Ásdís komst ekki í úrslit | Endaði í 30. sæti í spjótkastinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. ágúst 2016 01:30 Ásdís Hjálmsdóttir endaði í 30. sæti. Vísir/Anton Ásdís Hjálmsdóttir náði ekki að leika eftir afrek sitt frá því á Ólympíuleikunum í London fyrir fjórum árum þegar hún keppti í undankeppninni í spjótkasti kvenna á Ólympíuleikunum í Ríó í nótt. Ásdís kastaði lengst 54,92 metra og það dugði henni bara í 30.sæti í undankeppninni. Ásdís hefði þurft að kasta 61,63 metra til þess að komast í tólf manna úrslitin sem fara fram aðra nótt.Anton Brink, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á Ólympíuleikvanginum í Ríó í nótt og náði þessum myndum af Ásdísi hér fyrir ofan. Ásdís byrjaði ekki vel því hún gerði ógilt í fyrsta kasti sínu. Kastið var stutt og misheppnað og hún gerði það viljandi ógilt. Ásdís náði sínum lengsta kasti í öðru kasti en hún var tólfta í kaströðinni í seinni riðlinum. Síðasta kastið var líka misheppnað og hún gerði það ógilt. Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkar konu sem ætlaði sér miklu meira á þessum Ólympíuleikum. Atrennan misheppnaðist og því var ekki von á góðu í köstunum. Þegar Ásdís og þær sem voru í hennar riðli hófu keppni voru fjórar búnar að kasta yfir 63 metra sem gaf beint sæti í úrslitunum . Sú sem var þá í tólfta og síðasta sætinu inn í úrslitin hafði kastað 57,20 metra. Maria Andrejczyk frá Póllandi kastaði lengst í undankeppninni eða 67,11 metra en það er nýtt pólskt met. Ásdís komst í úrslit á Evrópumeistaramótinu í Amsterdam fyrr í sumar og endaði þar í áttunda sæti sem er hennar besti árangur á stórmóti á ferlinum. Ásdís hefur þar með lokið keppni á sínum þriðju Ólympíuleikum en hún varð í 11. sæti í London 2012 og í 50. sæti í Peking 2008.Tweets by @VisirSport Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Leik lokið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur í frábærum málum Handbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Leik lokið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur í frábærum málum Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Í beinni: Aston Villa - Chelsea | Áhugaverður slagur á Villa Park Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Íþróttakonur verða frekar leiðtogar Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Dagskráin í dag: Golf, enskur fótbolti og tvö lið í vanda í NBA Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Sjá meira
Ásdís Hjálmsdóttir náði ekki að leika eftir afrek sitt frá því á Ólympíuleikunum í London fyrir fjórum árum þegar hún keppti í undankeppninni í spjótkasti kvenna á Ólympíuleikunum í Ríó í nótt. Ásdís kastaði lengst 54,92 metra og það dugði henni bara í 30.sæti í undankeppninni. Ásdís hefði þurft að kasta 61,63 metra til þess að komast í tólf manna úrslitin sem fara fram aðra nótt.Anton Brink, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á Ólympíuleikvanginum í Ríó í nótt og náði þessum myndum af Ásdísi hér fyrir ofan. Ásdís byrjaði ekki vel því hún gerði ógilt í fyrsta kasti sínu. Kastið var stutt og misheppnað og hún gerði það viljandi ógilt. Ásdís náði sínum lengsta kasti í öðru kasti en hún var tólfta í kaströðinni í seinni riðlinum. Síðasta kastið var líka misheppnað og hún gerði það ógilt. Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkar konu sem ætlaði sér miklu meira á þessum Ólympíuleikum. Atrennan misheppnaðist og því var ekki von á góðu í köstunum. Þegar Ásdís og þær sem voru í hennar riðli hófu keppni voru fjórar búnar að kasta yfir 63 metra sem gaf beint sæti í úrslitunum . Sú sem var þá í tólfta og síðasta sætinu inn í úrslitin hafði kastað 57,20 metra. Maria Andrejczyk frá Póllandi kastaði lengst í undankeppninni eða 67,11 metra en það er nýtt pólskt met. Ásdís komst í úrslit á Evrópumeistaramótinu í Amsterdam fyrr í sumar og endaði þar í áttunda sæti sem er hennar besti árangur á stórmóti á ferlinum. Ásdís hefur þar með lokið keppni á sínum þriðju Ólympíuleikum en hún varð í 11. sæti í London 2012 og í 50. sæti í Peking 2008.Tweets by @VisirSport
Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Leik lokið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur í frábærum málum Handbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Leik lokið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur í frábærum málum Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Í beinni: Aston Villa - Chelsea | Áhugaverður slagur á Villa Park Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Íþróttakonur verða frekar leiðtogar Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Dagskráin í dag: Golf, enskur fótbolti og tvö lið í vanda í NBA Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Sjá meira
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti