Virði stærstu banka lækkað um helming Sæunn Gísladóttir skrifar 4. ágúst 2016 06:00 Ágústmánuður byrjaði illa fyrir evrópska banka. Gengi hlutabréfa í mörgum af stærstu bönkum Evrópu hríðféll í byrjun mánaðarins vegna ótta fjárfesta við áhrif neikvæðra stýrivaxta, sem og langvarandi kreppu í bankageiranum á Ítalíu. Í kjölfar niðurstöðu úr álagsprófi Samtaka evrópskra banka, sem margir bankar komu illa út úr, lækkaði gengi hlutabréfa allverulega. Evrópskir bankar hafa í raun átt erfitt uppdráttar allt árið. Markaðsvirði fjölda stærstu banka Evrópu hefur fallið um helming á einu ári, og útlit er fyrir áframhaldandi lækkanir samkvæmt spám greiningaraðila. Gengi hlutabréfa í Deutsche Bank, Barclays, Credit Suisse, og Allied Irish Banks hefur lækkað um helming og gengi bréfa í ítalska bankanum Monte dei Paschi di Siena hefur lækkað um 85 prósent. Evrópska bankavísitalan STOXX hefur lækkað um rúmlega þrjátíu prósent það sem af er ári. Í byrjun viku var greint frá því að Deutsche Bank og Credit Suisse verði á næsta mánudag teknir út úr STOXX Europe 50 vísitölunni vegna bágrar stöðu þeirra. Niðurstöður álagsprófsins sem birt var eftir lokun markaða á föstudag sýndi að margir bankar myndu ekki standast álag kreppu. Ítalskir bankar komu sérstaklega illa út úr prófinu. Fjárfestar brugðust illa við fréttunum og féll bankavísitalan STOXX um 2,8 prósent á mánudag og 4,9 prósent á þriðjudag, en vísitalan hefur ekki fallið jafn mikið á einum degi frá því að niðurstöður Brexit-atkvæðagreiðslunnar í Bretlandi voru gerðar kunnar. Diane Pierret, fjármálaprófessor við viðskiptaháskólann í Lausanne, segir í samtali við CNN að bankarnir séu illa fjármagnaðir. „Þeir eru enn með slæmar eignir á efnahagsreikningi sínum, til að mynda slæm lán, og hættan á smitáhrifum milli banka er mjög mikil.“ Pierret og kollegar hennar áætla að 29 af 51 banka sem tók álagsprófið myndu falla á amerísku álagsprófi. Þau áætla að bankarnir þyrftu að safna 123 milljörðum evra í eignum til að lagfæra fjármál sín. The Financial Times greinir frá því að fjárfestar hafi misst trúna á að evrópskir bankar geti aukið hagnað sinn í ljósi neikvæðra stýrivaxta og annarra erfiðleika í evrópska hagkerfinu. „Þegar vextir eru svona lágir […] er mjög erfitt fyrir banka að ná nægum hagnaði til að byggja upp eignir og skila hluthöfum arðsemi,“ segir Hani Redha, eignastafnsstjóri hjá PineBridge Investments, í samtali við The Financial Times.Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu. Brexit Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Samstarf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Ágústmánuður byrjaði illa fyrir evrópska banka. Gengi hlutabréfa í mörgum af stærstu bönkum Evrópu hríðféll í byrjun mánaðarins vegna ótta fjárfesta við áhrif neikvæðra stýrivaxta, sem og langvarandi kreppu í bankageiranum á Ítalíu. Í kjölfar niðurstöðu úr álagsprófi Samtaka evrópskra banka, sem margir bankar komu illa út úr, lækkaði gengi hlutabréfa allverulega. Evrópskir bankar hafa í raun átt erfitt uppdráttar allt árið. Markaðsvirði fjölda stærstu banka Evrópu hefur fallið um helming á einu ári, og útlit er fyrir áframhaldandi lækkanir samkvæmt spám greiningaraðila. Gengi hlutabréfa í Deutsche Bank, Barclays, Credit Suisse, og Allied Irish Banks hefur lækkað um helming og gengi bréfa í ítalska bankanum Monte dei Paschi di Siena hefur lækkað um 85 prósent. Evrópska bankavísitalan STOXX hefur lækkað um rúmlega þrjátíu prósent það sem af er ári. Í byrjun viku var greint frá því að Deutsche Bank og Credit Suisse verði á næsta mánudag teknir út úr STOXX Europe 50 vísitölunni vegna bágrar stöðu þeirra. Niðurstöður álagsprófsins sem birt var eftir lokun markaða á föstudag sýndi að margir bankar myndu ekki standast álag kreppu. Ítalskir bankar komu sérstaklega illa út úr prófinu. Fjárfestar brugðust illa við fréttunum og féll bankavísitalan STOXX um 2,8 prósent á mánudag og 4,9 prósent á þriðjudag, en vísitalan hefur ekki fallið jafn mikið á einum degi frá því að niðurstöður Brexit-atkvæðagreiðslunnar í Bretlandi voru gerðar kunnar. Diane Pierret, fjármálaprófessor við viðskiptaháskólann í Lausanne, segir í samtali við CNN að bankarnir séu illa fjármagnaðir. „Þeir eru enn með slæmar eignir á efnahagsreikningi sínum, til að mynda slæm lán, og hættan á smitáhrifum milli banka er mjög mikil.“ Pierret og kollegar hennar áætla að 29 af 51 banka sem tók álagsprófið myndu falla á amerísku álagsprófi. Þau áætla að bankarnir þyrftu að safna 123 milljörðum evra í eignum til að lagfæra fjármál sín. The Financial Times greinir frá því að fjárfestar hafi misst trúna á að evrópskir bankar geti aukið hagnað sinn í ljósi neikvæðra stýrivaxta og annarra erfiðleika í evrópska hagkerfinu. „Þegar vextir eru svona lágir […] er mjög erfitt fyrir banka að ná nægum hagnaði til að byggja upp eignir og skila hluthöfum arðsemi,“ segir Hani Redha, eignastafnsstjóri hjá PineBridge Investments, í samtali við The Financial Times.Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu.
Brexit Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Samstarf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira