Liam smakkaði smakkseðilinn Stefán Þór Hjartarson skrifar 17. ágúst 2016 07:00 Liam Payne gefur út sólóplötu í lok árs eða í byrjun næsta árs. Liam Payne úr strákabandinu One Direction er staddur á landinu. Þetta kom fram á Vísi í gær. Heimildir herma að drengurinn hafi ásamt fríðu föruneyti lífvarða og umboðsfólks, um 16 manna hóps, snætt á veitingahúsinu Grillmarkaðinum á mánudaginn þar sem allur hópurinn fór í smakkseðilinn. Ekki sáust neinir aðrir meðlimir hljómsveitarinnar, né er vitað til þess að þeir séu hér á landinu en sveitin hefur verið í hléi síðan í desember síðastliðinn. Heimildir Fréttablaðsins herma einnig að Liam sé mögulega staddur hér á landi til að taka upp myndband. Fleiri frægir popparar hafa komið hingað til lands að taka upp myndbönd á síðustu mánuðum og rennir það stoðum undir þessar fullyrðingar. Landið er klárlega á kortinu sem ákjósanlegur staður til að taka upp myndbönd enda auðvitað nóg af fallegri náttúru og auðvelt að fá vinnufrið. Ef að Liam er hér einn þá er hann líklega að taka upp myndband við lag af sólóplötu sinni. Söngvarinn hefur gefið út á twitter síðu sinni að hann ætli að gefa út sólóplötu seint á þessu ári eða snemma á því næsta.Að neðan má sjá myndband One Direction við lagið History.One Direction er ein farsælasta popphljómsveit í heimi en síðan að þeir gáfu út sína fyrstu plötu árið 2011 hafa þeir náð að toppa vinsældarlista á flestum stærstu mörkuðum heimsins auk þess að hafa átt fjöldamarga smelli á ferli sínum. Sveitin er á pari við poppara eins og Justin Bieber í vinsældum og mikill æsingur í kringum sveitina - svipað og er hjá söngvaranum kanadíska. Það er líklega mikil spenna í aðdáendum drengjanna hér á landi og áreiðanlega margir til í að bera söngvarann augum – hann hefur þó ekki hátt um för sína um landið líkt og Justin Bieber gerði þegar hann kom til landins síðasta september en þá mætti hann til dæmis eldhress á Subway-stað í Keflavík. Getgátur eru uppi um að sveitin muni ekki koma aftur saman og sé í raun við það að leggja upp laupana. Í janúar var grein þess eðlis birt í US Weekly þar sem vitnað var í ónefndan heimildarmann sem heldur því fram að meðlimir sveitarinnar hafi ekki endurnýjað samninga sína eftir að hafa klárað On the Road Again túrinn í október í fyrra. Talsmenn sveitarinnar hafa reyndar neitað þessum fullyrðingum. Hinsvegar er það staðfest að Harry Styles hafi yfirgefið umboðsfyrirtækið sem sér um sveitina og því líklegt að hann sé á leiðinni að hefja sólóferil líkt og fyrrum félagar hans Zayn og Liam. Liam og söngkonan Cheryl Cole byrjuðu saman snemma á árinu en hún virðist ekki vera með söngvaranum í för. Íslandsvinir Tengdar fréttir Stjarna úr One Direction stödd á Íslandi Liam Payne er staddur hér á landi og snæddi með hópi fólks í Reykjavík í gær. 16. ágúst 2016 14:42 Ákveðin ung stúlka er klár fyrir stefnumót með Harry Styles: Þarf bara eitt pund og pabbinn má gista Amelia er lítil ung stúlka sem á einn draum og það er að fara á stefnumót með Harry Styles úr One Direction. 21. mars 2016 11:30 Mest lesið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Hafa aldrei rifist Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið Fleiri fréttir Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Sjá meira
