Endurgreiðslur virka í Þýskalandi Finnur Thorlacius skrifar 5. ágúst 2016 10:16 BMW i3 selst best rafmagnsbíla í Þýskalandi. Þann 1. júlí gengu í gildi ný lög í Þýskalandi um allt að 4.000 Evra endurgreiðslu til handa þeim sem festa sér kaup á rafmagnsbílum eða tengiltvinnbílum. Síðan þá hafa 2.000 íbúar í Þýskalandi skráð sig fyrir kaupum á slíkum bílum og eru þriðjungur þeirra af BMW-gerð, þ.e. BMW i3. Nærri 600 manns ætla að kaupa þennan hreinræktaða rafmagnsbíl sem selst hefur mjög vel síðan hann kom fyrst á markað. Þá skráðu 444 manns sig fyrir umhverfisvænum Renault bílum og 154 fyrir bílum frá Volkswagen. Takmarkið með nýju lögunum um endurgreiðslur er að sem næst 10% bíla í Þýskalandi verði rafmagnsbílar eða tengiltvinnbílar árið 2020, en þeir 1,2 milljarðar Evra sem sett voru í þetta verkefni nú dugar fyrir endurgreiðslum á um 400.000 bílum. Af þeim 45 milljón bílum sem eru til í Þýskalandi nú eru aðeins 50.000 rafmagnsbílar eða tengiltvinnbílar, svo langt er í land í þessum efnum. Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent
Þann 1. júlí gengu í gildi ný lög í Þýskalandi um allt að 4.000 Evra endurgreiðslu til handa þeim sem festa sér kaup á rafmagnsbílum eða tengiltvinnbílum. Síðan þá hafa 2.000 íbúar í Þýskalandi skráð sig fyrir kaupum á slíkum bílum og eru þriðjungur þeirra af BMW-gerð, þ.e. BMW i3. Nærri 600 manns ætla að kaupa þennan hreinræktaða rafmagnsbíl sem selst hefur mjög vel síðan hann kom fyrst á markað. Þá skráðu 444 manns sig fyrir umhverfisvænum Renault bílum og 154 fyrir bílum frá Volkswagen. Takmarkið með nýju lögunum um endurgreiðslur er að sem næst 10% bíla í Þýskalandi verði rafmagnsbílar eða tengiltvinnbílar árið 2020, en þeir 1,2 milljarðar Evra sem sett voru í þetta verkefni nú dugar fyrir endurgreiðslum á um 400.000 bílum. Af þeim 45 milljón bílum sem eru til í Þýskalandi nú eru aðeins 50.000 rafmagnsbílar eða tengiltvinnbílar, svo langt er í land í þessum efnum.
Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent