Facebook bannar smellubrellur Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 5. ágúst 2016 13:10 Mark Zuckerberg er búinn að fá nóg af smelludólgum þessa heims. Vísir/Getty Facebook heldur áfram stríði síni gegn svokölluðum clickbait fyrirsögnum, eða smellubrellum, sem ýmsir miðlar notfæra sér til að auka lesningu. Nýtt reiknilíkan á fréttaveitu Facebook á að sía út villandi og ýktar fyrirsagnir á sama hátt og tölvupóstar sía út ruslpóst til að koma í veg fyrir að svindlað sé á notendum.Í bloggfærslu Facebook frá í gær, kemur fram að dregið verði úr sýnileika fyrisagna sem halda aftur af upplýsingum sem nauðsynlegar eru til að skilja hvert innihald greinarinnar eða ýkja greinina til að villa fyrir lesendum. Þessar breytingar eru önnur tilraun samfélagsmiðilsins til að takast á við hina óvinsælu, en árangursríku tækni sem ýmsir miðlar hafa nýtt sér. Í ágúst 2014 tilkynnti Facebook breytingar á fréttaveitunni sem tóku mið af því hve miklum tíma notendur eyddu við að skoða greinar. „Ef notendur ýta á hlekk og koma svo strax aftur inn á Facebook, gefur það til kynna að þeir hafi ekki fundið það sem þeir leituð að,“ sagði talsmaður fyrirtækisins þá. Nýju breytingarnar taka hins vegar frekar mið af hegðun miðla, en ekki notenda.Smelludólgum verður refsað Facebook greindi tugþúsundi fyrirsagna, og skilgreindu þær sem smellubrellur sem héldu aftur af mikilvægum upplýsingum og þeim sem voru ýktar til að villa fyrir lesendum. Þeim miðlum sem notast við slíkar aðferðir hvað eftir annað verður refsað með minni dreifingu á fréttaveitum. Ef miðlar hætta að notast við slíkt þurfa þeir ekki að taka neinum afleiðingum. Margir miðlar stóla á samfélagsmiðilinn til að koma fréttum sínum á framfæri, svo að nokkuð ljóst er að einhverjir vefmiðlar muni taka stakkaskiptum á næstunni. Tækni Mest lesið Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Facebook heldur áfram stríði síni gegn svokölluðum clickbait fyrirsögnum, eða smellubrellum, sem ýmsir miðlar notfæra sér til að auka lesningu. Nýtt reiknilíkan á fréttaveitu Facebook á að sía út villandi og ýktar fyrirsagnir á sama hátt og tölvupóstar sía út ruslpóst til að koma í veg fyrir að svindlað sé á notendum.Í bloggfærslu Facebook frá í gær, kemur fram að dregið verði úr sýnileika fyrisagna sem halda aftur af upplýsingum sem nauðsynlegar eru til að skilja hvert innihald greinarinnar eða ýkja greinina til að villa fyrir lesendum. Þessar breytingar eru önnur tilraun samfélagsmiðilsins til að takast á við hina óvinsælu, en árangursríku tækni sem ýmsir miðlar hafa nýtt sér. Í ágúst 2014 tilkynnti Facebook breytingar á fréttaveitunni sem tóku mið af því hve miklum tíma notendur eyddu við að skoða greinar. „Ef notendur ýta á hlekk og koma svo strax aftur inn á Facebook, gefur það til kynna að þeir hafi ekki fundið það sem þeir leituð að,“ sagði talsmaður fyrirtækisins þá. Nýju breytingarnar taka hins vegar frekar mið af hegðun miðla, en ekki notenda.Smelludólgum verður refsað Facebook greindi tugþúsundi fyrirsagna, og skilgreindu þær sem smellubrellur sem héldu aftur af mikilvægum upplýsingum og þeim sem voru ýktar til að villa fyrir lesendum. Þeim miðlum sem notast við slíkar aðferðir hvað eftir annað verður refsað með minni dreifingu á fréttaveitum. Ef miðlar hætta að notast við slíkt þurfa þeir ekki að taka neinum afleiðingum. Margir miðlar stóla á samfélagsmiðilinn til að koma fréttum sínum á framfæri, svo að nokkuð ljóst er að einhverjir vefmiðlar muni taka stakkaskiptum á næstunni.
Tækni Mest lesið Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira