Eins og búist var við kom Usian Bolt fyrstur í mark í sínum riðli í undanrásunum í 200 metra hlaupi á Ólympíuleikunum í Ríó í dag.
Bolt var í 9. riðli og hljóp á 20,28 sekúndum. Hann var 0,06 sekúndum á undan næsta manni, Ejowvokoghene Oduduru frá Nígeríu.
Sigur Bolts var öruggur en hann hægði á sér þegar um 50 metrar voru í mark.
Andre De Grasse frá Kanada var með besta tímann í undanrásunum, 20,09 sekúndur. Spánverjinn Bruno Hortelano kom næstur á 20,12 sekúndum.
Undanúrslitin fara fram aðfaranótt fimmtudags.