Liam Payne úr strákabandinu One Direction er staddur á landinu. Þetta kom fram á Vísi í gær. Heimildir herma að drengurinn hafi ásamt fríðu föruneyti lífvarða og umboðsfólks, um 16 manna hóps, snætt á veitingahúsinu Grillmarkaðinum á mánudaginn þar sem allur hópurinn fór í smakkseðilinn. Ekki sáust neinir aðrir meðlimir hljómsveitarinnar, né er vitað til þess að þeir séu hér á landinu en sveitin hefur verið í hléi síðan í desember síðastliðinn. Heimildir Fréttablaðsins herma einnig að Liam sé mögulega staddur hér á landi til að taka upp myndband. Fleiri frægir popparar hafa komið hingað til lands að taka upp myndbönd á síðustu mánuðum og rennir það stoðum undir þessar fullyrðingar. Landið er klárlega á kortinu sem ákjósanlegur staður til að taka upp myndbönd enda auðvitað nóg af fallegri náttúru og auðvelt að fá vinnufrið. Ef að Liam er hér einn þá er hann líklega að taka upp myndband við lag af sólóplötu sinni. Söngvarinn hefur gefið út á twitter síðu sinni að hann ætli að gefa út sólóplötu seint á þessu ári eða snemma á því næsta.Að neðan má sjá myndband One Direction við lagið History.One Direction er ein farsælasta popphljómsveit í heimi en síðan að þeir gáfu út sína fyrstu plötu árið 2011 hafa þeir náð að toppa vinsældarlista á flestum stærstu mörkuðum heimsins auk þess að hafa átt fjöldamarga smelli á ferli sínum. Sveitin er á pari við poppara eins og Justin Bieber í vinsældum og mikill æsingur í kringum sveitina - svipað og er hjá söngvaranum kanadíska. Það er líklega mikil spenna í aðdáendum drengjanna hér á landi og áreiðanlega margir til í að bera söngvarann augum – hann hefur þó ekki hátt um för sína um landið líkt og Justin Bieber gerði þegar hann kom til landins síðasta september en þá mætti hann til dæmis eldhress á Subway-stað í Keflavík. Getgátur eru uppi um að sveitin muni ekki koma aftur saman og sé í raun við það að leggja upp laupana. Í janúar var grein þess eðlis birt í US Weekly þar sem vitnað var í ónefndan heimildarmann sem heldur því fram að meðlimir sveitarinnar hafi ekki endurnýjað samninga sína eftir að hafa klárað On the Road Again túrinn í október í fyrra. Talsmenn sveitarinnar hafa reyndar neitað þessum fullyrðingum. Hinsvegar er það staðfest að Harry Styles hafi yfirgefið umboðsfyrirtækið sem sér um sveitina og því líklegt að hann sé á leiðinni að hefja sólóferil líkt og fyrrum félagar hans Zayn og Liam. Liam og söngkonan Cheryl Cole byrjuðu saman snemma á árinu en hún virðist ekki vera með söngvaranum í för.
Íslandsvinir Tengdar fréttir Stjarna úr One Direction stödd á Íslandi Liam Payne er staddur hér á landi og snæddi með hópi fólks í Reykjavík í gær. 16. ágúst 2016 14:42 Ákveðin ung stúlka er klár fyrir stefnumót með Harry Styles: Þarf bara eitt pund og pabbinn má gista Amelia er lítil ung stúlka sem á einn draum og það er að fara á stefnumót með Harry Styles úr One Direction. 21. mars 2016 11:30 Mest lesið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Hafa aldrei rifist Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið Fleiri fréttir Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Sjá meira
Stjarna úr One Direction stödd á Íslandi Liam Payne er staddur hér á landi og snæddi með hópi fólks í Reykjavík í gær. 16. ágúst 2016 14:42
Ákveðin ung stúlka er klár fyrir stefnumót með Harry Styles: Þarf bara eitt pund og pabbinn má gista Amelia er lítil ung stúlka sem á einn draum og það er að fara á stefnumót með Harry Styles úr One Direction. 21. mars 2016 11:30
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið