Lífið

Gerði glæsilega íbúð úr frægasta bankaútibúi landsins

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Húsnæðið á sér nokkuð athyglisverða sögu.
Húsnæðið á sér nokkuð athyglisverða sögu. Vísir/Samsett
Haraldur Einarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, hefur sett heimili sitt að Vesturgötu 52 á sölu.

Haraldur hyggst hætta á þingi eftir kosningar og gerast bóndi.

Fasteignasalan Domus Nova er með eignina á söluskrá og er ásett verð 46,9 milljónir króna.

Íbúðin er hin glæsilegasta, með sér inngang á jarðhæð. Allt í íbúðinni er nýtt, en hún var gerð upp á árunum 2015 og 2016.

Húsnæðið á sér nokkuð athyglisverða sögu en áður var þar útibú Búnaðarbankans. Eitt frægasta bankarán íslandssögunnar var framið þar í desember árið 1995. Þrír vopnaðir þjófar hótuðu starfsfólki Búnaðarbankans og viðskiptavinum. Málið vakti mikla athygli á sínum tíma og er enn óupplýst. Ránið varð seinna fyrirmynd ráns sem framið er í kvikmyndinni Svartur á leik.

Hér að neðan má sjá myndir af eigninni sem og brot úr þættinum Óupplýst lögreglumál frá árinu 2011 þar sem fjallað var um bankaránið á Vesturgötu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×