Sterkasti maður heims: Hafþór flaug í úrslitin með heimsmeti Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 16. ágúst 2016 16:57 Hafþór Júlíus heldur uppi heiðri Íslendinga í keppninni um sterkasta mann heims. Vísir/Samsett Kraftajötuninn Hafþór Júlíus Björnsson gerði sér lítið fyrir og setti heimsmet á leið sinni í úrslit keppninnar um sterkasta mann heims sem nú fer fram í Botswana í Afríku. Keppni hófst í undanrásum á laugardaginn og komst Hafþór auðveldlega áfram. Úrslitakeppnin fer fram á föstudag og laugardag og kemur þá í ljós hver verður krýndur heimsins sterkasti maður. Hafþór gerði sér lítið fyrir og sigraði í fimm af þeim sex greinum sem keppt var í í undanrásum. Setti hann heimsmet í kútakasti þegar hann kastaði 15 kílógramma kúti 7,15 metra í loft yfir rá. Í samtali við Vísi segir Andri Reyr Vignisson, sem staddur er með Hafþóri í Botswana að Hafþór hafi sigrað með yfirburðum í öllum greinum nema einni í sínum riðli, í svokallaðri bílalyftu, þar sem hann hafi ákveðið að spara sig fyrir aðrar greinar. Keppt var í fimm riðlum í undanrásum og komust tveir efstu úr hverjum riðli í úrslitin. Ari Gunnarsson, sem einnig tekur þátt fyrir Íslands hönd, lenti í þriðja sæti í sínum riðli og var grátlega nærri því að komast í úrslitin. Var hann í afar erfiðum riðli og atti meðal annars kappi gegn Laurence Shahlaei, sterkasta mann Evrópu. A video posted by Hafþór Júlíus Björnsson (@thorbjornsson) on Aug 15, 2016 at 8:54am PDT Hafþór hefur verið afar nærri því að sigra í keppninni undanfarin fjögur ár en hann hefur alls keppt fimm sinnum, þrisvar lent í þriðja sæti og einu sinni í öðru sæti. Keppnin, nú sem endranær, er firnasterk og þarf Hafþór að sigra ríkjandi meistara, Bandaríkjamanninn Bryan Shaw, ætli hann sér að feta í fótspor Jóns Páls Sigmarssonar og Magnúsar Vers Magnússonar sem staddur er í Botswana sem sérfræðingur breskrar sjónvarpsstöðvar sem fjallar um mótið. Sigurhefð Íslendinga er mikil í keppninni um sterkasta mann heims en Jón Páll Sigmarsson vann keppnina á árunum 1984, 1986, 1988 og 1990 áður en að Magnús Ver tók við kyndlinum og sigraði í keppninni 1991, 1994, 1995 og 1996 en tuttugu ár eru síðan Íslendingur var krýndur sterkasti maður heims. Keppni í úrslitum fer svo fram föstudag og laugardag en keppendur fá hvíld þangað til. Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Fleiri fréttir Finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Sjá meira
Kraftajötuninn Hafþór Júlíus Björnsson gerði sér lítið fyrir og setti heimsmet á leið sinni í úrslit keppninnar um sterkasta mann heims sem nú fer fram í Botswana í Afríku. Keppni hófst í undanrásum á laugardaginn og komst Hafþór auðveldlega áfram. Úrslitakeppnin fer fram á föstudag og laugardag og kemur þá í ljós hver verður krýndur heimsins sterkasti maður. Hafþór gerði sér lítið fyrir og sigraði í fimm af þeim sex greinum sem keppt var í í undanrásum. Setti hann heimsmet í kútakasti þegar hann kastaði 15 kílógramma kúti 7,15 metra í loft yfir rá. Í samtali við Vísi segir Andri Reyr Vignisson, sem staddur er með Hafþóri í Botswana að Hafþór hafi sigrað með yfirburðum í öllum greinum nema einni í sínum riðli, í svokallaðri bílalyftu, þar sem hann hafi ákveðið að spara sig fyrir aðrar greinar. Keppt var í fimm riðlum í undanrásum og komust tveir efstu úr hverjum riðli í úrslitin. Ari Gunnarsson, sem einnig tekur þátt fyrir Íslands hönd, lenti í þriðja sæti í sínum riðli og var grátlega nærri því að komast í úrslitin. Var hann í afar erfiðum riðli og atti meðal annars kappi gegn Laurence Shahlaei, sterkasta mann Evrópu. A video posted by Hafþór Júlíus Björnsson (@thorbjornsson) on Aug 15, 2016 at 8:54am PDT Hafþór hefur verið afar nærri því að sigra í keppninni undanfarin fjögur ár en hann hefur alls keppt fimm sinnum, þrisvar lent í þriðja sæti og einu sinni í öðru sæti. Keppnin, nú sem endranær, er firnasterk og þarf Hafþór að sigra ríkjandi meistara, Bandaríkjamanninn Bryan Shaw, ætli hann sér að feta í fótspor Jóns Páls Sigmarssonar og Magnúsar Vers Magnússonar sem staddur er í Botswana sem sérfræðingur breskrar sjónvarpsstöðvar sem fjallar um mótið. Sigurhefð Íslendinga er mikil í keppninni um sterkasta mann heims en Jón Páll Sigmarsson vann keppnina á árunum 1984, 1986, 1988 og 1990 áður en að Magnús Ver tók við kyndlinum og sigraði í keppninni 1991, 1994, 1995 og 1996 en tuttugu ár eru síðan Íslendingur var krýndur sterkasti maður heims. Keppni í úrslitum fer svo fram föstudag og laugardag en keppendur fá hvíld þangað til.
Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Fleiri fréttir Finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Sjá meira