Jókerinn Jared Leto Stefán Þór Hjartarson skrifar 4. ágúst 2016 09:45 Jared Leto ásamt meðleikurum sínum úr Suicide Squad. Ætli Jared sé enn í karakter? Ofurhetjumyndin Suicide Squad – eða kannski réttara að segja ofurillmennamyndin – er líklega gefin út sem svar DC við Guardians of the Galaxy og Deadpool, myndum keppinautarins Marvel. Hetjurnar í myndinni eru í raun illmenni – þar er leikið með andhetjuminnið sem virðist falla ansi vel í kramið hjá aldamótabörnum sem eru löngu komin með leiða á hetjum eins og Superman sem gera aldrei neitt rangt og félaga hans Batman sem, þrátt fyrir að hafa fyrst komið fram sem myrkur og töff karakter, er með mjög strangar siðferðisreglur. Í myndum Marvel er hins vegar fjallað um morðingja og þjófa sem segja dónabrandara og brjóta fjórða vegginn villt og galið. Í Sjálfsmorðssveitinni eru persónur sem auðveldlega gætu skipað sér í hóp með Deadpool og fleirum sem óútreiknanlegir og siðferðislega brenglaðir karakterar, svokölluð „wild cards“, og þar fer fremst í flokki eitt vinsælasta illmenni samtímans og ásinn í ermi DC – Jókerinn. Fyrir frumsýningu Suicide Squad var mikið gert úr þeim mikla undirbúningi sem Jared Leto átti að hafa gengið í gegnum fyrir hlutverk sitt sem Jókerinn. Sögur fóru á kreik á internetinu þar sem því var lýst hvernig Jared Leto lifði og hrærðist í gervi Jókersins – enda þurfti leikarinn að fylla upp í ansi stór spor – Heath Ledger sló í gegn í hlutverkinu í kvikmyndinni The Dark Knight og á undan því var það Jack Nicholson sem brá sér í gervið fyrir útgáfu Tims Burton af Batman. Meðleikarar hans í myndinni töluðu um að hann væri alltaf í karakter á tökustað – Will Smith sagði í viðtali að hann hefði í raun aldrei hitt manneskjuna Jared Leto meðan á tökum stóð, Margot Robbie fékk senda lifandi rottu frá leikaranum og Leto átti víst að hafa hitt morðingja, geðsjúklinga og geðlækna til að skilja Jókerinn betur. Á flestum meðleikurum hans var að heyra að þeir væru ekki sáttir við Jared og fannst hann frekar pirrandi og jaðraði hegðun hans jafnvel við áreitni. Aðdáendur Jókersins virðast þó mjög sáttir – enda hefur lengi vel verið gert mikið úr Snillingum leiklistarinnar sem nota óhefðbundnar aðferðir við að koma sér í karakter. Þetta er svokallað „method acting“. Því skýtur það nokkuð skökku við að nú þegar myndin hefur loksins verið frumsýnd taka að hrúgast inn mjög vondir dómar um hana og er hún sögð samhengislaus og illa gerð. Sérstaka athygli vekur að Jókerinn, sem Snillingurinn Jared Leto lét yfirtaka líf sitt, kemur mjög lítið fyrir í myndinni og þrátt fyrir allt púlið fyrir hlutverkið vekur það enga sérstaka athygli – Margot Robbie sýnir hins vegar góðan leik og auk hennar fær Viola Davis mikið lof. Í kringum þær hefur þó aldrei verið nein jákvæð umræða eins og var í kringum Jared Leto – enda er það ávallt svo með goðsögnina um Snillinginn sem beitir óhefðbundnum aðferðum til að komast í karakter – hann er nánast undantekningalaust karlmaður. Uppátæki Jareds Leto hljóma eftir á að hyggja eins og auglýsingabrella eða jafnvel tilraun leikarans til að gera sína túlkun jafn eftirminnilega og forvera sinna. Goðsögnin Sir Laurence Olivier sagði eitt sinn að leiklist snerist um að „læra línurnar sínar og passa sig að rekast ekki í húsgögnin“ – hann sendi örugglega aldrei neinum meðleikurum rottur. Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Aron selur húsið ári eftir kaupin Lífið Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku Gagnrýni Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Lífið Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Lífið Versti óttinn að raungerast Lífið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Menning Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Lífið „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Lífið Fleiri fréttir „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sjá meira
Ofurhetjumyndin Suicide Squad – eða kannski réttara að segja ofurillmennamyndin – er líklega gefin út sem svar DC við Guardians of the Galaxy og Deadpool, myndum keppinautarins Marvel. Hetjurnar í myndinni eru í raun illmenni – þar er leikið með andhetjuminnið sem virðist falla ansi vel í kramið hjá aldamótabörnum sem eru löngu komin með leiða á hetjum eins og Superman sem gera aldrei neitt rangt og félaga hans Batman sem, þrátt fyrir að hafa fyrst komið fram sem myrkur og töff karakter, er með mjög strangar siðferðisreglur. Í myndum Marvel er hins vegar fjallað um morðingja og þjófa sem segja dónabrandara og brjóta fjórða vegginn villt og galið. Í Sjálfsmorðssveitinni eru persónur sem auðveldlega gætu skipað sér í hóp með Deadpool og fleirum sem óútreiknanlegir og siðferðislega brenglaðir karakterar, svokölluð „wild cards“, og þar fer fremst í flokki eitt vinsælasta illmenni samtímans og ásinn í ermi DC – Jókerinn. Fyrir frumsýningu Suicide Squad var mikið gert úr þeim mikla undirbúningi sem Jared Leto átti að hafa gengið í gegnum fyrir hlutverk sitt sem Jókerinn. Sögur fóru á kreik á internetinu þar sem því var lýst hvernig Jared Leto lifði og hrærðist í gervi Jókersins – enda þurfti leikarinn að fylla upp í ansi stór spor – Heath Ledger sló í gegn í hlutverkinu í kvikmyndinni The Dark Knight og á undan því var það Jack Nicholson sem brá sér í gervið fyrir útgáfu Tims Burton af Batman. Meðleikarar hans í myndinni töluðu um að hann væri alltaf í karakter á tökustað – Will Smith sagði í viðtali að hann hefði í raun aldrei hitt manneskjuna Jared Leto meðan á tökum stóð, Margot Robbie fékk senda lifandi rottu frá leikaranum og Leto átti víst að hafa hitt morðingja, geðsjúklinga og geðlækna til að skilja Jókerinn betur. Á flestum meðleikurum hans var að heyra að þeir væru ekki sáttir við Jared og fannst hann frekar pirrandi og jaðraði hegðun hans jafnvel við áreitni. Aðdáendur Jókersins virðast þó mjög sáttir – enda hefur lengi vel verið gert mikið úr Snillingum leiklistarinnar sem nota óhefðbundnar aðferðir við að koma sér í karakter. Þetta er svokallað „method acting“. Því skýtur það nokkuð skökku við að nú þegar myndin hefur loksins verið frumsýnd taka að hrúgast inn mjög vondir dómar um hana og er hún sögð samhengislaus og illa gerð. Sérstaka athygli vekur að Jókerinn, sem Snillingurinn Jared Leto lét yfirtaka líf sitt, kemur mjög lítið fyrir í myndinni og þrátt fyrir allt púlið fyrir hlutverkið vekur það enga sérstaka athygli – Margot Robbie sýnir hins vegar góðan leik og auk hennar fær Viola Davis mikið lof. Í kringum þær hefur þó aldrei verið nein jákvæð umræða eins og var í kringum Jared Leto – enda er það ávallt svo með goðsögnina um Snillinginn sem beitir óhefðbundnum aðferðum til að komast í karakter – hann er nánast undantekningalaust karlmaður. Uppátæki Jareds Leto hljóma eftir á að hyggja eins og auglýsingabrella eða jafnvel tilraun leikarans til að gera sína túlkun jafn eftirminnilega og forvera sinna. Goðsögnin Sir Laurence Olivier sagði eitt sinn að leiklist snerist um að „læra línurnar sínar og passa sig að rekast ekki í húsgögnin“ – hann sendi örugglega aldrei neinum meðleikurum rottur.
Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Aron selur húsið ári eftir kaupin Lífið Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku Gagnrýni Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Lífið Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Lífið Versti óttinn að raungerast Lífið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Menning Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Lífið „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Lífið Fleiri fréttir „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sjá meira