar fjálgir í bíla frá Tesla kaupi þá á yfirverði. Þessi viðskipti skekkja sölutölur Tesla bíla á þann hátt að sala þeirra telst til sölu í Bandaríkjunum, en ekki í Kína. Mest lesið „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Erlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Erlent Festist undir þili milli klósettbása en slapp með sært stolt Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Innlent
Það er ekki fáheyrt að eftirsóttir bílar seljist á yfirverði ef mikil bið er eftir slíkum bílum. Eitt gott dæmi um það er frá Kína þar sem Tesla Model X bílar seljast á andvirði 240.000 dollara í Kína þar sem listaverð slíkra bíla er um 170.000 dollarar. Þessir bílar eru innfluttir frá Bandaríkjunum og seljendur þeirra borguðu talsvert mikið minna fyrir þá þar en hagnast mjög á því að flytja þá til Kína og selja þá þar á miklu yfirverði. Tesla Model X P90D kostar aðeins 115.000 dollara í Bandaríkjunum, en seljast eins og áður sagði á 170.000 dollara í Kína. Því getur verið freistandi að flytja þá til Kína og selja þá þar á 240.000 dollara. Innflutningur á gráa markaðnum í Kína er ekki bannaður en lýtur þó miklum takmörkunum og falla til að mynda ábyrgðir niður á slíkum bílum. Það þýðir ekki að söluumboð Tesla í Kína þurfi ekki að gera við þá ef eitthvað bilar, heldur er það alfarið á kostnað eigenda þeirra. Auk þess eru þessir bílar með bandaríska mæla og sýna meðal annars hraða í mílum. Auk þess virkar Google Maps kerfi Tesla bíla ekki í Kína og því verða eigendur bíla keyptir á gráa markaðnum frá Bandaríkjunum af leiðsögukerfi bílanna. Það hefur hinsvegar ekki komið í veg fyrir að Kínverjar fjálgir í bíla frá Tesla kaupi þá á yfirverði. Þessi viðskipti skekkja sölutölur Tesla bíla á þann hátt að sala þeirra telst til sölu í Bandaríkjunum, en ekki í Kína.
Mest lesið „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Erlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Erlent Festist undir þili milli klósettbása en slapp með sært stolt Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Innlent