Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Valur - Víkingur R. 7-0 | Valsmenn niðurlægðu Víkinga Smári Jökull Jónsson á Valsvellinum skrifar 18. ágúst 2016 23:00 Valsmenn sýndu engin þreytumerki eftir bikarúrslitaleikinn á laugardaginn og slátruðu Víkingum í lokaleik 16. umferðar Pepsi-deildar karla í kvöld. Lokatölur 7-0, Val í vil. Staðan var 2-0 í hálfleik en í seinni hálfleik keyrðu Valsmenn yfir varnarlausa Víkinga sem gáfust hreinlega upp. Kristinn Freyr Sigurðsson, Kristinn Ingi Halldórsson og Sigurður Egill Lárusson skoruðu tvö mörk hver auk þess sem Ívar Örn Jónsson varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark.Af hverju vann Valur?Valsmenn voru einfaldlega betri á öllum sviðum knattspyrnunnar í kvöld. Þeir tóku Víkinga í kennslustund og 7-0 sigurinn hefði vel getað orðið stærri. Sóknarleikur Valsmanna var frábær, sérstaklega í síðari hálfleiknum, og sýndu Valsmenn oft frábæra takta. Þeir unnu boltann hvað eftir annað á miðjunni og sóttu hratt á Víkingana sem vissu varla hvaðan á sig stóð veðrið. Það er ljóst að bikarsigurinn hefur lyft þungu fargi af liði Vals því þar með er Evrópusætið tryggt. Það var vafalaust eitt af stóru markmiðum tímabilsins og með það í húsi buðu menn upp á sambabolta, pressulausir.Þessir stóðu upp úr:Kristinn Freyr Sigurðsson og Sigurður Egill Lárusson voru magnaðir í kvöld. Kristinn Freyr stjórnaði sóknarleiknum af stakri snilld og Sigurður Egill var sífellt hættulegur á kantinum, skoraði tvö mörk og lagði upp önnur tvö. Allt Valsliðið átti mjög góðan leik í dag og í raun erfitt að taka sérstaklega út einhverja fleiri leikmenn. Andri Adolphsson var afar ógnandi en hann hefur spilað mjög vel eftir að hann vann sér sæti í liðinu um mitt mót. Vörn Valsmanna steig ekki feilspor og Andreas Albech var duglegur að taka þátt í sóknarleiknum. Haukur Páll var öflugur í að brjóta niður sóknir og þá kom Guðjón Pétur Lýðsson sterkur inn af bekknum. Þá var Anton Ari öruggur í markinu.Hvað gekk illa?Hvað gekk ekki illa hjá Víkingum? Þeir spiluðu hræðilega og fyrir utan örstutta kafla í fyrri hálfleik þá voru þeir einfaldlega ekki með. Varnarleikur Víkinga var skelfilegur og bæði Marko Perkovic og Ívar Örn Jónsson áttu hræðilegan dag. Viktor Bjarki Arnarsson var slakur á miðjunni og Josip Fucek sýndi ekkert fyrir utan slakar spyrnur í föstum leikatriðum. Enginn leikmanna Víkinga gat gengið af velli sæmilega sáttur með sína frammistöðu, kannski einna helst Viktor Jónsson sem sýndi lífsmark eftir að hann kom inn á eftir klukkutíma leik. Til þess að toppa vandræðin þá meiddist Halldór Smári Sigurðsson þegar um 10 mínútur voru eftir og Víkingar þurftu að klára leikinn einum færri. Vonum að hann jafni sig fljótt því Víkingar þurfa á einhverjum jákvæðum fréttum að halda.Hvað gerist næst?Valsmenn halda næst á gervigrasið í Laugardal þar sem þeir mæta botnliði Þróttar. Þeir þurfa ekki að hugsa langt til baka eftir góðum minningum úr Laugardalnum enda nýbúnir að tryggja sér bikarmeistaratitilinn á þjóðarleikvanginum. Þróttarar eru ekki öfundsverðir að mæta Valsmönnum með sjálfstraustið í botni en að sama skapi hafa Valsmenn að litlu að keppa lengur. Það höfðu þeir reyndar ekki heldur í kvöld. Framundan hjá Víkingum er væntanlega einhvers konar sálfræðimeðferð til þess að rífa liðið upp eftir tapið í kvöld. Þeir eiga leik gegn ÍBV á mánudaginn kemur og þar mæta tvö særð lið til leiks. Evrópudraumur Víkinga er orðinn fjarlægur og Eyjamenn sogast sífellt meira niður í fallbaráttuna. Milos: Þetta var ekki boðleg frammistaðaMilos Milojevic þjálfari Víkinga var eðlilega niðurlútur í leikslok í kvöld. Hans menn voru teknir í kennslustund af Valsmönnum og spiluðu án efa sinn versta leik í afar langan tíma „Þetta var ekki boðleg frammistaða og úrslitin í samræmi við það. Einn mjög klókur þjálfari sagði að það væri betra að tapa einu sinni 7-0 en sjö sinnnum 1-0. En engu að síður er þetta ekki auglýsing fyrir liðið eða félagið og menn voru ekki tilbúnir,“ sagði Milos í samtali við Vísi að leik loknum. „Ég óska Valsmönnum til hamingju með þrjú stig og bikarmeistaratitilinn. Þeir voru sprækari, vildu þetta meira og voru einfaldlega betri en við. Sum mörk voru í ódýrari kantinum en hvað á maður að segja þegar maður tapar 7-0? Ég bara óska þeim til hamingju,“ bætti Milos við. Staðan í hálfleik var 2-0 og Víkingar áttu þá enn góða möguleika á að koma sér inn í leikinn að nýju. Mark Valsmanna eftir 35 sekúndur gerði hins vegar út um þá von „Mér fannst við eiga möguleika þegar við fáum dauðafæri í fyrri hálfleik í stöðunni 2-0. Ég sagði við strákana í hálfleik að við þyrftum að halda haus og fyrst og fremst ekki fá á okkur mark. En þegar staðan er orðin 3-0 og 4-0 þá er lítið að segja annað en að þetta voru lengstu 45 mínútur í lífi mínu.“ Næsti leikur Víkinga er á mánudag gegn ÍBV og ljóst að Milos hefur verk að vinna fram að þeim leik. „Ég er ennþá svo pirraður og heitur og ég veit ekki hvað skal gera. Ég ætla bara að sofa á því en það er ljóst að það þarf að laga varnarleikinn, það er númer eitt, tvö og þrjú,“ sagði Milos Milojevic að lokum. Ólafur: Það er fínt að vera Valsari núnaÓlafur Jóhannesson þjálfari Valsmanna var líflegur á hliðarlínunni í kvöld og var gífurlega ánægður með leik sinna manna í kvöld. „Við spiluðum frábæran leik. Það er bara svo einfalt. Leikmennirnir voru tilbúnir í leikinn og spiluðu vel,“ sagði Ólafur þegar Vísir ræddi við hann eftir leik. „Mér fannst allt liðið frábært og ekki síður varnarleikurinn, hann var frábær líka. Þetta er sigur Valsliðsins. Það er fínt að vera Valsari núna,“ bætti Ólafur við. Valur siglir frekar lygnan sjó í deildinni og hafa þegar tryggt sér Evrópusæti með sigri sínum í Borgunarbikarnum. Ólafur gaf lítið fyrir það þegar Vísir spurði hvort gera ætti atlögu að liðunum í toppbaráttunni, en þeir eru 5 stigum frá Stjörnunni sem er í 2.sæti Pepsi-deildarinnar. „Við erum náttúrulega langt á eftir þessum liðum þannig að við tökum bara einn leik fyrir í einu og sjáum hvað það skilar okkur. En auðvitað viljum við fara eins langt og hægt er,“ sagði Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals að lokum. Sigurður Egill: Þetta hefði getað orðið miklu stærraSigurður Egill Lárusson átti frábæran leik í liði Vals í kvöld og skoraði tvö mörk auk þess að eiga tvær góðar stoðsendingar. „Það gerist ekki betra en þetta. Þegar við hittum á okkar dag þá erum við frábærir og þá eru fá lið sem eiga eitthvað í okkur. Þetta var svo sannarlega okkar dagur,“ sagði Sigurður Egill þegar Vísir náði tali af honum í leikslok. „Sóknarleikurinn var frábær. Við vorum óheppnir að vinna 7-0, þetta hefði hæglega getað orðið miklu stærra. En eins og ég segi, þetta var frábær leikur hjá okkur,“ bætti Sigurður við. Valsmenn urðu bikarmeistarar á laugardag og unnu svo 7-0 sigur í dag. Sigurður sagði menn klárlega ætla að halda áfram á þessari siglingu. „Við ætlum að halda áfram og reyna að enda eins ofarlega og hægt er, reyna að blanda okkur í þessa toppbaráttu. Ef við náum 2-3 sigurleikjum í röð þá erum við komnir skyndilega komnir upp í þessi topp þrjú sæti og við ætlum okkur að vera þar,“ sagði Sigurður Egill að lokum. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Sjá meira
Valsmenn sýndu engin þreytumerki eftir bikarúrslitaleikinn á laugardaginn og slátruðu Víkingum í lokaleik 16. umferðar Pepsi-deildar karla í kvöld. Lokatölur 7-0, Val í vil. Staðan var 2-0 í hálfleik en í seinni hálfleik keyrðu Valsmenn yfir varnarlausa Víkinga sem gáfust hreinlega upp. Kristinn Freyr Sigurðsson, Kristinn Ingi Halldórsson og Sigurður Egill Lárusson skoruðu tvö mörk hver auk þess sem Ívar Örn Jónsson varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark.Af hverju vann Valur?Valsmenn voru einfaldlega betri á öllum sviðum knattspyrnunnar í kvöld. Þeir tóku Víkinga í kennslustund og 7-0 sigurinn hefði vel getað orðið stærri. Sóknarleikur Valsmanna var frábær, sérstaklega í síðari hálfleiknum, og sýndu Valsmenn oft frábæra takta. Þeir unnu boltann hvað eftir annað á miðjunni og sóttu hratt á Víkingana sem vissu varla hvaðan á sig stóð veðrið. Það er ljóst að bikarsigurinn hefur lyft þungu fargi af liði Vals því þar með er Evrópusætið tryggt. Það var vafalaust eitt af stóru markmiðum tímabilsins og með það í húsi buðu menn upp á sambabolta, pressulausir.Þessir stóðu upp úr:Kristinn Freyr Sigurðsson og Sigurður Egill Lárusson voru magnaðir í kvöld. Kristinn Freyr stjórnaði sóknarleiknum af stakri snilld og Sigurður Egill var sífellt hættulegur á kantinum, skoraði tvö mörk og lagði upp önnur tvö. Allt Valsliðið átti mjög góðan leik í dag og í raun erfitt að taka sérstaklega út einhverja fleiri leikmenn. Andri Adolphsson var afar ógnandi en hann hefur spilað mjög vel eftir að hann vann sér sæti í liðinu um mitt mót. Vörn Valsmanna steig ekki feilspor og Andreas Albech var duglegur að taka þátt í sóknarleiknum. Haukur Páll var öflugur í að brjóta niður sóknir og þá kom Guðjón Pétur Lýðsson sterkur inn af bekknum. Þá var Anton Ari öruggur í markinu.Hvað gekk illa?Hvað gekk ekki illa hjá Víkingum? Þeir spiluðu hræðilega og fyrir utan örstutta kafla í fyrri hálfleik þá voru þeir einfaldlega ekki með. Varnarleikur Víkinga var skelfilegur og bæði Marko Perkovic og Ívar Örn Jónsson áttu hræðilegan dag. Viktor Bjarki Arnarsson var slakur á miðjunni og Josip Fucek sýndi ekkert fyrir utan slakar spyrnur í föstum leikatriðum. Enginn leikmanna Víkinga gat gengið af velli sæmilega sáttur með sína frammistöðu, kannski einna helst Viktor Jónsson sem sýndi lífsmark eftir að hann kom inn á eftir klukkutíma leik. Til þess að toppa vandræðin þá meiddist Halldór Smári Sigurðsson þegar um 10 mínútur voru eftir og Víkingar þurftu að klára leikinn einum færri. Vonum að hann jafni sig fljótt því Víkingar þurfa á einhverjum jákvæðum fréttum að halda.Hvað gerist næst?Valsmenn halda næst á gervigrasið í Laugardal þar sem þeir mæta botnliði Þróttar. Þeir þurfa ekki að hugsa langt til baka eftir góðum minningum úr Laugardalnum enda nýbúnir að tryggja sér bikarmeistaratitilinn á þjóðarleikvanginum. Þróttarar eru ekki öfundsverðir að mæta Valsmönnum með sjálfstraustið í botni en að sama skapi hafa Valsmenn að litlu að keppa lengur. Það höfðu þeir reyndar ekki heldur í kvöld. Framundan hjá Víkingum er væntanlega einhvers konar sálfræðimeðferð til þess að rífa liðið upp eftir tapið í kvöld. Þeir eiga leik gegn ÍBV á mánudaginn kemur og þar mæta tvö særð lið til leiks. Evrópudraumur Víkinga er orðinn fjarlægur og Eyjamenn sogast sífellt meira niður í fallbaráttuna. Milos: Þetta var ekki boðleg frammistaðaMilos Milojevic þjálfari Víkinga var eðlilega niðurlútur í leikslok í kvöld. Hans menn voru teknir í kennslustund af Valsmönnum og spiluðu án efa sinn versta leik í afar langan tíma „Þetta var ekki boðleg frammistaða og úrslitin í samræmi við það. Einn mjög klókur þjálfari sagði að það væri betra að tapa einu sinni 7-0 en sjö sinnnum 1-0. En engu að síður er þetta ekki auglýsing fyrir liðið eða félagið og menn voru ekki tilbúnir,“ sagði Milos í samtali við Vísi að leik loknum. „Ég óska Valsmönnum til hamingju með þrjú stig og bikarmeistaratitilinn. Þeir voru sprækari, vildu þetta meira og voru einfaldlega betri en við. Sum mörk voru í ódýrari kantinum en hvað á maður að segja þegar maður tapar 7-0? Ég bara óska þeim til hamingju,“ bætti Milos við. Staðan í hálfleik var 2-0 og Víkingar áttu þá enn góða möguleika á að koma sér inn í leikinn að nýju. Mark Valsmanna eftir 35 sekúndur gerði hins vegar út um þá von „Mér fannst við eiga möguleika þegar við fáum dauðafæri í fyrri hálfleik í stöðunni 2-0. Ég sagði við strákana í hálfleik að við þyrftum að halda haus og fyrst og fremst ekki fá á okkur mark. En þegar staðan er orðin 3-0 og 4-0 þá er lítið að segja annað en að þetta voru lengstu 45 mínútur í lífi mínu.“ Næsti leikur Víkinga er á mánudag gegn ÍBV og ljóst að Milos hefur verk að vinna fram að þeim leik. „Ég er ennþá svo pirraður og heitur og ég veit ekki hvað skal gera. Ég ætla bara að sofa á því en það er ljóst að það þarf að laga varnarleikinn, það er númer eitt, tvö og þrjú,“ sagði Milos Milojevic að lokum. Ólafur: Það er fínt að vera Valsari núnaÓlafur Jóhannesson þjálfari Valsmanna var líflegur á hliðarlínunni í kvöld og var gífurlega ánægður með leik sinna manna í kvöld. „Við spiluðum frábæran leik. Það er bara svo einfalt. Leikmennirnir voru tilbúnir í leikinn og spiluðu vel,“ sagði Ólafur þegar Vísir ræddi við hann eftir leik. „Mér fannst allt liðið frábært og ekki síður varnarleikurinn, hann var frábær líka. Þetta er sigur Valsliðsins. Það er fínt að vera Valsari núna,“ bætti Ólafur við. Valur siglir frekar lygnan sjó í deildinni og hafa þegar tryggt sér Evrópusæti með sigri sínum í Borgunarbikarnum. Ólafur gaf lítið fyrir það þegar Vísir spurði hvort gera ætti atlögu að liðunum í toppbaráttunni, en þeir eru 5 stigum frá Stjörnunni sem er í 2.sæti Pepsi-deildarinnar. „Við erum náttúrulega langt á eftir þessum liðum þannig að við tökum bara einn leik fyrir í einu og sjáum hvað það skilar okkur. En auðvitað viljum við fara eins langt og hægt er,“ sagði Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals að lokum. Sigurður Egill: Þetta hefði getað orðið miklu stærraSigurður Egill Lárusson átti frábæran leik í liði Vals í kvöld og skoraði tvö mörk auk þess að eiga tvær góðar stoðsendingar. „Það gerist ekki betra en þetta. Þegar við hittum á okkar dag þá erum við frábærir og þá eru fá lið sem eiga eitthvað í okkur. Þetta var svo sannarlega okkar dagur,“ sagði Sigurður Egill þegar Vísir náði tali af honum í leikslok. „Sóknarleikurinn var frábær. Við vorum óheppnir að vinna 7-0, þetta hefði hæglega getað orðið miklu stærra. En eins og ég segi, þetta var frábær leikur hjá okkur,“ bætti Sigurður við. Valsmenn urðu bikarmeistarar á laugardag og unnu svo 7-0 sigur í dag. Sigurður sagði menn klárlega ætla að halda áfram á þessari siglingu. „Við ætlum að halda áfram og reyna að enda eins ofarlega og hægt er, reyna að blanda okkur í þessa toppbaráttu. Ef við náum 2-3 sigurleikjum í röð þá erum við komnir skyndilega komnir upp í þessi topp þrjú sæti og við ætlum okkur að vera þar,“ sagði Sigurður Egill að lokum.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Sjá meira