Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - ÍBV 1-2 | ÍBV upp í fjórða sætið með góðum sigri Kristinn Páll Teitsson á Valsvellinum skrifar 17. ágúst 2016 22:00 Eyjakonur gerðu góða ferð upp á fasta landið og tóku þrjú stig gegn Val. vísir/hanna ÍBV svaraði fyrir tapið í bikarúrslitunum og lyfti sér upp í 4. sæti Pepsi-deildar kvenna með 2-1 sigri á Val í 12. umferð í kvöld.Hanna K. Andrésdóttir, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á Valsvellinum í kvöld og tók meðfylgjandi myndir. ÍBV komst yfir á lokamínútu fyrri hálfleiks með glæsilegu marki frá Rebekah Bass þegar hún lyfti boltanum yfir Söndru Sigurðardóttir í marki Vals af löngu færi. Sigríður Lára Garðarsdóttir í liði ÍBV fékk rautt spjald tíu mínútum fyrir leikslok en Cloe Lacasse náði að bæta við öðru marki ÍBV stuttu síðar. Dóra María Lárusdóttir náði að klóra í bakkann fyrir Valskonur þegar fimm mínútur voru til leiksloka en lengra komust þær ekki.Afhverju vann ÍBV? Eyjakonur byrjuðu leikinn af krafti en náðu ekki að skapa sér færin framan af. Eftir því sem líða tók á leikinn kom meiri jafnræði en mark Rebekuh braut upp leikinn. Eftir það gat ÍBV fært sig aftar á völlinn og beitt skyndisóknum. Það mátti oft litlu muna að gestirnir myndu refsa Val með skyndisókn þar til Cloe Lacasse bætti við öðru marki ÍBV á gríðarlega mikilvægum tíma. Aðeins tveimur mínútum áður misstu Eyjakonur mann af velli og var Valsliðið eflaust farið að sjá möguleika á þremur stigum gegn tíu leikmönnum en mark Lacasse slökkti þann neista. Dóra María náði að minnka muninn fyrir Val en markið kom einfaldlega of seint þegar fimm mínútur voru til leiksloka. Að lokum var þetta gríðarlega góður sigur fyrir ÍBV sem gaf varla færi á sér í leiknum og tóku þær verðskuldað þrjú stig.Þessar stóðu uppúr Varnarlína ÍBV stóð vakt sína vel í dag og gáfu Margréti Láru Viðarsdóttir aldrei neinn tíma á boltann. Sóley Guðmundsdóttir var í örlitlum vandræðum framan af en hún steig upp í seinni hálfleik og lokaði á hægri kant Valsliðsins. Markaskorararnir tveir í liði ÍBV, Rebekah og Cloe, voru sívinnandi í leiknum og gáfu þær Valsvörninni ekkert eftir í baráttunni. Í liði Vals var Vesna Elísa Smiljkovic spræk framan af og komu flestar sóknir liðsins í gegnum hana en það dróg af henni eftir því sem leið á leikinn. Hlín Eiríksdóttir kom af krafti inn af bekknum og lagði upp markið fyrir Dóru Maríu en það virtist vanta baráttuandann í liðsfélaga þeirra.Hvað gekk illa? Sóknarleikur Vals var ekki upp á marga fiska framan af fyrir utan stuttan kafla í fyrri hálfleik. Fyrir vikið reyndi Margrét Lára að draga sig neðar á völlinn í stað þess að vera inn í teignum til þess að binda endahnút á sóknir Vals.Hvað gerist næst? Valskonur eru svo gott sem fallnar úr leik í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn eftir tapið í kvöld en næsti leikur liðsins er gegn FH á útivelli. Liðið þarf að treysta á að bæði Stjarnan og Breiðablik misstígi sig af krafti á lokametrunum en bilið er líklegast of mikið þegar sex umferðir eru eftir. ÍBV á annan gríðarlega erfiðan útileik gegn Stjörnunni í næstu umferð en eftir sigurinn í kvöld á liðið enn möguleika á 3. sætinu í Pepsi-deildinni. Bryndís: Féllum full aftarlega í seinni hálfleik„Þetta er bara frábært. Valur er í toppbaráttunni og við vildum ekki missa þær of langt framúr okkur svo þetta var stór sigur fyrir okkur,“ sagði Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir, markvörður ÍBV, eftir leikinn í kvöld. ÍBV byrjaði leikinn af krafti og voru Eyjakonur einfaldlega óheppnar að komast ekki yfir á upphafsmínútunum. „Við erum búnar að gleyma þessum leik, við hættum að hugsa um hann um leið og hann var flautaður af. Við vildum gera betur í kvöld og við erum ánægðar með hvernig við brugðumst við,“ sagði Bryndís og bætti við: „Ég var mjög ánægð með fyrri hálfleikinn og fyrsta korterið í seinni hálfleiknum en við duttum of aftarlega eftir því sem leið á leikinn. Við fórum kannski full aftarlega að mínu mati.“ Bryndís viðurkenndi að það hefði farið um hana þegar Sigríður Lára fékk rautt spjald tíu mínútum fyrir leikslok í stöðunni 1-0. „Að sjálfsögðu fór um mann í markinu. Valsliðið er mjög sterkt lið og við vissum að þær myndu pressa okkur. Við vissum að þær myndu reyna að krossa mikið með þessa turna en okkur tókst að tækla það vel.“ Bryndís sagði Eyjaliðið vera með sitt markmið og að þær væru ekki að horfa á neitt sæti. „Við erum með okkar markmið og við reynum bara að vinna að því. Toppliðin tvö eru með gott forskot þannig við erum að búa okkur til lítil markmið sem við getum einblínt á.“ Dóra María: Urðum einfaldlega undir í baráttunni í kvöld„Þetta var kjörið tækifæri til þess að saxa á Breiðablik fyrst þær misstigu sig í dag en í stað þess spilum við mótið svolítið frá okkur,“ sagði Dóra María Lárusdóttir, leikmaður Vals, ómyrk í máli að leikslokum. Dóra var fljót að svara aðspurð hvað hefði farið úrskeiðis í kvöld. „Við héldum bolta illa, við náðum varla tveimur sendingum á milli í fyrri hálfleik. Fyrir vikið leituðu bæði lið í langa bolta á blautum vellinum í kvöld en þær náðu að nýta sín færi vel í dag. Það vantaði ýmislegt uppá og við urðum einfaldlega undir í baráttunni.“ Dóra var skiljanlega svekkt yfir öðru marki ÍBV í leiknum sem kom stuttu eftir að þær misstu mann af velli. „Maður sá það fyrir sér að við næðum að komast betur inn í leikinn. Við vorum byrjaðar að spila betur og vorum með yfirhöndina en þær gerðu vel og lokuðu vel á okkur.“ Valskonur eru sjö stigum á eftir Stjörnunni á toppi deildarinnar þegar sex umferðir eru eftir en ÍBV er aðeins þremur stigum á eftir Val í 4. sæti. „Sjö stig er orðið stórt bil og við þurfum að treysta á að Stjarnan tapi stigum í tveimur leikjum ásamt því að tapa gegn okkur. Þetta verður erfitt en við vonum það besta.“ Ian Jeffs: Fann á stelpunum að þær vildu svara fyrir tapið í bikarnum„Að taka þrjú stig á Hlíðarenda er auðvitað frábært og ég er gríðarlega ánægður með stelpurnar eftir sigurinn,“ sagði Ian Jeffs, þjálfari ÍBV, sáttur að leikslokum í kvöld. „Það var mikið svekkelsi eftir bikarleikinn á föstudaginn en við nýttum helgina í að endurstilla okkur og líta á það sem eftir er. Ég fann það á þeim strax að þær vildu svara fyrir tapið.“ Mörk Eyjaliðsins komu bæði á gríðarlega mikilvægum tíma, rétt fyrir lok fyrri hálfleiks og stuttu eftir rauða spjaldið sem ÍBV fékk tíu mínútum fyrir leikslok. „Bæði mörkin tvö eru á mjög mikilvægum tímum því Valsliðið setti mikla pressu á okkur. Við náðum svo að klára leikinn og sýndum hvað við getum varist vel þótt að Valsliðið væri farið að dæla löngum boltum inn á teiginn.“ Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
ÍBV svaraði fyrir tapið í bikarúrslitunum og lyfti sér upp í 4. sæti Pepsi-deildar kvenna með 2-1 sigri á Val í 12. umferð í kvöld.Hanna K. Andrésdóttir, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á Valsvellinum í kvöld og tók meðfylgjandi myndir. ÍBV komst yfir á lokamínútu fyrri hálfleiks með glæsilegu marki frá Rebekah Bass þegar hún lyfti boltanum yfir Söndru Sigurðardóttir í marki Vals af löngu færi. Sigríður Lára Garðarsdóttir í liði ÍBV fékk rautt spjald tíu mínútum fyrir leikslok en Cloe Lacasse náði að bæta við öðru marki ÍBV stuttu síðar. Dóra María Lárusdóttir náði að klóra í bakkann fyrir Valskonur þegar fimm mínútur voru til leiksloka en lengra komust þær ekki.Afhverju vann ÍBV? Eyjakonur byrjuðu leikinn af krafti en náðu ekki að skapa sér færin framan af. Eftir því sem líða tók á leikinn kom meiri jafnræði en mark Rebekuh braut upp leikinn. Eftir það gat ÍBV fært sig aftar á völlinn og beitt skyndisóknum. Það mátti oft litlu muna að gestirnir myndu refsa Val með skyndisókn þar til Cloe Lacasse bætti við öðru marki ÍBV á gríðarlega mikilvægum tíma. Aðeins tveimur mínútum áður misstu Eyjakonur mann af velli og var Valsliðið eflaust farið að sjá möguleika á þremur stigum gegn tíu leikmönnum en mark Lacasse slökkti þann neista. Dóra María náði að minnka muninn fyrir Val en markið kom einfaldlega of seint þegar fimm mínútur voru til leiksloka. Að lokum var þetta gríðarlega góður sigur fyrir ÍBV sem gaf varla færi á sér í leiknum og tóku þær verðskuldað þrjú stig.Þessar stóðu uppúr Varnarlína ÍBV stóð vakt sína vel í dag og gáfu Margréti Láru Viðarsdóttir aldrei neinn tíma á boltann. Sóley Guðmundsdóttir var í örlitlum vandræðum framan af en hún steig upp í seinni hálfleik og lokaði á hægri kant Valsliðsins. Markaskorararnir tveir í liði ÍBV, Rebekah og Cloe, voru sívinnandi í leiknum og gáfu þær Valsvörninni ekkert eftir í baráttunni. Í liði Vals var Vesna Elísa Smiljkovic spræk framan af og komu flestar sóknir liðsins í gegnum hana en það dróg af henni eftir því sem leið á leikinn. Hlín Eiríksdóttir kom af krafti inn af bekknum og lagði upp markið fyrir Dóru Maríu en það virtist vanta baráttuandann í liðsfélaga þeirra.Hvað gekk illa? Sóknarleikur Vals var ekki upp á marga fiska framan af fyrir utan stuttan kafla í fyrri hálfleik. Fyrir vikið reyndi Margrét Lára að draga sig neðar á völlinn í stað þess að vera inn í teignum til þess að binda endahnút á sóknir Vals.Hvað gerist næst? Valskonur eru svo gott sem fallnar úr leik í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn eftir tapið í kvöld en næsti leikur liðsins er gegn FH á útivelli. Liðið þarf að treysta á að bæði Stjarnan og Breiðablik misstígi sig af krafti á lokametrunum en bilið er líklegast of mikið þegar sex umferðir eru eftir. ÍBV á annan gríðarlega erfiðan útileik gegn Stjörnunni í næstu umferð en eftir sigurinn í kvöld á liðið enn möguleika á 3. sætinu í Pepsi-deildinni. Bryndís: Féllum full aftarlega í seinni hálfleik„Þetta er bara frábært. Valur er í toppbaráttunni og við vildum ekki missa þær of langt framúr okkur svo þetta var stór sigur fyrir okkur,“ sagði Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir, markvörður ÍBV, eftir leikinn í kvöld. ÍBV byrjaði leikinn af krafti og voru Eyjakonur einfaldlega óheppnar að komast ekki yfir á upphafsmínútunum. „Við erum búnar að gleyma þessum leik, við hættum að hugsa um hann um leið og hann var flautaður af. Við vildum gera betur í kvöld og við erum ánægðar með hvernig við brugðumst við,“ sagði Bryndís og bætti við: „Ég var mjög ánægð með fyrri hálfleikinn og fyrsta korterið í seinni hálfleiknum en við duttum of aftarlega eftir því sem leið á leikinn. Við fórum kannski full aftarlega að mínu mati.“ Bryndís viðurkenndi að það hefði farið um hana þegar Sigríður Lára fékk rautt spjald tíu mínútum fyrir leikslok í stöðunni 1-0. „Að sjálfsögðu fór um mann í markinu. Valsliðið er mjög sterkt lið og við vissum að þær myndu pressa okkur. Við vissum að þær myndu reyna að krossa mikið með þessa turna en okkur tókst að tækla það vel.“ Bryndís sagði Eyjaliðið vera með sitt markmið og að þær væru ekki að horfa á neitt sæti. „Við erum með okkar markmið og við reynum bara að vinna að því. Toppliðin tvö eru með gott forskot þannig við erum að búa okkur til lítil markmið sem við getum einblínt á.“ Dóra María: Urðum einfaldlega undir í baráttunni í kvöld„Þetta var kjörið tækifæri til þess að saxa á Breiðablik fyrst þær misstigu sig í dag en í stað þess spilum við mótið svolítið frá okkur,“ sagði Dóra María Lárusdóttir, leikmaður Vals, ómyrk í máli að leikslokum. Dóra var fljót að svara aðspurð hvað hefði farið úrskeiðis í kvöld. „Við héldum bolta illa, við náðum varla tveimur sendingum á milli í fyrri hálfleik. Fyrir vikið leituðu bæði lið í langa bolta á blautum vellinum í kvöld en þær náðu að nýta sín færi vel í dag. Það vantaði ýmislegt uppá og við urðum einfaldlega undir í baráttunni.“ Dóra var skiljanlega svekkt yfir öðru marki ÍBV í leiknum sem kom stuttu eftir að þær misstu mann af velli. „Maður sá það fyrir sér að við næðum að komast betur inn í leikinn. Við vorum byrjaðar að spila betur og vorum með yfirhöndina en þær gerðu vel og lokuðu vel á okkur.“ Valskonur eru sjö stigum á eftir Stjörnunni á toppi deildarinnar þegar sex umferðir eru eftir en ÍBV er aðeins þremur stigum á eftir Val í 4. sæti. „Sjö stig er orðið stórt bil og við þurfum að treysta á að Stjarnan tapi stigum í tveimur leikjum ásamt því að tapa gegn okkur. Þetta verður erfitt en við vonum það besta.“ Ian Jeffs: Fann á stelpunum að þær vildu svara fyrir tapið í bikarnum„Að taka þrjú stig á Hlíðarenda er auðvitað frábært og ég er gríðarlega ánægður með stelpurnar eftir sigurinn,“ sagði Ian Jeffs, þjálfari ÍBV, sáttur að leikslokum í kvöld. „Það var mikið svekkelsi eftir bikarleikinn á föstudaginn en við nýttum helgina í að endurstilla okkur og líta á það sem eftir er. Ég fann það á þeim strax að þær vildu svara fyrir tapið.“ Mörk Eyjaliðsins komu bæði á gríðarlega mikilvægum tíma, rétt fyrir lok fyrri hálfleiks og stuttu eftir rauða spjaldið sem ÍBV fékk tíu mínútum fyrir leikslok. „Bæði mörkin tvö eru á mjög mikilvægum tímum því Valsliðið setti mikla pressu á okkur. Við náðum svo að klára leikinn og sýndum hvað við getum varist vel þótt að Valsliðið væri farið að dæla löngum boltum inn á teiginn.“
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira