Íslenski boltinn

Óli Jóh: Við höfðum engan áhuga á þessu

Guðmundur Tómas Sigfússon skrifar
Ólafur Jóhannesson.
Ólafur Jóhannesson. vísir/ernir
„Þetta var hundfúlt, þeir vildu þetta meira en við og þannig endaði þetta,“ sagði Ólafur Jóhannesson, þjálfari Valsmanna, sem spiluðu ömurlega í 4-0 tapi gegn ÍBV.

 

„Við spiluðum ömurlegan varnarleik og það varð okkur að falli. Við vorum ágætir í sókninni, skárri þar en í vörninni. Við höfðum engan áhuga á þessu.“

 

Er erfitt að mótivera liðið fyrir leiki þegar það er að litlu að keppa fyrir Valsmenn?

 

„Nei alls ekki, það er að helling að keppa fyrir okkur. Það er ekki vandamálið.“

 

Er það ekki áhyggjuefni að menn mæti svona áhugalausir í leik?

 

„Jú, eins og ég sagði áðan, þá var þetta ekki góður leikur af okkar hálfu, það er ekki gott,“ sagði Ólafur sem var ekkert að nota mörg orð í sínum svörum.

 

Komu Eyjamenn Valsliðinu á óvart í dag?

 

„Nei, í sjálfu sér ekki. Þeir eru að berjast fyrir lífi sínu og við vissum það allan tímann. Við komum ekki undirbúnir til leiks.“

 

„Við erum í ágætis gír í þessari deild að sjálfu sér en auðvitað er svona tap fúlt,“ sagði Óli að lokum en hann vill líklegast koma þessum leik úr hausnum á sér sem fyrst.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×