Tesla fuðrar upp í reynsluakstri Finnur Thorlacius skrifar 16. ágúst 2016 09:05 Tesla bíllinn í ljósum logum í Frakklandi í gær. Tesla Model S bíll sem reynsluekið var í Frakklandi í gær varð skyndilega alelda eftir að skilaboð í mælaborði bílsins sýndi “Problems with charging”. Bæði ökumaður og farþegi komust ómeiddir úr bílnum áður en eldurinn magnaðist, en bíllinn er grónýtur eftir brunann. Tesla fyrirtækið rannsakar nú hvað olli gæti þessum bruna, en hann er alls ekki sá fyrsti í bílum Tesla á stuttum líftíma þeirra. Það eru því ekki bara bara bílar með brunavélar sem geta orðið eldi að bráð, en svo virðist sem mikil rafhleðsla rafmagnsbíla skapi talsverða eldhættu, en mörgum finnst of tíðar fréttir af Tesla bílum sem orðið hafa eldi að bráð á síðustu misserum. Hafa skal þó í huga að í Bandaríkjunum verða 17 bílar eldi að bráð á hverjum klukkutíma í venjulegum brunabílum og 200 manns deyja í slíkum óhöppum á hverju ári þar í landi. Mest lesið Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent
Tesla Model S bíll sem reynsluekið var í Frakklandi í gær varð skyndilega alelda eftir að skilaboð í mælaborði bílsins sýndi “Problems with charging”. Bæði ökumaður og farþegi komust ómeiddir úr bílnum áður en eldurinn magnaðist, en bíllinn er grónýtur eftir brunann. Tesla fyrirtækið rannsakar nú hvað olli gæti þessum bruna, en hann er alls ekki sá fyrsti í bílum Tesla á stuttum líftíma þeirra. Það eru því ekki bara bara bílar með brunavélar sem geta orðið eldi að bráð, en svo virðist sem mikil rafhleðsla rafmagnsbíla skapi talsverða eldhættu, en mörgum finnst of tíðar fréttir af Tesla bílum sem orðið hafa eldi að bráð á síðustu misserum. Hafa skal þó í huga að í Bandaríkjunum verða 17 bílar eldi að bráð á hverjum klukkutíma í venjulegum brunabílum og 200 manns deyja í slíkum óhöppum á hverju ári þar í landi.
Mest lesið Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent