Sérfræðingur frá Netflix heldur námskeið á Íslandi Tinni Sveinsson skrifar 19. ágúst 2016 12:00 Brian Holt býr til viðmótið sem mætir notendum þegar þeir horfa á eða leita að efni á Netflix. „Það er ekki oft sem svona reynsluboltar koma til Íslands. Það er einstakt tækifæri fyrir áhugasama að sækja þessi námskeið,“ segir Benedikt D Valdez Stefánsson, stjórnarmaður í Samtökum vefiðnaðarins. Samtök vefiðnaðarins (SVEF) bjóða í næstu viku upp á öflugar heilsdagsvinnustofur með Brian Holt, viðmótssérfræðingi frá Netflix, og Vitaly Friedman, aðalritstjóra Smashing Magazine, sem er virt tæknitímarit á netinu. Þeir verða með sitthvort námskeiðið þar sem þeir miðla af þekkingu sinni og reynslu á sviði vefverkefna í víðum skilningi. Námskeiðin eru haldin í samstarfi við skipuleggjendur ráðstefnunnar JSConf Iceland, sem haldin verður í Hörpunni 25. - 26. ágúst. Þar koma þeir Holt og Friedman einnig fram en alls verða 36 erlendir fyrirlesarar á ráðstefnunni.Benedikt D. Valdez Stefánsson er stjórnarmeðlimur SVEF og forritari með meiru hjá hugbúnaðarfyrirtækinu Kolibri.„Eitt af helstu markmiðum SVEF er einmitt að miðla þekkingu og efla fagleg vinnubrögð í vefiðnaðinum, og eru þessar vinnustofur enn einn liðurinn í því“ segir Benedikt en allir hagnaður af námskeiðum sem þessum fer í að fjármagna starf vetursins þar sem haldnir verða viðburðir í hverjum mánuði fyrir alla sem hafa áhuga á að fræðast og blanda geði við bransann. Vinnustofurnar eru fjölbreyttar og henta fjölmörgum hópum, en eru sérstaklega kjörin fyrir vefhönnuði, forritara og aðra sem vinna náið með vefiðnaðinum. Vinnustofan með Brian er sérstaklega gagnleg fyrir bæði reynda forritara sem vilja bæta í reynslubankann sem og forritara sem eru jafnvel nýkomnir út á vinnumarkaðinn, en hann mun taka á tveimur heitustu málum forritunarheimsins undanfarið, ES6 og React. Vinnustofan með Vitaly er svo hugsuð fyrir reyndari vefhönnuði og forritara sem þekkja grunn hugmyndir um skalanlega vefhönnun og -forritun, en þar verður farið í flóknari tækni og leiðir á þeim sviðum. „Okkur fannst mikilvægt að reyna að finna eitthvað við hæfi sem flestra, enda er vefiðnaður gífurlega fjölbreyttur hópur. Síðar í vetur stefnum við á að bjóða upp á fleiri vinnustofur fyrir enn breiðari hóp, líkt og vefstjóra, teymisþjálfara o.s.frv.“ segir Benedikt. Vinnustofurnar fara fram á Icelandair Hótel Natura, miðvikudaginn 24. ágúst næstkomandi. Á vef samtakanna er hægt að nálgast miða á bæði viðburðinn með Brian Holt og viðburðinn með Vitaly. Netflix Mest lesið Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Atvinnulíf Ofurstinn flytur til Texas Viðskipti erlent Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests Viðskipti innlent „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ Viðskipti innlent Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Viðskipti innlent Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Viðskipti innlent Loforð um milljarða í vasa neytenda „fuglar í skógi“ Neytendur „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Áttar sig ekki á bjartsýni Arion Níu matvælaframleiðendur hljóta styrk Guðjón og Ómar Ingi unnu Gulleggið Milljarðaviðskipti í bönkunum í morgunsárið Bankarnir áður svikið neytendur Bilun hjá Landsbankanum Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Þröstur tekur við Bændablaðinu Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Sjá meira
„Það er ekki oft sem svona reynsluboltar koma til Íslands. Það er einstakt tækifæri fyrir áhugasama að sækja þessi námskeið,“ segir Benedikt D Valdez Stefánsson, stjórnarmaður í Samtökum vefiðnaðarins. Samtök vefiðnaðarins (SVEF) bjóða í næstu viku upp á öflugar heilsdagsvinnustofur með Brian Holt, viðmótssérfræðingi frá Netflix, og Vitaly Friedman, aðalritstjóra Smashing Magazine, sem er virt tæknitímarit á netinu. Þeir verða með sitthvort námskeiðið þar sem þeir miðla af þekkingu sinni og reynslu á sviði vefverkefna í víðum skilningi. Námskeiðin eru haldin í samstarfi við skipuleggjendur ráðstefnunnar JSConf Iceland, sem haldin verður í Hörpunni 25. - 26. ágúst. Þar koma þeir Holt og Friedman einnig fram en alls verða 36 erlendir fyrirlesarar á ráðstefnunni.Benedikt D. Valdez Stefánsson er stjórnarmeðlimur SVEF og forritari með meiru hjá hugbúnaðarfyrirtækinu Kolibri.„Eitt af helstu markmiðum SVEF er einmitt að miðla þekkingu og efla fagleg vinnubrögð í vefiðnaðinum, og eru þessar vinnustofur enn einn liðurinn í því“ segir Benedikt en allir hagnaður af námskeiðum sem þessum fer í að fjármagna starf vetursins þar sem haldnir verða viðburðir í hverjum mánuði fyrir alla sem hafa áhuga á að fræðast og blanda geði við bransann. Vinnustofurnar eru fjölbreyttar og henta fjölmörgum hópum, en eru sérstaklega kjörin fyrir vefhönnuði, forritara og aðra sem vinna náið með vefiðnaðinum. Vinnustofan með Brian er sérstaklega gagnleg fyrir bæði reynda forritara sem vilja bæta í reynslubankann sem og forritara sem eru jafnvel nýkomnir út á vinnumarkaðinn, en hann mun taka á tveimur heitustu málum forritunarheimsins undanfarið, ES6 og React. Vinnustofan með Vitaly er svo hugsuð fyrir reyndari vefhönnuði og forritara sem þekkja grunn hugmyndir um skalanlega vefhönnun og -forritun, en þar verður farið í flóknari tækni og leiðir á þeim sviðum. „Okkur fannst mikilvægt að reyna að finna eitthvað við hæfi sem flestra, enda er vefiðnaður gífurlega fjölbreyttur hópur. Síðar í vetur stefnum við á að bjóða upp á fleiri vinnustofur fyrir enn breiðari hóp, líkt og vefstjóra, teymisþjálfara o.s.frv.“ segir Benedikt. Vinnustofurnar fara fram á Icelandair Hótel Natura, miðvikudaginn 24. ágúst næstkomandi. Á vef samtakanna er hægt að nálgast miða á bæði viðburðinn með Brian Holt og viðburðinn með Vitaly.
Netflix Mest lesið Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Atvinnulíf Ofurstinn flytur til Texas Viðskipti erlent Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests Viðskipti innlent „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ Viðskipti innlent Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Viðskipti innlent Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Viðskipti innlent Loforð um milljarða í vasa neytenda „fuglar í skógi“ Neytendur „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Áttar sig ekki á bjartsýni Arion Níu matvælaframleiðendur hljóta styrk Guðjón og Ómar Ingi unnu Gulleggið Milljarðaviðskipti í bönkunum í morgunsárið Bankarnir áður svikið neytendur Bilun hjá Landsbankanum Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Þröstur tekur við Bændablaðinu Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Sjá meira